Alþýðublaðið - 12.11.1966, Qupperneq 8

Alþýðublaðið - 12.11.1966, Qupperneq 8
Við skrifborðið uni ég mér bezt Frú Elínborg Lárusdóttir, rit- (höfundur á 75 ára afmæli í dag. Frú Elíriborg er víðlesinn rithöf- undur og hefur þegar skrifað hátt á þriðja tug bóka. Nýjasta bók Ihennar er Dulrænár frásagnjr sem kom út nú fyrir nokkrum dögum. Tiiaðamaður Alþýðublaðsins ræddi nýlega við frú Elínborgu á 'heimili hennar og manns hennar, séra Ingimars Jónssonar. — Hvar eruð þér fædd og uþpalin, frú Elínborg? — Ég er fædd á Tunguhálsi í Lýtingsstaðahreppi í Skaga- firði. Faðir minn hét Lárus Þor- steinsson, Jónssonar, bónda á Kálfárvöllum á Snæfellsnesi. Móð ir mín hét Þórey Bjamadóttir, Hannessonar, prests að Ríp í Skagafirði. Ég er alin upp í Skagafirðin- um. En fór 15 ára gömul á Kvenna skólann á Blönduósi og var þar í tvo vetur, síðan var ég tvo vetur í Kennaraskólanum og einn vetur í hússtjórnarskóla á Akureyri. — Þetta hefur verið mjög góð menntun, sérstaklega á þeim tíma. — Já, þetta þótti góður undir- ibúningur út í lífið. — Og 'hvenær kom svo áhuginn á ritstörfunum? — Það var nú bara tilviljun. Ég ætlaði mér aldrei að verða rit- höfundur. En Einar Kvaran sá þessar sögur mínar og vildi endi lega að ég gæfi þær út. Þeim var strax vel tekið og seldust fljót- lega upp. Og einhvern ve'ginn hefur þetta orðið svona, að ég hef haldið áfram að skrifa. — Og hafa ekki ritstörfin veitt yður mikla ánægju? — Jú, það er óhætt að segja það, ég kann ákaflega vel við mig við skriftirnar. Ég hef skrifað bæði smásögur, stórar sögur eða ,,rómana“, ævisögur og 4 bækur um miðla og dulrænar sagnir ag það er sú fimmta um þau efni, sem nú er nýkomin út. — Og hvenær kom fyrsta bók- in yðar út? — Fyrsta bókin mín kom út 1935, Sögur, smásagnasafn. Ég byrjaði ekki að skrifa, fyrr en árið 1932, þá skrifaði ég mína fyrstu smásögu, Stjána, en hún er í þessu smásagnasafni. — Og hvað eru bækurnar orðn ar margar? — Þær eru orðnar tuttugu og sjö. — Það þýðir að síðan 1935 hef- ur komið því sem næst ein bók á ári. — Ekki er það nú alveg, en stundum hafa komið tvær sama árið. — Hvernig samrýmist það að vera húsmóðir og rithöfundur? — Það er nú erfitt að vera bæði rithöfundur og húsmóðir og sam einast nú ekki vel og má segja að ritstörfin séu allt hjáverk. Heimilis- og hússtörfin verða að ganga fvrir öllu. Ritstörfin verð- ur að stunda, þegar tími er aflögu frá hússtörfunum, það er aldrei hægt að hafa fyrir þau neinn viss an eða fastan tíma. — Eigið þið hjónin mörg börn? — Við eigum tvo syni yndisleg soriabörn og erum orð^i lang- amma og langafi. — En svo að við víkjum aftur að bókum yðar, hafa þær verið '|efnar út á öðrum tungumálum en íslenzku? — Það er búið að þýða í Am- eríku eina bókina mína, Hvítu 'höllina, en það er saga frá berkla hælinu á VífilsistöSum. Srríásög ur hafa eirinig verið þýddar á ensku og kaflar úr bókinni um Hafstein miðil hafa verið þýddir ihjá spíritistum í London. — En var ekki saga eftir yður valjn í bók World Prize Stories? — Jú, árið 1954 efndi World Prize Stories til smásagnasam- keppni. Bárust um 100 þús. smá- sögur víðs vegar að úr heiminum, 41 saga var valin úr þeim og voru sögurnar gefnar út í bók og meðal þeirra sem valdar voru voru sögur eftir þrjá íslendinga, og var ég ein af þeim. Bókin með verðlauna sögunum kom svo út á ensku árið 1956. Sagan mín heitir Ást- in er hégómi og hefur birzt á ís- lenzku í smásagnasafninu Leik- ur örlaganna. Sú saga hafði síðast þegar ég vissi verið gefin út á 10 tungumálum. — Þér hafið gaman af að skrifa smásögur? — Já, ég hef það. Þegar ég skrifa smásögur, læt ég þær ald- rei frá mér fara strax og ég hef skrifað þær. Ég læt þær liggja hjá mér í eitt - tvö ár og tek þær svo fram einu sinni til tvisvar á ári, les þær þá vandlega og finn allt- af eitthvað í þeim, sem betur mætti fara og sem ég vil lagfæra. — Handskrlfið þér allt eða notið ritvél við skriftirnar? — Ég hef aldrei lært vélritun og handskrifa því alh- — En nú langar mig að ræða aðeins um nýju bókina yðar. — Nýja bókin mín fjallar um duirænar sagnir yfirleitt, þar segir frá draumum og sýnum, reimleikum og lækningafyrir- bærum. — Segir þar frá yðar eigin reynslu? — Nei, efnið er allt frá öðrum, fólki, sem sagði mér frá ýmislegu, sem fyrir það hefur borið og ósk- aði eftir að það kæmi á prenti. Þar segja 30 ejinstaklingar frá dulrænni reynslu sinni. — En eruð þér sjálf skyggn, sem svo er kallað? — Það hefur einstöku sinnum borið við, að ég hef séð. En óg hef ekkert viljað með það ihafa. Ég hef reynt að losa mig við það, en það hefur ekki tekizt. — Sjáið þér ljós eða liti með fólkj? — Ég vil sem minnst tala um skyggnina. Ég get alls ekki séð, þegar mig langar til að sjá. Enda er það líka, að ég hef ekkert gert til þess að örfa það, allt til þess að losna við það. — En hvað um drauma .yðar? — Mig dreymir ákaflega merkilega drauma, sem hafa kom ið fram, o'g ég get raunar sagt, að allir mínir draumar hafi komið fram. Ég hef yfirleitt skrifað draumana niður daginn eftir, að mig hefur dreymt þá. — koma þeir fram fljótt eða getur liðið langur tími, þar til þeir rætast? — Stundum geta liðið mörg ár, þar til ch’aumarnir k-oma fram, stundum eru draumarnir fyrir daglátum, atburðum sem koma fyrir næstu daga. Mig getur stundum dreymt sama drauminn tvisvar, þrisvar sinnum og þá er það alveg víst að draumurinn kemur fram. — Það væri nú gaman að heyra frásögn af merkilegum draumum yðar. — Það var til dæmis áður en ég fór til Ameríku árið 1948, að mig dreymdi 7-8 árum áður, að ég var komin i hús, sem ég hafði ekki komið í áður. Ég ferðaðist þar um fyrstu og aðra hæð- ina. Ég sá konu, sem stóð þar við skáp á annarri hæðinni og tók út lín. Ég fékk svo glögga mynd af konunni, að ég þekkti hana strax og ég sá hana 7 árum seinna, þögar ég kom líkamlega í þetta hús í Ameríku. Ég þekkti mig strax í húsinu er ég kom inn í forstofuna, enda sagði frú Anna, konan, sem mig hafði dreymt: Það er eins og þú hafir alltaf ver- ið hér og sért öllu kunnug.“ Merkilegan draum dreymdi mig einu sinni, áður en við komum að Mosfelli. Mig hafði dreymt, að ég væri stödd í einhvérju húsi og ég vissi ekki hvar. Ég sá tungu myndað landslag og ár, sem runnu bö?gia vegna og bæ og kirkju og fiöll i fjarska. Ég fór að hugsa um, hvar þetta gæti verið og hvar ég væri stödd, og komst að beirri niðurstöðu, að ég væri stödd á Lanffholtinu í Skaga- firði og sæi heim að Rípurkirkju. En þegar ég kom að Mosfelli -ári seinna sé ég þetta sama lands lag og ég sá í drairmnum úr suður glugganum uppi á lofti. Ég var nokkra stnnd að átta mig, en þetta var svo kunnugt mér, að ég mundi það svo lolrs, hvar ég hafði séð þetta áðnr. en það var einmitt í draumnum. — Er einhvers konar samband milli fiorskvggni og drauma? — Við vitum ekki, hvaðan draumurinn kemur. Vitum svo lítið um drauma og hvernig á þeim stendur. En það er eitthvað, sem bendir fil bess, að andinn sé fleygur. þó að líkaminn sofi. — En álftið þér, að fólk geti skvniað hluti. sem eru að gerast kannskl langt í burtu? — Ég skal ekki segja. Ég held að miðlar beir sem eru búnir reglulegum dulargáfum geti það. En það á ekki við um mig. — Er eitithvað, sem þér sér- slaklega vi’duð taka fram í lok þessa viðtals? — Ég vil itaka það fram, að ég er þióðinni ákaflega þakk- lát fvrir, hve vel hún hefur tekið mér sem rithöfundi, en það hef- ur stutt að bví, að é'g hef getað haldið áfram að skrifa og hefur verið mér mikils virði vegna þess að við skrifborðið uni ég mér bezt. + Við þökkum Elínborgu fyrir samtalið og óskum henni til iham- ingju með 75 ára afmælið og nýju 'bókina. AKB. Elínborg Lárusdóttir, rithöfundur. Rætt við Elinborgu Lárusdóttur rithöfund, sem er 75 ára í dag 8 12. nóvember 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.