Alþýðublaðið - 16.11.1966, Síða 4

Alþýðublaðið - 16.11.1966, Síða 4
Eltstjðrsr: Gylfi Gröndal (áb.) og Benedikt Gröndal. — Ritstjórnartull- trói: EiSur Guönason. — Simar: 14800-14903 — Auglýoingaaimi: 14905. ABaetur Aiþýöuhúsiu viö Hverflsgötu, Reykjavik. — Pr«ntsmlöja Alþýöu blaöslns. — Askriftargjald kr. 95.00 — 1 lausásölu kt1. 7,00 eintaUtk Utgcfandl Alþýöuflokkurimi. Bisnis eða tryggingar MEGIN undirstaða núverandi stjórnarsamstarfs hef ur verið samkomulag Alþýðuflokksins og Sjálfstæðis- flokksins um að éfla almannatryggingar og auka á ýmsan 'hétt hið svonefnda velferðarríki, sem hefur ó þessum árum verið vaxandi í flestum öðrum ríkj- tim. Á þessu sviði hefur mikið unnizt, sérstaklega til hagsbóta fyrir gamla fólkið, öryrkja, barnmargar fjölskyldur og ýmsa þá aðila, sem standa höllum fæti. Þetta er hrein jafnaðarstefna í framkvæmd, sem byggist á þeirri hugsjón að bæta aðstöðumun fólks í lífsbaráttunni, að svo miklu leyti sem hann er því ekki sjálfráður. Nú virðist Morgunblaðið hafa fengið slæma eftir- þanka um þessa stefnu. Það boðaði í ritstjórnar- grein í gær, að skattar væru orðnir of háir og mætti ekki halda áfram að auka velferð landsfólksins á þenn an hátt. í stað þess að „skapa hér gífurlega yfirbygg- ingu“ segir blaðið, að réttara sé að veita athafnaþrá og starfsorku fólksins í Iandinu útrás í eigin fram- kvæmdum og sjálf*stæðu starfi þess.“ Með- öðrum orðum: Morgunblaðið telur rétt að auka ekki frekar ellilaun, örorkubætur, fjölskyldubætur og sambæri- legar greiðslur, en setja meira af fé þjóðarinnar í bisnis. Það er misskilningur hjá Morgunblaðinu, að hin mikla fjáröflun frá fyrirtækjum og einstaklingum til velferðarkerfisins og greiðslur til fólksins á sama fé, sé „gífurleg yfirbygging“ í þjóðfélaginu. Þvert á móti er þetta kerfi undirstaða, traust undirstaða undir jafnari lífskjörum og réttlátara þjóðfélagi en ella væri. Og ekki má gleyma því, að þetta kerfi .veitir þúsundum einstaklinga aukinn kaupmátt, sem bein ist til smákaupmanna og kaupfelaga, til framleiðenda matvæla og annarra nauðsynja, til landbúnaðar, neyzluiðnaðar og ótal annarra fyrirtækja. Á þennan hátt er velferðarkerfið trygg stoð undir veigamikl- um þáttum efnahagslífsins. Að sjálfsögðu verður að gæta varúðar við upp- •byggingu velferðarkerfis og stíga skref fyrir skref éftir því sem fjárhagsaðstæður leyfa. Erfiðleikar eins og verðbólga og aflaleysi tefja framgang máls- ins og hefur því tekið tíma að koma kerfinu á. Þetta 'gerir Alþýðuflokkurinn sér ljóst, en hann hefur samt reynt 'að þoka þessum málum fram við hvert tæki- færi og náð í þeim efnum miklum árangri, ekki sízt í núverandi stjórnarsamstarfi. Þess vegna er hryggi- legt að lesa í Morgunblaðinu ritstjórnargrein, sem boðar allt aðra stefnu á þeim furðulega grundvelli, feð þjóðin eigi að gera minna fyrir gamla fólkið og aðra, sem hafa skerta möguleika til tekjuöílunar af óviðráðanlegum ástæðum, til þess að geta veitt meira fé í bisnis. HEIMSÞEKKT GÆÐAVAKA Fæst í næstu búð. Salt CEREBOS í HANDHÆGU BLÁU DÓSUNUM. rAT VANTAR BLABBURBAR- FÓLSC 8 EFTIRTALIN HVERFI: MIÐBÆ, I. OG U. HVERFISGÖTU, EFRI OG NEÐRI LAUGARNESHVERFI LAUFÁSVEG LAUGARÁS LAUGARTEIG KLEPPSHOLT SÖRLASKJÓL LAUGAVEG, NEÐRI SKJÓLIN IIRINGBRAUT LAUGAVEG, EFRI SELTJARNARNES, L SIMI 14900. á krossgötum FÉLÖG OG BLAÐAÚTGÁFA. Hér á landi er starfandi mikill fjöldi alls- konar félaga, stórra og smárra. Hér eru stjórnmála félög, íþróttafélög, ungmennafélög, kvenfélög, hús- mæðrafélög, búnáðarfélög, férðáfélög, félög um heilbrigðis- og mannúðarmál, slysavarnafélög, ýmis konar hagsmunafélög, taflfélög, félög rithöfunda og iistamanna o.s.frv. Tala þeirra er legíó. Ákaflega mörg þessara féiaga gefa út sitt eigið málgagn, blað eða tímarit, einu sinni eða tvisvar á ári, árs fjórðungslega eða jafnvel oftar. Það getur verið býsna fróðlegt að glugga í allan þennan fjölda blaða og tímarita, efni þeirra og útlit, kynna sér útbreiðslu þeirra og eintakafjölda, fjárhags- grundvöll og útgáfukostnað. Fyrir nokki-um árum var haldin hér ráð- stefna á vegum æskulýðssamtakanna í Reykjavík. Verkefni ráðstefnunnar var að ræða um útgáfu- starfsemi félaganna innan æskulýðssamtakanna, m.a. hvernig hún næði bezt tilgangi sínum og hvernig henni yrði bezt fyrir komið fjárhagslega. F J ÁRH AGSEÍtFIÐLEIK AR. Það kom í ijós, að útgáfa flestra blaðanna hefur geniðmjög skryklcjótt, blöðin koma óreglu- lega út, hætta jafnvel alveg um tíma, byrja síðan kannski að nýju. Fjárhagserfiðleikar eru hjá flest um þeirra, sérstaklega þeim, sem byggja á áskriftar gjöldum einum saman. Heppilegra virðist, að út gáfukostnaðurinn sé innifalinn í félagsgjaldinu. Með því móti nær blaðið líka til allra sem í félag inu eru, aukafyrirhöfn við innheimtu sparast og tekjustofninn er öruggari. Yfirleitt er upplag þess ara blaða frekar lítið. Þá kom og í ijós, að um brot og útlit blaðanna er mjög misgott, sömuleið- is pappír og prófarkalestur. Ég skal geta þess til gamans, að ýmsum þótti Árroði, blað SUJ, mjög til fyrirmyndar að þessu leyti. Um efni félagsblaðanna er það að segja, að yfirieitt er það bundið við þröngt áhugasvið hvers einstaks félags, sem eðlilegt má teljast. Hér hefur verið drepið á nokkur atriði í útgáfustarfsemi hinna ýmsu félaga í umhugsunar fkynj. Félagsblöðin hafa þýðingarmiklu hlutverki að gegna hvert á sínu sviði, en nauðsynlegt er að livert félag sníði sér stakk eftir vexti í þessum efn um og reisi sér ekki hurðarás um öxl í útgáfustarf seminni. í sumum tilfellum mundi lítið og ódýrt félagsbréf nægja. En umfram allt þurfa félögin að vanda til blaðaútgáfunnar á allan hátt, bæði hvað efni og frágang snertir, svo að viðtakandi hafi nokk urt gagn og ánægju af að fá blaðið í hendur hverju sinni. —• Steinn. 4 16. nóvember 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.