Alþýðublaðið - 30.11.1966, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 30.11.1966, Blaðsíða 7
Herdís Ólafsdóttir: Hr. forseti. Góðir fulltrúar. Ég vil láta ánægju mína í ljósi yfir því hve vel liefur nýtzt tími fundarins í þetta sinn. Að ekki hafi margir dagar farið í fánýtar deilur útaf kjörbréfum e'ða alltof margorða gagnrýni um störf sam- bandsins eða sambandsstjórnar á kjörtímabilinu. Nú þegar tími fund arins hefur notast betur en oft áð ur vil ég að við notum hann vel og ítarlega til að athuga og ræða hin mörgu vandamál er við á hverj um tíma stöndum andápænis. För um ekki eins og köttur í kring um heitan graut um það sem brýn ast kallar að í kjara og skipulags málum sambandsins heldur leggj um niður fyrir olckur og ræðum málefnalega það sem við blasir . Hér höfum vi'ð álit og tillög ur verkalýðsmálanefndar sem fram hafa verið lagðar. Drepið er á ým islegt sem talið er að muni geta ef liægt er að þoka því áleiðis orðið fólki raunhæf kjarabót. En eins og öllum er kunnugt, munu lang flest verkalýðsfélög á landinu vera með lausa samninga síðan í haust án þess að heyrzt hafi að nokkuð hafi gerzt í kjaramálunum. T.d. eigum við á Akranesi óleyst erfitt ádeilumál sem frestað var í liaust þar til nýir samningar yrðu gerðir, sem fyrst í október var talið að yrðu gerðir innan tíðar. Nú daginn áður en ég fór til þessa fundar ræddi ég það við viðkom andi aðiia að þar sem samningar drægjust svo á langinn sem liti út íjTÍr yrðum við að ganga frá mál inu, en því var svarað til að Alþýðu sambandsþing mundi vafalaust marka þá stefnu sem farin yrði, og ég vii að það komi fram hér í um ræðum og ályktunum hvort þingið telur að ráða skuli verkalýðsfélög unum frá því að stefna að beinum kauphækkunum sem að undan förnu hefur verið þeirra varnarbar átta, heldur skulu þau fara ein göngu hina leiðina. Þá er það annað mál sem hefur að undaníörnu verið mjög ofar- lega á baugi og verkalýðsfélögin hafa orðið eitt af öðru að standa andspænis. Það er hið nýja launa kerfi sem atvinnurekendur hafa lagt mikið kapp á minnsta kosti í fiskiðnaðinum að koma á en það er hið svonefnda bónuskeríi. Mér þykir verkalýðshreyfingin hafa allt of lítið rætt þetta mól og einhvern veginn finnst mér að rödd verka fólksins sjálfs sem þessu hefur kynnzt hafi ekki fengið að koma fram. T.d. var rætt við hafnar verkamann í útvarpinu fyrir nokkr um dögum þar sem, þeir voru að átelja ýmislegt í störfum verkalýðs félaganna en þegar þeir byrjuðu að iýsa óánægju sinni á hinni nýju tímamældu bónusgreiðslu i hafnar vinnu var hreinlega skrúfað fyrir þá og við fengum ekki að heyra ó- ánægjurödd þeirra. Nokkrum dögum áður var þó í útvarpinu viðtal við hagræðingar ráðunaut Vinnuveitendasambands- ins um þessi bónusmál, þar sem hann var látinn segja þjó’ðinni að eftir bónusútreikninga i útskipun á sementi í Sementsverksmiðjunni á Akranesi, vinni verkamaður fyr ir sama kaupi á 8 tímum sem óður á 12 tímum. Öllum sem um þessi mál eru kunnug, vita að liér er um römmustu ósannindi að ræða Þó fá atvinnurekendur að segja þau í útvarpinu á sama tíma og skrúfað er fyrir munn þeirra verka manna sem sjálfir þræla í ákvæð isvinnu .Hinsvegar vil ég segja að það bezta sem ég veit um þessa tímamældu bónusvinnu er þó í Sem entsverksmiðjunni á Akranesi, þar sem um leið var samið um vakta vinnu 8 tíma vaktir án kaffi og matartíma. Á þeim vinnustað eins og mörgum öðrum hér á landi vai Herdís Ólafsdóttir frá Akranesi flutti ræðu á ný- loknu Alþýðusambandsþingi, þar sem hún ræddi nokkuð um hið nýja launakerfi, bónuskerfið. Þar sem sjónarmið hennar vöktu nokkra athygli. birt ir Alþýðublaðið ræðu hnenar hérmeð í heild. vinnutíminn orðinn hræðilega Iang T.d. eitt ári'ð sem enn var þó 48 stunda vinnuvika bættu verka mennirnir við sig 6 mánuðum í yf- irvinnu, í einni allra erfiðustu vinnu sem þekkist sementsvinnu. Við þessá ákvæðisvinnu sem upp var tekin í sumar var raunveru lega styttur vinnutíminn og það er vel, en hagnaðurinn kaupgjalds lega ásamt hraðaaukningunni fékk verksmiðjan í sinn hlut. Ei> nú þegar við ræðum um styttingu vinnudagsins þá skulum við at- huga það að t.d. í bónusvinnunni við höfnina er mér sagt að sé eng in tímatakmörkun á vinnunsi. Hafi verið um að ræða ofþræ k un sem ég veit að enginn efc st um i hinurn alltof langa vinnu degi, þá vildi ég segja að þegar unnið er án tímatakmarkana í á- kvæðisvinnu, þá er um að ræða hræðilegan hlut sem enginn getur gert til lengdar án þess að bíða tjón á heilsu sinni. En það sem fulltrúar erfiðisvinnufólksis ' í landinu eiga að gera í uppliafi þefes ara stóru breytingar á vinnutilhög un og launakerfi var að takmarfta vinnutímann í ákvæðisvinnu ðg stytta ófrávíkjanlega í 7—8 stund ir. í Og ég tel að enn sé hægt að gera þetta og að því beri að stefna. Það hefur margur mænt á það að ákvæðisvinna verði það serrt færi fólkinu meiri peninga meiri tekjur. < Ef til vill verður þeim það sem aldrei verður afls vant á meðan þrekið er óbugaS aukin tekjulind, en eins og þetta kemur mér fyFir sjónir er það einungis áukið vinnu álag. Atvinnurekandinn fær alHjaf fyrstu aukninguna síðan fólkið eða duglegasti hluti þess. í rammasamningi þeim sém Alþs. ísl. og V.v. samb. ísl. gerði um framkv. vinnurannsókna í des. 1965 stendur þetta —’, Þar sejm Framhald af 10. síðu. < • I Á KYNFÝSN Kynlífið hefur jafnan verið ofar lega í hugum manna, allt frá því Adam og Eva stigu fyrstu sporin út úr Edensgarðinum, Menn hafa rætt um kynlíf með sýnilegum innblæstri, það hefur verið dýrk að um aldaraðir, verið feimnismál gefið tilefni til kynferðislegra af brota. Sumir eiga við afbrigðilegt kynlíf að stríða — og guð má vita, hversu lengi er hægt að halda slikri upptalningu áfam. Það hefur einnig orðið tilefni hræsnis skapar — eða hver þekkir ekki söguna af kellingunni, sem hneyksl aðist á kallinum, sem lá allsnak inn í sólbaði, beint á móti íbúð hennar. Sú gamla hringdi í ofboði til lögreglunnar og ba'ð þá fjar lægja manninn, sagðist ekki þola slikt fyrir framan heimili sitt. Er lögregluþjónarnir komu á vettvang og sáu manninn á svölunum á móti er hafði gerzt svo djarfur að op inbera Adamsklæðnað sinn frammi fyrir hinni hneyksluðu frú, sögðu þessir laganna verðir: „Þetta er „Sokkabandahistoria" eöa „magahemskynut". allt í lagi, það sést bara niður að mitti“. Þá svaraði sú gamla>: „Standiði bara upp á stól.“ Um þessar mundir er Kópavogs bíó að sýna eina slíka mynd. „Saga þessi fjallar um kynlífið", segir i efnisskrá. Þess konar kvikmyndir hafa verið eru og munu .ávallt verða aufúsugestir áhorfendai Hvers vegna skyldu slíkar mynd iraga svo að sér áliorfendui? það vegna dirfskunnar? Eða er vegna þess að fólk telur sig 1 geta fundið kynferðislífi sínu athvörf, sem það sækisl eftir fanda lífi ,og þurfi þar af leSð i að leita sér nokkurs konar Ilk legrar frjóvgunar með því fcS pa á svona myndir í tíma og ji- a? Eða sækir fólk slíkar kvik ndir sem meðal til eflingar (og tnski lærdóms) kynferðislejirí íbúð sinni? Kannski er það baara eðlilega náttúra manna, som. grípur í taumana. „Öll eruni jú náttúruð“, sagði skáldið til afsökunar. (Hvernig vprt :i með tfianninn, sem nauðgaði dinni.) s ■ !vo enn sé vitnað í efnisskrána finna þessar línur: „Hann er »1 ti fyrr orðinn einn, en að haijii pgötvar að til er nokkuð sém u nafni nefnist „erotik". Hun sir alls staðar við, í búöargluj>g iim, í kvikmyndahúsunum og <i einungis ó sýningartjalditni Idur eínnig i áhorfendasætun i.“ Orðið „erotik" er hér held * C'i Framhald á bls. 10. 30. nóvember 1966 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ 'jt

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.