Alþýðublaðið - 30.11.1966, Síða 13

Alþýðublaðið - 30.11.1966, Síða 13
n mmm O" , —l Síml n Síml 50184. Hver íiggur í gröf íniBini? Mjög spennandi amerísk stór- mynd. Framhaldssaga Morgun- blaðsins. Aðalhlutverk: Betty Davis. ÍSLENZKUR TEXTI. Sýnd kl. 9. Bönnuð börnum. Síðasta sinn. Leðurblakan Ný söngva- og' gamanmynd í lit um Marika Rökk Peter Alexander. Sýnd kl. 7 og 9. Siðasta sinn. Pússningasandur Vikurplötur Einangrunarplast Seljum allar gerðir af pússningasandi heim fluttum og blásnum inn. I'urrkaðar vikurplötur og einangrunarplast. Sandsalan við Elliðavog s.f- Elliðavogi 115. — Sími 30120. Brauðhúsið Laugavegi 12« SMURT BRAUÐ SNITTUR BRAUÐTERTUB SÍMI 24631. Pússningasandur Vikurplötur Einangrunarplast Seljum allar gerðir af pússningasandi heim- fluttum og blásnum inn. Þurrkaðar vikurplötur og einangrunarplast. Sandsalan við Elliðavog s.f. Elliðavogi 115 — Sími 30125. —Ég geri ekki ráð fyrir að ég sé mikið fyrir ferðalög, sagði hún við sjálfa sig. — Það er engu líkara en hluti af mér hafi orð ið eftir í Englandi, því ég get ekki farið þaðan í nokkrar vikur hvað þá lengur. 22. kafli. Fyrstu dagana fékk Candy ekki að vinna, en 3. daginn stuttu eftir morgunverðinn fór Charles með hana niður í vinnuherbergi sitt og þar sýndi hann henni hrúgu af minnisbókum, pappírs bleðlum, ljósmyndum og úrklipp um. — Hvar eigum við að byrja? spurði hann og leit á hrúguna. —Ég held ég hafi ágætis hug mynd, sagði Candy. — Ég vona bara að þú samþykkir hana. Max þarf að ræða um námuna við þig og mér finnst að þú eigir að tala við hann og láta mig um að blaða í þessu. Þegar ég er búin að fá eitthvert lag á hlutina — sögulegar staðreyndir á einn stað, þjóðsögur á annan og mynd ir á þann þriðja — getum við at hugað allt og þú ákveðið hvar er bezt að byrja. Charles leit þakklátur á hana. — Þett er góð hugmynd Candy. Það tók hana marga daga að koma reglu á allt og þá fyrst gat Charles farið að ákveða hvern ig hann vildi hafa bókina. Þeg ar því var lokið varð þetta á- nægjulegt starf. Þau sátu klukku tímum saman inni í svölu vinnu herberginu og skrifuðu og völdu myndir bæði gamlar og nýjar, sem Candy tók. Það kom henni á óvart að sjá hve mikið Max vann þegar hann þurfti þess með. Hann var meiri hluta dagsins i námunum eða á ekrunum, sem voru í margra milna fjarlægð. Smátt og smátt yf irvann Candy ótta sinn við hesta og hún fór í útreiðarferð daglega. Stundum fóru þau fjögur saman en stund um voru þau Max tvö ein. Stundum lék hún tennis við Gabriellu meðan mennirnir voru að vinna og einstöku sinnum fóru þau í ökuferðir upp í fjöllin. Skriftirnar gengu vel og smátt og smátt safnaði hún saman stað reyndum og skrifaði þær niður með ívafningi af ótrúlega mikilli þekkingu Charles á landi sínu. Candy hafði mjög góðan og litríkan stíl. Henni fannst afar skemmtilegt að skrifa. Hún fékk nokkur bréf frá Eng- landi. Dan skrifaði og sagði að allt gengi eins og það ætti að ganga á vinnustofunni og Bever ley skrifaði og sagði hve vel henni hefði tekizt í síðasta hlut verki sínu. Hvorugt þeirra minnt ist á Fred. . . . Dag einn þegar Candy var að koma heim eftir að hafa tekið myndir af píramída kom bráf frá Roger. Hún tók bréfið og hélt lengi á því líkt og lítil telpa, sem veit ekki hvort hún á hlutinn eða livort henni ber að afhenda hann öðrum Hún vildi ekki eiga þetta bréf — hún vildi ekki lesa það sem Roger skrifaði. Hún horfði út um gluggann á fólkið sem sat í garðstólum. Charles var með skjalahrúgu og rétti Max eitt þeirra en Gabriella kom auga á hana veifaði og hróp aði. — Komdu og fáðu þér kaffi bolla. Candy lét sem hún hefði ekki heyrt það, hún varð að opna bréf Rogers í einrúmi og nú tók hún kjark í sig. Það leit út fyrir að Roger hefði fengið Dan til að segja sér heim ilisfang hennar í Mexikó því hann skrifaði henni hverja blaðsíðuna á fætur annarri og bað hana um að snúa aftur til Englands og sín. „Ég skal gera þig hamingju sama,“ skrifaði hann „Allir spyrja um þig og ég neyðist til að segja að þú hafir farið l ferðalag. Það er báglegt að verða að játa sig sigraðan eftir svo skammvinnt hjónaband.“ Hún leit upp. „Allir spyrja um þig“. . . Var það þetta sem hann hafði áhyggjur af? Álit vina og kunningja? Var það aðeins sært stolt og hégómagirnd sem fékk hann til að biðja hana um að koma aftur til sín? Hann er huglaus, hugsaði hún. Hann er ekkert skárri en Eric Garrett — aðeins öðruvísi. Eric hafði aðeins hugsað um sjálfan sig og hlaupizt á brott og falið sig til að losna við að segja henni sannleikann, en Roger óttaðist öllu meira það sem aðrir héldu um hann. Hann var eins og Eric og vildi heldur málamiðlun en baráttu. Af hverju — ó af hverju hafði hún tvisvar gefið sig svona mönn um? Öðrum hjarta sitt ,hinum líf sitt. Hún hafði flúið einmana leikann með því að giftast Roger en nú vissi hún að með því hafði hún aðeins orðið meira einmana en fvrr og sorgmæddari. Afgangurinn af bréfinu var ein endurtekning — tilraun hans til að sannfæra hana — og sjálfan sig — um að allt yrði gott ef hún aðeins kæmi til hans aftur. Roger vildi fá hana og hún vissi að hún varð að fara til hans hún varð að standa við hjónabands heit sitt. Gabriella og Max gengu í garð inum og Candy virti þau fyrir sér hlýddi á hlátur Gabriellu og sá hana tína blómin. Candy þráði að vera við hlið mannsins með koparlita hárið. Hann leit upp að glugganum og hún beygði sig niður eins og hún væri að taka eitthvað upp af gólf inu því að hún vildi ekki að hann sæi að hún væri að horfa á hann Samt fann hún straum fara um sig við tilhugsunina um að hann hefði einnig verið að skyggnast um eftir henni. Sama kvöld sagði hún honum frá bréfi Rogers. Pálmarnir báru við himin og loftið var höfugt af blómailm. Max gekk við hlið Candy og reykti sígarettu. —Svo að þú ætlar að fara aft ur til Rogers, sagði hann. — Hann er maðurinn minn. Það er ekki hægt að skilja eftir fáeina mánuði, ég vil gera eina til raun enn. — Það var ekki þér að kenna að hjónaband ykkar misheppnað ist. — Ég veit ekki — ég giftist Roger sjálf án þess að elska hann og hann vissi það. Ég sagði hon um það. — Það var heiðarlegt. — En ég trúði því að ástin kæmi með timanum. — Af hverju varstu að giftast strax? Af hverju beiðstu ekki? — Ég var búin að missa alla þá sem ég elskaði. Ég var hræði- lega einmana. Nú veit ég að það var heimskulegt — ég veit að allt varð erfiðara, en ég verð að til heyra einhverjum, Max. Ég veit það er heimskulegt, ég hef starf mitt og vini mína en ég held að innst inni sé ég ein af þessum konum sem ekki geta lifað án þess að einhver elski þær. Hún fór hjá sér. — Sem betur fer ertu kvenleg fram í fingurgóma. Ég bæri meiri virðingu fyrir manninum þín- um ef hann sæi hvað hann á og liéldi sig við það í stað þess að hlaupa á eftir gamalli kærustu. Þau settust við tjörnina. — Þú átt víst ekki sígarettu Max? Hann rétti henni sígarettu og kveikti i henni. — Ertu viss um að Roger haldi ekki áfram að hlaupa á efth’ henni Mariu þó þú komir aftur til hans. — Heldurðu að hann hefði þá skrifað og beðið mig um að koma aftur til sín? spurði Candy. —Ekki vildi hann að þú færir frá honum og samt hljóp hann, benti Max henni á. — Og það var ekki vegna þess að hann vissi loks að það varst þú sem hann vildi og hætti þar með að hugsa um hina. Þú sagðir sjálf að hanh hefði ekki viljað að þú færir vegna þess að hann hefði á- kveðnar hugmyndir um helgi hjónabandsins. — Ég hef þær einnig, Max. — Þú reyndir að láta allt bless ast og þú gerðir þitt bezta sagði hann. Roger vill aðeins halda hjónabandinu áfram til að létta á eigin samvizku og fá allt til að líta vel út. Þetta var eiginlega það sem henni hafði fundizt sjálfri þegar hún las bréf Rogers en henni fannst hún verða að segja: — Þú ert harður í hans garð. —Ég þoli ekki fólk, sem ekki veit hvað það vill. Þeir eyði- leggja annarra líf. Hann stóð svo þétt við hana að öxl hans snart hana og skyndi lega fann hún að hann horfði á hana. Jafnvel þó rökkrið um hverfði þau sá hún að hann beygði sig til að horfa framan í hana. Hún greip andann á lofti og hjarta hennar sló ótt og títt. —Af hverju horfirðu svona á mig? — Ég er að reyna að brenna mynd þína í hjarta mitt. — Þú getur ekki einu sinni séð-mig almennilega. Hún reyndi að hlægja til a'ð losa um spenn una en þegar Max tók aftur til máls talaði hann hægt og mjög lágt og hann vildi að orð hans næðu aðeins að eyrum hennar. — Ég get lokað augunúm og séð þig samt —enni þitt og hár égrsé varir þinar — þú brosir — og augu þín, þú ert ringluð. Jafn vel þó myrkrið byrgi mér sýn á ég andlit þitt innra með mér og enginn getur tekið það frá mér. Þannig á ég þig einnig, hugs- aði hún, Ó, Max þannig er ást in. Þá eignast maður þann, sem ♦ Endurnýjum gömlu sængurnar, Eigum dún- og fiðurheld ver gæsadúns- og dralon-sængur og kodda af ýmsum stærðum. Dún- og fiðurhreinsun Vatnsstíg 3. Sími 18740. (Örfá skref frá Laugavegi). ■' 30. nóvember 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ 1 *

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.