Alþýðublaðið - 30.11.1966, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 30.11.1966, Blaðsíða 6
Eins og þegar hefur verið frá skýrt í Alþýðublaðinu voru til- lögur og álit skipulags og laga n efindar ASÍ-þingsins, samþykkt á þinginu sl. miðvikudagskvöld með nær öllum greiddum atkvæðum gegn einu. Fór atkvæðagreiSslan fram í þrennu lagi, fyrst um álit og tillögur, síðan um ákvæði til bráðabirgða og loks tillaga um kosningu skipulagsnefndar, er staxfa skal fram að framhaldsþingi sem haldið verður í nóvember. Hér fara á eftir élit og tillögur nefndar innar: 30. þing A lþýðusambands íslands ítrekar fyrri samþykktir sambands þinga um íkipulagsmál. Á grund velji þeirra og með hliðsjón af feng inni reynslu, lýsir þingið yfir því að það teli.r að leysa beri skipu lagsmálin í aðalatriðum á eftirfar andi grundvelli: 1) Alþýðu.jambandið verði heild arsamtök v<a-kalýðsins, byggt upp af landssnn böndum stéttarfélaga í meginatriðim á grundvelli fyrri samþykkta og þeirrar þróunar, sem siðan hefur orðið. Þeim nú verandi f:a nbandsfélögum, sem ekki verður skipað í landssamband skal heimil Éframhaldandi bein að ild að Alþ\ Susambandinu, en leit ast skal við að skapa möguleika á að þau geti skipað sér í landssam bönd. Blöneuð féiög t.d. sjómanna og | verkamanna geta átt aðild að fleiru cn einu landssambandi, méð deildarskipttngu, eða öðrum hætti sem samkomulag verður um milli viðkomandi landssambanda og fé laga. Jafnframt geri stjórnir Iands sambandan:;a f samráði við aðild arféiögin og viðkomandj fjórðungs sambönd áratlun um stækkun fé- lagssvæða o| aðrar tiltækar aðgerð ir ,tii að treysta starfsgrundvöli hinna smærri félagseininga. 2) Landssamböndin verðj skipu- lögð eftir starfsgreinum og fari þau með m/Jefni starfsgreinarinn ar eftir því sem fyrir verður mælt í lögúm ASÍ og samþykktum landssambandanna. 30. þingi Aiþýðusambands íslands þar á meðal kosningum samkvæmt 41. grein og 24. grein sambands laganna, skal þinghaldi frestað. Þingið skal kvatt saman að nýju eigi síðar en 15. nóv. 1967 og skal verkefni þess það eitt að fjalla um tillögur laga- og skipulagsnefnd ar og eða breytingatillögur sem fram kunna að koma í sambandi við þær. Þingið hefur vald til að gera breytingar á lögum og skipulagi Alþýðusambandsins samkvæmt 52. grein laga sambandsins. Rétt til þingsetu eiga fulltrúar sem kjörnir voru á 30. þing ASÍ eða varamenn þeirra sbr. þó á kvæði 33. greinar sambandslag- anna. Við atkvæðagreiðslur um lagabreytingar skal viðhafa alls- herjaratkvæðagreiðslu og hefur 'iver fulltrúi jafnmörg atkvæði og félagsmannatölu þeirri nemur, sem hann er fulltrúi fyrir. Nú vill félag senda færri full trúa en það á rétt til, og fara þá fulltrúar (fulltrúi) þeir sem mæta með atkvæði, miðað við heildar tölu félagsmanna. 30. þing ASÍ samþykkir að kjósa nefnd í laga- og skipulagsmálum. Nefndin starfi til framhaldsþings og geri tillögur um nauðsynlegar breytingar á lögum og skipulagn ingu ASÍ. Tillögur nefndarinnar skuli lagð ar fyrir framhaldsþing það, er halda skal samkvæmt bráðabirgða ákvæði laga ASÍ, en meginefni tillagna sinna, skal nefndin senda sambandsfélögum fyrir lok marz mánaðar 1967. Sambandsfélögin skulu ræða og taka afstöðu til tillagnanna eigi síðar en mánuði fyrir framhalds þingið. Eðvarð Sigurðsson, Óskar Hall- grímsson, Jón Sn. Þorleifsson, Jóna Guðjónsdóttir, Pétur Sigurðs son, Bjöm Þórihallsson, Björgvin Sighvatsson. Með fyrirvara: Jón Ingimarsson, Sveinn Gamalíels son, Jón Bjarnason. Dúfnaveizla Laxness var sýnd í fyrravetur við geysiniikla aðsókn og vinsældir. Leikritið var tekið aftur til sýningar í vetur og í kvöld verður það sýnt í 10. sinn á þessum vetri. Hefur ævinlega verið húsfyllir. Myndin hér að ofan er úr einu atriði leiksins, talið frá hægri: Borgar Garðarson, Haraldur Björnsson og Hclga Bachmann. Sðgur og sagnir úr Vestmannaeyjum Skuggsjá hefur látið gefa út „Sögur og sagnir úr Vestmanna- eyjum“, sem Jóhann Gunnar Ól- afsson hefur tekið saman. Um út- gáfu þessarar bókar, seigir svo á kápusíðu: „Árin 1938 og 1939 komu út tvö hefti af Sögum og sögnum úr Vestmannaeyjum, sem Jóhann Gunlnar Óiafsson hafði saftiað1. Hefti þessi séidust fljótlega upp, enda mun upplag þeirra hafa ver- ið takmarkað. Var því horfið að því ráði að prenta sagnir þessar á ný og er hér, í þessari bók, að finna allar þær sagnir, sem í heft unum tveim voru, nema nokkuð hefur verið fellt burt af kveðskap þeim, sem var í 2. hefti. Hinsveg- ar hefur verið bætt við nokkrum smáþáttum og einnig fylgir þess- ari útgáfu ýtarleg nafnaskrá, sem ekki vannst tími til að láta fylgja fyrstu útgáfu sagnanna." Sagnir þessar eru flokkaðar nið ur í eldri og yngri sagnir og taka þær yngri yfir megin hluta bókar- innar, en hún er alls 268 hls. að stærð. Fyrsta sögnin í bókinni er tekin úr Þjóðsögum Jóns Árna- sonar. Er hún örstutt og hljóðar á þessa leið: „Sú sögn er og til um Vest- mannaeyjar, að tröll hafi átt að kasta þeim út á sjó þangað sem þær eru, og það allt sunnan af Hellisheiði, en ókunnugt er mönn um um önnur atvik að því.“ GJörbreyting verð ur á skipulagi ASl 3) Núverandi sambandsfélög verði aðUar að landssambandi viðkom andi starfsgreinar og kjósi fulltrúa á þing þess, eftir nánar ákveðn um refrlum. 4) Landssamböndin verði beinir aðilar að Albýðusambandinu og þing ASÍ verði skipað fulltrúum landssamban<tanna, og félaga sem utan þeirra kunna að standa, kjörn um eftir resrlum .sem settar verða ílögum Aibvðnsambandsins. 5. Réttamaða núverandj fjórð- ungssambanda og fulltrúaráða verði akveðin í Jögum Alþýðusam bandsins. Fjórðungssamböndin og fulitrúa ráðin vei’ði tengiliður milli félaga á sambandssvæ«i sínu, landssam bandanna og ASÍ. Þan favf .=ameiginieg mál- efni félasanna n* hafi á hendi þjón ustu fvrirgreiðslu fyrir þau. Þegar lokið er afgreiðslu máia á l eina tíð voru svokölluð Farth -g, frímerki á ferð og flugi um íða veröld, en nú sjást þau, ekki 'ngur á póstsendingum, aðeins í ilbúmum frímerkjasafnara. Farth ng-myntin er nefnilega ekki ieng ur í gildi í brezka heimsveldinu Farthing var mjög lág mynt, lík lega liálægt einum eyri ísl. Og hér kemur mynd af frímerki £ Ber- muda-eyjum yfirprentað með orð unum „One Farthing". Einhverjir mundu ef til vill spyrja sem svo: „Hvaða póst var hægt að flytja fyrir svo lágt burðargjald?“ Jú, þetta Bermuda-frímerkl var notað á dagblaðapóst. Prentað mál er venjulega í lægri taxta hjá póst húsunum en bréfa-póstur, hvað burðargjöld snertir. Allt fram að aldamótunum 1900 var það svo á Bermudaeyjum, að allur blaða- póstur var burðargjaldsfrír en sú breyting varð á eftir það, að frí- tnerkja þurfti prentað mál með ein um Farthing. Þessar nýju reglur um burðargjald fyrir prentað mál voru ákveðnar skömmu fyrir jól árið 1899 og var þá þegar sent hraðskeyti til prentsmiðju einnar í London og hún beðin að sjá um útgáfu á eins Farthings-frímerkj um, helzt fyrir áramót. Prentsmiðj an reyndi að hraða prentuninni og gerði sitt bezta til þess að frí- merkin yrðu tilbúin í tæka tíð. Fyrst var ákveðið að yfirprenta eins shiilings-merki, sem nóg var til af, en fljótlega var horfið frá þessu, einhverra hluta vegna, lík iega þó vegna litarins, sem var of líkur hærri verðgildum af Ber muda-frímerkjum. Hinsvegar var nú tekið til við að prenta þessi shillingsmerki í gráum lit og yfir prenta þau síðan með „one Farth- ing“. En allt tekur sinn tíma. Hinn 1. janúar 1900 voru þessi frímerki enn ókomin til Bermuda íbúar eyjanna fengu því blaðapóst sinn burðargjaldsfrítt fram til 11 janúar en þá komu loks þessi frí merki frá London. Um upplag þessara „one Farth ing“-frímerkja er ekki vitað ,en mikið var prentað af þeim, og þótt nú séu liðin nær 66 ár frá útgáfu þeirra, er ekki mjög erfitt að eign ast þau. Það var víst árið 1908, sem Ber muda-eyjar fengu Farthing merki án yfirprentunar, en eftir heims styrjöldina fyrri, er allt tók að stíga í veröi, urðu Farthing-merki ekki hentug á póstsendingar vegna síns lága verðgildis. Síðan 1930 hafa þau ekki verið notuð og eins og áður er sagt, er Farthings- myntin ekki lengur í gildi í brezka heimsveldinu. Frímerkjaþátturinn var beðinn að geta þess að lítil prentvél hand knúin er til sölu. Hentug fyrir þá, sem vildu prenta fyrstadags-umslög sín sjálfir t.d. frímerkjaklúbba. Þeir sem vildu fá nánari upplýsing ar, sendi þættinum línu. Verð vél arinnar er nálægt 7 þús. kr. Utan áskrift þáttarins er: Frímerkja- þáttur Alþýðublaðsins, Hverfis- göíu 8 — 10 R.vík. g 30. nóvember 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.