Alþýðublaðið - 30.11.1966, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 30.11.1966, Blaðsíða 8
Kína í SÞ UTANRÍKISMÁL voru mikið rædd á flokksþingi Al- þýðuflokksins, sem fram fór síðustu helgi. Komu fram ýmsar tillögur um þau mál og voru yfirleitt samþykkt ar. í stjórnmálaályktun þingsins er almennur kafli um utanríkismáli og grundvallarviðhorf Alþýðu- flokksins til þeirra. Hér fara á eftir tillögur um ein- stök mál, sem samþykktar voru. Friður í Víetnam 31. þing Alþ.ýðuflokksins harmar þau grimmilegu örlög, sem viet- íiainisku þjóðinni hafa verið búin með samfelldum ófriði í tvo ára- tugi, Skorar fiokksþingið á allar þjóðir, sem hlut eiga að máli, að setjast þegar að samningaborði og binda friðsamlegan endi á styrj- öldina, sem nú geisar. Friðsamleg lausn hlýtur að byggjast á því, að allir utanaðkomandi herir og öll utanaðkomandi vopn verði fjarlægð samtímis úr landinu. Öryggi þess og friður verði tryggður með alþjóðlegum samningum og stýrk Sameinuðu þjóðanna. 31. þing Alþýðuflokksins telur, að utanríkisstefna kínverska alþýðu- lýðveldisins hafi verið í ósamræmi við sáttmála Sameinuðu þjóðanna, sérstaklega innrásirnar í Tíbet og Indland, og því ekki eðlilegt, að Kínverjum væri boðin þátttaka í bandalaginu. Þrátt fyrir þetta er til lengdar óraunhæft að viðurkenna ekki stjórnina í Peking og halda henni utan við alþjóðasamtök. Flokks- þingið telur því, að stefna beri að þátttöku kínverska alþýðulýðveld- isins í Sameinuðu þjóðunum, sérstaklega ef það gæti stuðlað að friði og jafnvægi í Suðaustur-Asíu og aukið líkur á samkomulagi um takmörkun kjarnorkuvopna og afvopnun. Taiwan verði að sjálfsögðu áfram aðili að bandalaginu. Flokksþingið telur eðlilegt, að 21. Allsherjarþing Sameinuðu þjóð- anna skipi nefnd til að ræða þessi mál við stjórnina í Peking, og telur að sendinefnd íslands eigi að styðja tillögu ítala í þá átt. Þróunarsjóður 31. þing Alþýðuflokksins telur mikla þörf á, að upp verði tekin af fsiands hálfu aðstoð við þróunarlöndin. Telur þingið að stofna eigi í þessu sk.vni sérstakan sjóð, sem m. a. fái árlegt framlag á fjár- lögum ríkisins. Stuðningur við NATO 31. þing Alþýðuflckksins ítrekar fyrri samþykktir sínar um stuðning við Atlantshafsbandalagið og þá stefnu, að þegar friður er orðinn traustur í heiminum, skuli ekki vera erlendur her í landinu. Nýlendustefna fordæmd 31. þing Alþýðuflokksins ályktar að lýsa stuðningi við frelsisbaráttu ófrjálsra þjóða og fordæmir nýlendustefnu í sérhverri mynd, sem og hvers konar kynþáttamisrétti, hvar og hvenær, sem því er beit. Tel- ur þingið, að sendinefnd íslands hjá Sameinuðu þjóðunum eigi hér eftir sem hingað til að leggja sérstaka áherzlu á þessi mál í störfum sínum. : ■■ ;:ý simrnMm .s • ■■.• .:■■■•■ •v' 'MM i Ottó Árnason, Ólafsvík, , ræðustól á flokksbina:inu. Bragi Sigurjonsson, Akureyrir, talar á flokksþinginu, Wi gj 30. nóvember 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ Maður i fréttunum Sigurvegarinn í kosningunum í Danmörku á þriðjudaginn var að atkvæði þingmanna Sósialistíska íska þjóðarflokksins (SF). Flokk- urinn tvöfaldaði þingmannatölu sína og hlaut 20 þingsæti. Segja má, að þessi sigur flokksins hafi verið kærkomin afmælisgjöf. Átta ár voru liðin frá stofnun flokksins daginn sem kosningar- nar voru haldnar. Með þessum kosningasigri hef- ur Aksel Larsen í annað sinn veitt dönskum jafnaðarmönnum þungar búsifjar. í kosningunum haustið 1945 vann kommúnista- flokkurinn, sem þá var undir hans forystu, 18 þingsæti. Kommúnist ar áttu fyrst og fremst Larsen þennan sigur að þakka, en hann hafði verið ráðherra án ráðuneyt is í þjóðeiningarstjórninni, sem setið hafði að völdum um sumar ið. Nú hefur Larsen unnið enn þá meiri sigur. Hann er nú 69 ára að aldri. Eftir hina góðu frammistöðu danskra kommúnista í kosning- unum 1945 hallaði sífellt undan fæti fyrir flokknum, undir for- ystu Aksel Larsens. Kommún- istar fengu 9 þingsæti 1947, 7 1950, 8 1953 og 6 1957, og í þing, kosningunum 1960 fengu þeir ekki einn einasta mann kjörinn. En í þeim kosningum tókst Aksel Larsen aftur á móti að tryggja Sósíalistíska þjóðarflokknum 11 þingsæti. Árið 1964 fengu þjóðsósíalistar 10 þingsæti, og í jafnaðarmanna- flokknum var enn .litið svo á, að SF væri dægurfluga, sem byggð- ist eingöngu á persónulegum á- 'hrifum Aksel Larsen. ★ KLOFNINGUR En síðan hafa meðal annars úr slit bæjar- og sveitarstjórnarkosn inga sannfært jafnaðarmenn um að ekki sé hægt að telja SF utan garðsflokk, heldur sé í raun og veru að rísa upp klofningur í dönsku verkalýðshreyfingunni, sem eigi sér euga hliðstæðu á Norðurlöndum nema í finnsku verkalýðshreyfingunni og þeirri íslenzku. Aksel Larsen sagði skilið við kommúnistaflokkinn og stofnaði hinn nýja flokk sinn 1958. Hinn 15. september það ár var hann rekinn úr embætti formanns mið- stjórnar flokksins, enda hafði hann þá fylgt stefnu, sem gerði það að verkurn, að hann lenti í hörðum deilum við danska Mosk vukommúnista. Aksel Larsen sló á strengi þeirra hræringa, sem gripu um sig sums staðar í Austur Evrópu eftir Ungverjalandsupp- reisnina og leiddi til þjóðíegs kommúnisma í Júgóslavíu, en slíkir menn snéru óhjákvæmilega baki við Moskvu, ★ KJARNI KOMMÚNISTA Engu að síður var það kjarni úr danska kommúnistafloikknum sem Aksel Larsen tók með $ér í SF og byggði hinn nýja flokk á,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.