Alþýðublaðið - 30.11.1966, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 30.11.1966, Blaðsíða 15
Verðlækkanir Framhald aí' bls. 1. en þeir gerðu sér vonandi ljósa nauðsyn þessara aðgerða. Rakti forsætisráðlierra síðan ýmis efnisatriði frumvarpsins og lagði til að því yrði vísað til 2. urnræðu og fjárhagsnefndar. Eysteinn Jónsson (F) sagði, að þetta frumvarþ fjallaði alls ekki um kjarna þess vanda, sem við væri að etja. Þetta væri frum- varp um verðlagseftirlit, en ekki verðstöðvun. Hefði raunar ríkis- stjórnin þegar í lögum, nær allar þær heimildir, sem þetta frum- varp fæli í sér. Kvað Eysteinn þetta frumvarp aðeins flutt í aug- lýsinga.skyni, því nú væri ríkis- stjórnin búin að koma öllum ríkis- búskapnum í sjálfheldu. Hann kvað mikla dýrtíðaröldu enn eiga eftir að skella hér yfir. Spurði hann síðan hvers vegna ríkisstjórn in hefði ekki beitt þessum aðgerð- um fyrr, ef þetta væri svo auð- velt viðfangs. Hann vék að niður- greiðslunum, sem nú væru komn- ar upp í allt að 730 milljónir á ári, og ef til vill meira, en rúm- iega 200 milijónir vantaði á fjár- lög til að standa straum af þess- um kóstnaði og hækkun fjölskyldu bóta. Gylfi Þ. Gíslason viðskiptamála- ráðlierra kvað öll þessi rrtál iiafa verið rædd ítarlega á flokksþingi Alþýðuflokksins um síðustu helgi, og þar verið samþykkt að styðja þær grundvallarráðstafanir, sem í þessu frumvarpi fælust. — Það er brýnasta hagsmuna- mál þjóðarinnar nú, að vasklega verði brugðið við í þeim vanda,' sem nú er við að etja og koma í veg fyrir hækkanir innaniands, um þetta er nauðsyn að samstarf komist á. Mér er til efs, að al- menningur geri sér ljósa þá grund , vallarbreytingu, sem átt hefur sér stað -á verðlagi útflutningsafurða okkar, sagði 'hann. Kvaðst Gylfi þess vegna í viðbót við það, sem forsætisráðherra hefði sagt, vilja vekja athygli á eftirtöldum stað- reyndum: Miðað við verðlag 1965 er heild- arframleiðsla sjávarafurða í ár um 80 milljón krónum minni. Verðhækkanir urðu síðari hluta árs 1965 og fyrri-hluta 1966. Með- alverð þorskafurða hækkaði um 10% og meðalverð skelfisksafurða - um 5%, en meðalverð útfluttra . síldar- og loðnuafurða lækkaði hinsvegar um 12%. Heildai'verðið 1966 er 2% iægra en verðið var 1965. Ef það verð sem er nú, hefði gilt allt þetta ár, sagði Gylfi, hefði verðmæti útfluttra þorskafurða aukizt um 3—4% framyfir það sem var í fyrra, en verðmæti síid- ar og loðnuafurða hefði orðið 28 % lægra. Heildarl. í ár á þorski, síld og loðnuafurðum væri því 13%. Ef aflinn væri áætlaður til áramóta, mundi þetta líta þannig út, að verðmæti fiskframleiðslu okkar í ár hefði numið 5675 millj- ónum króna miðað við verðlag í fyrra, miðað við meðalverð í ár næmi verðmætið 5555 milljónum króna, en ef miðað væri við verð- ið í dag, væri verðmætið ekki nema 4925 milljónir króna, eða I væri 750 milljónum króna minni en orðið hefði ef verðlag ársins í fyrra hefði haldizt og 630 millj- ónum króna minna, en ef miðað væri við meðalverðið í ár. Viðskiptamálaráðherra -gat þess síðan, að landbúnaðarframleiðsl- an í ár mundi nokkurnveginn ó- breytt, og iðnaðarframleiðslan í' ár svipuð. Af þeim tölum, sem ég hef hér að framan nefnt, sagði ráðherra, má sjá hversu alvarlegu lágmarki verðlagsmJllin hafa nú náð. Ef lit- ið er á magnaukningu þjóðarfram- leiðslunnar verður þa|5 uppi á teningnum, sagði hann, að hún er 3—3,5%, en vegna versnandi við- skiptakjara verður aukning sjálfra þjóðarteknanna aðeins 2% eða sama og nemur fólksfjölguninni hér, og ef verðlag helzt óbreytt frá því sem nú er á næsta ári, mun það hafa í för með sér, að þessi versnandi viðskiptakjör vega upp á móti 4% aukningu þjóðar- framleiðslu, en um það hfrfur þjóðarframleiðslan vaxið undan- farin, ár. Þetta eru mikilvægar staðreyndir, sagði ráðherra. Okk- ur er nú lífsnauðsyn að staldra við og koma í veg fyrir að út- flutningsframleiðslan minnki að magni til vegna hækkandi tilkostn aðar innanlands. Slíkt mundi hafa í för með sér versnandi lífskjör og verður að beita öllum tiltæk- um ráðum til að koma í veg fyrir að svo verði. Lúðvik Jósefsson sagði, að ræða Gylfa hefði verið mjög villandi og hann reynt að draga upp ein- hverja hi-yllingsmynd af óstand- inu, en þó væri alls ekki ljóst enn, hvernig ástandið í þessum verð- liagsmálum yfirleitt væri. Hann sagði, að ríkisstjórnin væri að reyna að skjóta sér undan vand- anum. í frumvarpi hennar væri ekkert sem segði að verðlag ætti að stöðvast, heldur væri aðeins um -heimildir að ræða. Stefna rík- isstjórnarinnar fær ekki staðizt, sagði Lúðvík, og hún verður að víkja frá henni. Hann gagnrýndi síðan alltof hiia álagningu á mörg- um sviðum, sem hefði mjög hækk- að undanfarin ár, og taldi að mjög þyrfti að breyta skipan eftirlits með verðlagi, því fáránlegt væri ef nú ætti að fara að löggilda þá háu álagningu, sem nú væri í gildi. Lúðvík varð að gera hlé á ræðu inni, er fundartíma var lokið kl. fjögur, en hann hélt áfram ó síð- degisfundi og sagði þá meðal ann ars, að það væri engin lausn að stöðva verðlagið eins og það væri, heldur þyrfti nú þegar að taka upp mjög öflugt verðlagseftirlit. Þá kvaddi :sér hljóðs Bjarni Benediktsson forsætisráðherra, hann kvað stjórnarandstæðinga .viðurkenna, að einhverra aðgerða væri þörf vegna aðstöðu atvinnu- veganna. Bjarni kvað skýrt að orði um það, að heimild frum- varpsins um verðstöðvun yrði beitt, þegar það væri orðið að lög- um. Skoðanir manna væru skiptar um verðlagseftirlit sagði hann, og vafalaust væri verðlagseftlitið hér orðið gagnslítið, en um langan tíma væri strangt verðlagseftirlit ekki raunhæft, því menn virtust ævinlega finna leiðir til að fara í kring um það. Einar Olgeirsson sagði, að ætl- un frumvarpsins og ríkisstjórnar- innar væri að ihalda niðri kaupi verkamanna. Sneri hann sér síðan að álagningarmálum og sagði frjálsa ■ samkeppni ekki til hér, vitnaði meðal annars til oliufélag- anna, og -sagði einnig, að heild- salar hér hefðu með sér samtök mn að halda uppi verði og sendu út leynilega lista um álagningu. Minnti hann á frlá-sögn Alþýðu- blaðsins um heildsalann, sem neit- aði að selja ákveðinni verzlun barnaföt, vegna þess að verzlun- in legði ekki nógu mikið á. Ljúka átti fyrstu umræðu um málið í gærkvöld. Flokkstjórn FramHalo af X. sfða. Friðjón Skarphéðinsson, Ak. Kristján Sigurðsson, Sigluf. Einar M. Jóhannesson, Húsav. Magnús Bjarnason, Sauðárkr. Sigurjón Sæmundsson, Sigluf. Steindór Steindórsson, Akur. Austurland: Arnþór Jensson, Eskifirði Guðlaugur Sigfússon, Reyðarf. Gunnþór Björnsson, Seyðisf. Hilmar Hálfdánarson, Reyðarf. Sigurjón Kristjánsson, Neskst. Varamenn í flokksstjóm utan Reykjavíkur og nágrennis: Su'ðurland: Guðmundur Jónsson, Selfossi Eggert Sigurlásson, Vestm. Ásgeir Ágústsson, Stykkish. Stefán Guðmundsson, Hverag. Reynir Guðsteinsson, Vestm. Snæbjörn Einarsson, Helllss. Ásgeir Einarsson, Keflavík Sigríður Ólafsdóttir, Akran. Sigríður Jóhannesdóttir, Keflv. Vestfirðir: Ingibjörg Finnsdóttir, ísaf. Sigurður Jóhannesson, ísaf. Óli. Jóh. Sigmundsson, ísaf. Eyjólfur Bjamason, Suðureyri Guðmundur Andrésson, Þing. Páll Jóhannesson, Patreksf. Eyjólfur Jónsson, Flateyri Norðurland: Jón Þorsteinsson, Blönduósi Þorvaldur Jónsson, Akureyri Guðmundur Hjálmarsson, Blö. Jóhann G. Möller, Siglufirði Einar Fr. Jóhannesson, Húsav. Björn Guðmundsson, Hv.taniga Þorsteinn Hjálmarsson, Hofs. Kristján Jóhannesson, Dalvik Austurland: Egill Guðlaugsson, Fáskrúðsf. Ari Bogason, Seyðisfirði Sigurður Pálsson, Borgarfirði Steinn Jónsson, Eskifirði Kristján Imsland, Hornafirði. Framhald af 11. síðu. ar með góðu langskoti, þá ná Þjóð verjarnir hröðu upphlaupi og skora, en Sig. Einarsson skorar af línu eftir sendingu frá Erni. Nú ná gestimir tveimur hröðum upphlaupum og -skora úr toáðum og skömmu síðar er Erni vikið steinn var allan timann í mark- inu en það var mikill misskiln- ingur hann átti stórgóðan leikj í fyrri hálfleik, en tók varla, bolta í síðari hálfleik. Nær hefði verið að skipta og setja Kristófer inn á þá. Gunnláugur fvrirliði stóð sig vel í sókninni, en var með afbrigðum lélegur bakvörð ur. Ingólfur átti góðan dag, en má ekki láta skap sitt bitna á meðspilumm sínum. Sig. Finars- son var að vanda góður og þeir bræður Örn og Geir sömuleiðis, en Geir fékk ekki að vera nógu mikið inn á í seinni hálfleik) Hermann var góður í fyrri hálif- leik en týndist í þeim seinni Mörkin skoruðu: i , ísland: Ingólfur 5, Gunnlaugur 4* Geir, Örn, Hermann 3 hver.Jón og Si:g. Einarsson 1 hvor. V-Þýzkaland: Lubkink 8, Hönn; ige, Schmidt 4 hvor, Heger, Mii ehleisen 3 hvor, Bartels 2, Feld-; hoff 1. Vikið af leikvelli í tvær mín. Öm Hallsteinsson og Guðjón Jónsson. af leikvelli fyrir lítilvægt. brot og á meðan skora Þjóðverjanrir og jafna nú 15-15 á 15. mín. Á sömu mín. er Sig. Einarsson í færi en er hindraður og viti er réttilega dæmt, en Hermann er óheppinn og skot hans lend ir í stöng. En næsta vítakast tekur Gunn laugur og skorar örugglega 16- 15. Gestirnir jafna en Gunnlaug ur nær yfirhöndinni, aftur jafna beir, en enn skorar Gunnlaugur, en næstu þrjú mörkin em þýzk. Þá er staðan orðin 18-20. Gunn- laugur minnkar muninn, en þá bæta Þjóðverjamir tveim mörk- um við Á 29. mín. skorar Geir úr hörðu upphlaupi, en þeir býzku eiga síðasta mark leiks- ins eins og að innsigla sigur og lokastaðan er 20-23, nokkuð, sem fáir höfðu þorað að vonað, en olli þeim þau vonbrigðum sem horfðu á leikinn. 4r Liðin. Þýzka liðið er gott og það sterkasta miðað við það hversu jafnt það er. Þeir virðast ekki tefla í neina tvísýnu heldur leika af öryggi og nákvæmni. Hraðinn er ekki svo mikill, en þó bru'gðu þeir fyrir sig miklum hraða oft á tíðum. Liðið er skipað hávöxn um leikmönnmu, sem virðast margir hverjir heldur þungir á fæti. Beztu menn liðsins vora markvörðurinn í síðari hálfleik og þeir Lubking og Schmidt, sem er hávaxinn og nýtur þess í skot- um. íslenzka landsliðið átti allgóð- an leik, lék fyrri hálfleik af ör- yggi, en botninn datt úr öllu saman í síðari hálfleiknum. Þor- veitingahúsið ASKUR BVÐUR YÐUR SMURT I BRAUÐ ! & SNITTUR ASKUK i suðurlandsbraut H sími 88550 SlfrelSaeigendur fprautum og réttans njöi afgreiðela, HifreiðaverkstesðiS VESTURÁS H.P. vdðarvoc 30, aími 3S740. SMURSTÖÐIN Ssetúni 4 — SM XÖ«2*27 BCHmt er smurður fljðft og 'fíSL StSjum allar téguadir af smurolöi Landsleikur í handknattleik: BSLAND - ÞÝZKALAND í Laugardalshöli'nni í kvöld kl 20.15. DÓMARI: Thorild Javerstan, Svíþjóð. H. S. J. 30. nóvember 1966 - ALÞÝÐUBLAÐI0

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.