Alþýðublaðið - 30.11.1966, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 30.11.1966, Blaðsíða 16
ÆceEECfiamöi) Jólasnjórinn kominn Bráðum koma blessuð jólin; börn og kaupmenn hlakka til. Svo segir í gamalli vísu, og í þessu er mikill sannleikur fólg- inn, eins og ævinlega í gömlum vísum. (Það er annars merkilegt að allt sem segir í gömlum vísum •og menn nota til að krydda mál sitt í ræðu og riti, skuli vera mik- «11 sannleikur eða þörf og tíma- bær lábending eða viðeigandi spak mæli eða eitthvað enn finna; en hins vegar er allt það sem sett er saman í samtíðinni til einskis nýtt; ef það dugar til uppfylling- ar í ræðu er það ekki lengur nýtt, íieldur gömul vísa, gott ef ekki •gömul lumma.) Jólin eru að sjálf- sögðu öllum gleðigjafi, en þó sér- staklega börnum og kaupmönn- um. Börnin hlakka til jólanna af barnaskap og óvitahætti og kaup- menn hlakka til þeirra af svipaðri ástæðu, ekki kannski beinlínis af óvitaskap, heldur vegna óvitaskap- ar barnanna og raunar líka og ekki síður þeirra, sem fullorðnir teljast í árum. í>etta er orðin löng þula um lítið inál, en góð orð eru aldrei of oft tkveðin, svo að aftur sé viteað í gamla vísu, og vissulega er það staðreynd, sem vert er að hafa í '<huga, að jólin eru sífellt að verða ’tneiri og meiri verzlunarhátíð, en flest önnur þýðing þeirra en ábat- inn vill gleymast. Þó er alltaf eins og fólki finnist að viss blær, jafn- vel Ihelgibragur, þurfi að vera yf- ir jólamánuðinum og þá sérstak- «ega, eins og dundi yfir höfuðstað- arbúa í fyrrinótt og gærmorgun. Jólasnjórinn er sem sagt kom- inn, tæpum mánuði fyrir tím- ann. Strax í fyrrakvöld var snjó- kastið komið í fullan gang um all- ar jarðir og í gærmorgun spruttu snjókerlingar upp eins og gor- kúlur við annað livert hús. Bílar voru fenntir í kaf á götunum, eins og vera ber, (og er fullkomið álita mál, hvort þeir séu þar ekki bezt geymdir til frambúðar, sumir að minnsta kosti) og færð á strætum og gangstígum var með þyngra móti. Haldi hins vegar sama veðurlag áfram og verið 'hefur að undan- förnu, þá verður þessi snjór sjálf- sagt horfinn aftur löngu fyrir jól, jafnvel strax á morgun, ef hann er þá ekki farinn í dag. Það má heita alveg öruggt að fyrir jól verður hann farinn, en þá vakn- IVMtMUMmMHHtMMMHUMMMMMUmUMUMVMMItmV í jólðkauptíðinni Menn knýja dyra klyfjaðir allskonar varning og krökkum og fullorönum bjóða margt Iaglegt og skrýtið. Og enginn þarf framar að láta sér nægja neinn narning, því nóg er af vörunni, enda kostar hún lítið. En þrálátt er jagið í jólakauptíðinni: Jón úr Vör ber að dyru mí þriðja sinni. ar sú spurnnn, hvort líkur séu til að annar jólasnjór komi þá í stað- inn fyrir þann, sem féll í fyrri- nótt. Því er auðvitað ekki hægt að svara með fullri vissu, en mjög verður það þó að teljast undir hælinn lagt. Það má' fáu treysta í þessum heimi, og enn færra í þessu landi og alls engu í veður- farinu. Það má meira að segja halda því fram í fullri alvöru, að það sé óvenjugóð frammistaða að láta jólasnjóinn koma í nóvember. Það er ekki nema skekkja um tæpan mánuð, en maður getur alltaf átt von á því að jólasnjó kyngi niður í júní eða júlí, en hins vegar sé hér hiti og sumar- blíða um jólin. Nei, þá eru börnin og kaup- mennirnir öruggari mælikvarði á það, hvenær búast má við jólun- um. Þrátt fyrir allt er þeim bet- ur treystandi en veðráttunni. tMMHHMMUtUHMHMUMMMtMMMtMHmMMMtMMMÍM C3C Og hvað mundir þú eiginlega gera? Auka söluskattinn, minnka hlutfallshækkunina í beinn sköttunum og láta hinum smáu í þjóð- félaginu blæða? Það er eins gott að þú ert ekki forsætisráðherra. Það voru óvenju margir á ferll þennan eftirmiðdag, þegar Myndsjáin átti leiö um bæinn. Eftir Lækjargötunni sprangaði hæjandi hópur af ieðurleggjuð- um stuttpilsum . . . Vfeir Alltaf fer um mig notalegui* ylur, þegar það hefur snjóað svolítið liraustlega, svo að mað- ur getur vaðið snjóinn upp aö ökla. Það minnir mig á gamla og góða ilWiWsflaea. sem eru alit of sjaldgæfir nú til dags . ■ Kallinn er alveg í öngum sín- um. Hann er svo hræddur um, að tæknimennirnir geri verk- fall og sjónvarpið verði að loka. Hann er nefnilega orðinn alveg forfallinn tíviisti, sá gamli . . ■ Ég les það í blöðunum að þeir ætli að sýna jaröhita á hcims- sýningunni. Mér finnst nú að það ætti heldur að sýna útlend- ingum þann sem sendir okkur þetta blessaða sjóðandi og kraumandi brenuisteinsvatn — nefnilega fjandann sjálfan , n

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.