Alþýðublaðið - 30.11.1966, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 30.11.1966, Blaðsíða 3
MHHWtHMHHmMHMMHHMUHMMnHW WMMVWVWmtWMWWWWMW >1 MtHW Þrjár höggmyndir / stækkun HIN STÓRA höggmynd Ás- mundar Sveinssonar, sem Loft- leiðir festu kaup á, var í gær- morgun sett upp framan við skrifstofu og hótelbyggingu fé- lagsins á Reykjavíkurflugvelli. Eins og áður hefur verið sagt frá í Alþýðublaðinu var mynd þessi stækkuð í Sindrasmiðj- unni og stóð Jón Gimnar Árna son fyrir því verki. Frummynd ina að þessu verki gerði Ás- mundur fyrir nær tveim ára- tugum og hefur myndin oft verið á sýningum hér á landi og erlendis. Myndin var stækk- uð upp í 3,60 metra og stendur nú á stöpli sem er 2,70 metrar á hæð. Unnið er að stækkun á þrem öðrum Ihöggmyndum eftir Ás- mund sem settar verða upp á almannafæri. Reykjavíkurborg er að láta stækka Vatnsberann og Öldugjálfur og hópur eldri stúdenta hefur fest kaup á myndinni af Sæmundi fróða á selnum og verður hún gefin Háskóla íslands þegar stækk- unin er fullgerð. Væntanlega verður henni komið fyrir á há- skólalóðinni. Þessar þrjár myndir verða allar steyptar í brons erlendis. Aftur á móti er mynd Loft- leiða stækkuð með öðrum1 hætti eða þannig að eirþynnur 1 eru settar utan á stálgrind.3 Með þeirri aðferð er nú mögu- í leiki á að stækka nrer hváða höggmynd sem er hér á landi í stað þess að senda þær utan og láta steypa í brons, sem er mun dýrari aðferð. BÆTT AÐBÚÐ OG LÆKNAÞJÓN- USTA VIÐ SÍLDARSJÓMENN Reykjavík — EG. Þrír þingmenn Alþýðuflokksins þeir Hilmar S. Hálfdánarson, Bene dikt Gröndal og Sigurður Ingi mundarson hafa flutt svohljóðandi þingsályktunartillögu um bætta aðbúð og læknaþjónustu fyrir síld arsjómenn: Alþingi ályktar að fela ríkis stjórninni að skipa firnm manna nefnd til að athuga og gera tillög ur um bætta aðbúð síldarsjómanna í landi, m.a. að því er varðar stofn setningu og starfrækslu sjómanna I Jafnframt verði nefndinni falið stofa á öllum meginhöfnum Austur að kanna, hvort ekki sé möguleigt lands. I Framhald á bls. 14. Rætt viö sjónvarpstæknim. TÆKNIMENN sjónvarpsins hafa boðað að þeir muni leggja niður vinnu 1. des. verði ekki gengið að kröfum þeirra um að þeir verði hækkaðir í launaflokki. Þetta mál hefur nú verið æði Iengi í athugun hjá fjármálaráðuneýti. í gær var rætt við tæknimennina en ekki var samið endanlega en Framhald á bls. 14. ‘ Vísað kurteislega á dyr Reykjavik, Ó.T.J. MIKLA athygli liefur vakið svikamál það sem danska rann- sóknarlögreglan er að kanna hér í samvinnu við íslenzka kollega sína, en jafnframt er mikil Ieynd um alla hluti í feamba|nc>.i við það. Svo sem skýrt liefur verið frá er for- stjóri Hovedstadens' Möbelfa- brik, grunaður um að hafa kveikt í liúsi fyrirtækisins til þess að eyðileggja skjöl sem sönnuðu á liann fjárdrátt og annað misferli. íslenzkir aðilar eru sagðir flæktir í málið, en ckki fást upplýsingar um þeirra hlutdeild, frekar en annað. Fréttameun Ajþýðublaðlsins litu inn til rannsóknarlögregl- unnar í gærdag til þess að reyna að hafa tal af Dönunum, en án árangurs. Jatnskjótt og þeir kynntu sig var þeim kurt- eislega vísað á dyr — með breiðu brosi. Þó tókst að ná mynd af öðrum lögreglumann- anna og endurskoðanda, sem þeir hafa með sér. Ólafur Jónsson. Brynjólfur Jóhannesson. Karlar eins og ég - bók um Brynjólf KARLAR EINS OG ÉG nefnist nýútkomin bók sem hefur að geyma æviminningar Brynjólfs Jóhannessonar, leikara. Ólafur Jónsson færði í letur og útgef- andi er Setberg. Gísli B. Björns- son sá um útlit bókarinnar. Brynjólfur Jóhannesson er með elztu leikurum sem enn eru í fullu fjöri og vafalítið hinn vinsælasti. Hann hefur nú starfað um 42 ára skeið hjá Leikfélagi Reykjavík- ur í Iðnó og hefur auk þess farið með mörg hlutverk í öðrum leik- húsum. Gefur því ævisaga Brynj- ólfs góða mynd af leiklistarlífi í Reykjavík í rúmlega fjóra ára- tugi. Bókin er 220 blaðsíður að stærð Framhald 14. síðu. 30. nóvember 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.