Alþýðublaðið - 01.12.1966, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 01.12.1966, Blaðsíða 9
GAR i BÚLGARlU Þetta dáðleysi er einkum áber- andi í menningarmálum, en þar standa Búlgarar Pólverjum, Ung- verjum, Tékkum og jafnvel Rúm- enum langt að baki. Leiðtogar við ,,borgaralegum hugmvndum" flokksins halda áfram að vara og „blindri dýrkun“ á öllu því, sem erlent er. En þrátt fyrir slíkar viðvaran- ir hafa Búlgarar komizt í vax- andi snertingu við Vestur-Evr- ópu. Tónlist og dansar frá Vest- ur-Evrópu eiga vaxandi vinsæld- um að fagna meðal búlgarskrar æsku. Þótt verk fárra vestrænna höfunda hafi verið þýdd á búlg- örsku, eru teikn á lofti um auk- ið frjálslyndi í bókmenntaheim- inum. Búlgarar hafa í hýggiu að liefja útgáfu á nýju tímar'ti, er kallast ,,Kontakti“, og verða þar bjrt búlgörsk verk í franskri og enskri þýðingu til þess að k.vnna búlgarska menningu erlendis. Og mannaskipti, er nýlega hafa átt sér stað í stjórn rithöfundasam- bandsins og á ritstjórnum helztu bókmenntatímarita, hafa komið ungum óg frjálslyndari rithöfund um til áhrifa. Á sviði efnahagsmála virðast Búlgarar stefna að róttækum breytingum, sem að nokkru leyti munu jafnast á við umbætur þær, sem framkvæmdar hafa verið í Tékkóslóvakíu og Júgóslav'u. Mið stjórn kommúnistaflokksins iagði biessun sína yfir mcginmark- mið slíkra umbóta á fundi sín- um í apríl sl. Dregið verður úr miðskipun efnahagsmálanna á- kvarðanir í efnahagsmálum verða ekki lengur teknar úr einni mið- stöð. og sjálfstæði einstakra verk- smiðja og iðnfyrirtækja verður aukið, jafnframt þvi sem þau verða hvött til að beita ágóða- sjónarmiðinu. Laun verða í nán- ari tengslum við framleiðsluaf- köst. Og rýmkað verðúr um verð- lag, lán, vexti og skatta og þann- ig farið að dæmi „kapitalista- rikjanna í Vestur-Evrópu. Óvæntasta nýjungin er tillaga, sem fram hefur komið um. að iðnverkamönnum verði gert kleift að hafa áhrif á stjórn fyrirtækja þeirra. sem þeir starfa við, með því að komið verði á fót svo- kölluðum framleiðslunefndum verkamanna. Þótt nefndir þessar verði ekki jafnáhrifamiklar og verkamannaráðin í Júgóslavíu, eiga þær að hafa áhrif á ákvarð anir um framleiðslu, vörugæði, arðsvon, arðsúthlutun, vinnuski- yrði og val forstjóra. Tilraunir hafa þegar verið gerð ar með nokkrar þessarar umbóta í nókkrum atvinnugreinum, og stiórnin hefur lýst því vfir, að vöxtur þessarar fyrirtæk.ja hafi orðið meiri en þeirra, sem starfa uudir gamla miðskipulaginu. En búlgarska stjórnin fer að óUu með Zhivkov. mikilli gát og hyggst ekki koma þessum umbótum til framkvæmda að verulegu leyti fyrr en á næsta ári. Enn fremur hefur stiórnin ennþá í sínum höndum óll völd til að stjórna fjárfestingum utan ríkisverzlun, verðlági, kaupgjaldi og lánveitingum. Stjórnin getur því alltaf hætt við framkvæmd umbóta þeirra, sem hún hefur boðað, í framtíðinni, ef henni þyk ir það henta. Að sjálfsögðu hafa þessar um- bætur pólitíska erfiðleika í för með sér. Skynsamleg stefna í efnahagsmálunum mundi leiða til þess, að þægir flokksmenn. sem hofa potað sér í mikilvæg em- hætti í efnahagsmálum, yrðu að víkja og skipa yrði í þeirra stað unga og menntaða menn. En á- hrif gömlu flokksmannanna eru mikil og erfitt verður "ð bola þeim burtu. Eftir á að koma í l.iós. hvort Zhivkov er nógu traust ur í sessi og nógu fra Dfarasinn- aður til að hætta á að baka sér andúð hinna fiölmörgu embætt icmanna úr flokknum En á því iniknr enginn vafi, að vindur hrevtinganna blæs nú í Rúigaríu, sr,m pvn lengi befur orðið að búa við úreltar kreddur og kyrrstöðu. MARTIN A. HA.NSEN MARTIN A. HANSEN höfundur þessarar hugljufu en sérkennilegu sögu er án efa einn af allra fremstu og ágæt- ustu rithöfundum Dana á þessari öld. Hann lézt árið 1955 aðeins 46 ára gamall, en hafði þá ritað fjölda bóka, sem vakið höfðu óskipta athygli. Mesta aðdáun mun þó hafa vakið þessi saga hans, DJÁKNINN 1 SANDEY, er kom út árið 1950. Síðan hefur hún vexáð endurprentuð sautján sinnum á móðurmáli hans eða alls í 182 000 eintök- um, og auk þess þýdd á mörg tungumál. Hún býr yfir dularfullum töfrum, sem heilla huga lesandans. Hún opnar honum sýn inn í hulda heima mannlegra ástríðna, innri baráttu og sigra yfir sjálfum sér. Þessi saga er skriftamál gáfaðs manns, sem þráir ham- ingjuna, fer á mis við hana, en finnur hana að lokum, en hvoiki í nautn né kröfum til annarra, heldur í fórn og starfi. Hið sér- kennilega eintal sálarinnar við Natanael, „manninn, sem ekki finnast svik í“, er vægð- arlaus sjálfsprófun söguhetjunnar til þess að komast að hinu sanna gildi hlutanna. Trú. höfundar á sigurmátt þess góða í manns- sálinni er heil og sterk. Sagan er auðug af hugljúfum og heillandi myndum af Sandey og fólkinu, sem þar býr. En jafnframt. skyggnist skáldið undir yfirborðið og kann- ar hin myrku djúp mannlegra ástríðna. SÉRA SVEINN VIKINGURÞYDDl 1. desembfer 1966 — ALÞYÐUBLAÐIÐ 9

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.