Alþýðublaðið - 01.12.1966, Síða 10
Brunavarðastöður
Ákveðið hefur verið að fjölga brunavörðum í Slökkviliði
Reykjavíkur frá 1. janúar 1967 að telja.
Samkvæmt 10.g gr. Brunamálasamþykktar fyrir Reykjavík má
ekki skipa í stöður þessar aðra en þá, sem eru á aldrinum
22-29 ára. Þeir skulu hafa óflekkað mannorð, vera andlega
og líkamlega heilbrigðir, og hafa fulla líkams- og starfs-
orku.
Laun samkvæmt kjarasamningi starfsmanna Reykjavíkurborg
ar.
Eiginhandar umsóknir um stöður þessar ásamt upplýsingum
um náms- og starfsferil sendist undirrituðum fyrir 12. des-
ember n. k.
29. nóvember 1966.
Slökkviliðsstjórinn í Reykjavík.
Tilkynning
Samkvæmt sérstöku samkomulagi við hin Norðurlöndin eru
heimiluð hrað- og forgangshraðsímtöl milli Norðurlandanna
svo og til Grænlands, frá cTg jneð 1. desember 1066.
Gjald fyrir hraðsímtöl er tvöfalt og fyrir forgangshraðsím-
tal þrefalt venjulegt gjald.
Reykjavík, 30. nóvember 1966
Póst- og símamálastjórnin.
Iljartkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma
Þórunn Kristjánsdóttir,
Strandgötu 35B, Hafnarfirði,
sem lézt 22. nóvember, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í
Hafnarfirði, þann 2. desember kl. 2.
Blóm vinsamlegast afþökkuð. en þeim sem vildu minnast hinn
ar látnu, er bent á Fríkirkjuna í Hafnarfirði (Minningarsjóð
Guðrúnar Einarsdóttur).
Eirikka Guðmundsdóttir
Ólafur Kr. Guðmundsson, Jónína Guðmundsdóttir,
Vilhelmína Guðmundsdóttir Stefanía Guðmundsdóttir
Guðmundur Guðmundsson Kristín Guðmundsdóttir
Jóhanna Guðmundsdóttir Guðni Guðmundsson,
tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.
SViinningarorð
Framhald af 6. síðu.
hann um það og jafnan var hug-
urinn á vinnustað. Jafnvel undir
erfiðri sjúkdómslegu erlendis sl.
sumar leitaði hann sér frekari
þekkingar í starfi sínu til að bet-
ur gengi, þegar heim kæmi. Vel-
ferð og gengi fyrirtækisins var
honum mikils virði, en hverri
stofnun er mikill styrkur að slík-
um starfsmanni.
Árið 1942 giftist Gunnar eftir-
lifandi konu sinni Sigríði Einars-
dóttur yfirprentara Hermannsson-
ar í Reykjavík. Eignuðust þau 2
dætur, Helgu gifta Sigurgeiri
Steingrímssyni og Birnu ógifta.
Þó að ’áhugamál Gunnars væru
mörg, var velferð fjölskyldunnar
honum efst í huga. Hann var frá-
bær heimilisfaðir, sem áreiðan-
iega verður sárt saknað.
Ég hélt að leiðir mundu liggja
lengur saman, en færi honum nú
að leiðarlokum beztu þakkir frá
okkur starfsfélögunum fyrir gott
samstarf, ég persónulega sakna
góðs vinar og félaga, áhuga hans
og dugnaðar. Hann var aldrei hálf
vojgur í starfi.
Eiginkonu, dætrum, öldruðum
föður og öðru skyldfóki votta ég
samúð mína.
í harmi er engin huggun betri
en sú, að vita það, að vinir og að-
standendur kveðja í dag góðan
dreng, sem öllum vildi gott gera.
Björn Vilmundarson
ISif r ei’iia eigen «S&sr
<9rautiim obt réttum
Fljót afgreiðsla.
^ifreiðaverkstæðJS
^ESTUítÁS H.F
•ödarvot 3«, sfaai 35740.
SMURSTÖÐIN
Sœtúni 4 — Sími 16-2-27
BBliim er smurðúr fljðlt off vel.
Séljttm allar tcguadlr af sinurolíu
Brauðhúsið
Laugavegi 126.
SMURT BRAUÐ
SNITTUR
BRAUÐTERTUB
SÍMI 24631.
áugíýsið í á^ýkblaðinu
Laust starf
Brunavarnaeftirlit ríkisins óskar að ráða eftir-
litsmann með brunavörðum.
Áskilið er að umsækjendur séu tæknifræðing-
ar eða hafi próf frá Vélskólanum í Reykjavík.
Umsóknir skal senda til
Brunavarnaeftirlits ríkisins, pósthólf 1128,
Reykjavík,
fyrir 15. desember n.k.
Forstöðumaður.
Öskar Pétursson sextugur
í tilefni sextugsafmælis Óskars Péturssonar
þ. 2. des. n.k. ætla Skátafélögin í Reykjavík,
Knattspyrnufélagið Þróttur og Bandalag ísl.
skáta að efna til samsætis til heiðurs Óskari
í Tjarnarbúð 2- des. n.k. kl. 20.00. Þeir vinir
og félagar Óskars, er vildu taka þátt í þessu
hófi, eru beðnir a-ð rita nöfn sín á lista er liggja
frammi í Skátabúðinni v, Snorrabraut, hj'á
Guðjóni Oddssyni í Málaranum og á skrifstofu
B.Í.S' Eiríksgötu 31.
Stjórnir félaganna.
Staba Ijósmóður
í Höfða og Nesjaumdæmi , Húnavatnssýslu er laus til um-
sóknar. Umsóknarfrestur er til 15. desember og skulu um
sóknir sendast sýslumanni Húnavatnssýslu, er gefur nánari
upplýsingar. Staðan veitist frá 1. janúar.
Hér um bil allar konur í umdæminu fæða börnin í hér-
aðsspítalanum á Blönduósi og er þar vel búin fæðingar-
stofa.
Skrifstofa Húnavatnssýslu, 26.11 1966
Jón Isberg.
Bridge á laugardaginn
Spilum bridge á laugardaginn kemur, 3. desember, kl. 2 e. h
í Inóglfskaffi (gengið inn frá Ingólfsstræíi). Stjórnandi er Guð
mundur Kr, Sigurðsson.
Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur.
>f
>f
GOLFTEPPI
14 gcrðir, margir litir, ný munstur.
Getum bætt við nokkrum gólfteppa-
pöntunum fyrir jól. Komið og skoðið.
Álafoss, Pingholtsstræti 2.
10 1 desember 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ