Alþýðublaðið - 04.01.1967, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 04.01.1967, Blaðsíða 1
Miffvikudagur 4. janúar 1967 - 48. árg. 2. tbl. VERÐ 7 KR, ö 1 22 Vietcong menn struku 1966 Saigon 3. 1. (NTB-Reuter). Alls svikust 20.422 Yietcongher menn uncian merkjum í fyrra og í fyrsta skipti gcrðust fleiri Viet congmenn liðhlaupar en stjórnar hermenn, að sogn bandaríhs tals- manns í Saigon í dag. Þessi háa Sjá auglýsingu á 3. síðunni tala liðhlaupa er sögð munu efla baráttuþrek Bandaríkjamanna og Suður Vietnammanna, ekki sízt þar sem þessi frétt er birt aðeins ein um degi eftir að kunngert var, að bandarískar flugvélar hefðu grand að um þriðjung eða helmingi alls MIG-21 þota Norður-Vietnam- manna. Tala Vietcong-liðhlaupa var 82 % liærri en árið áður. Aukningin Framhald á 15. síðu. Þessi fræga mynd var tek- in, þegar Ruby skaut Os- wald, morðingja Kennedys Bandarikjaforseta. Nú er Ruby einnig úr sögunni, og eru þá fáir eftir, sem lík- indi eru til að upplýst gætu hinn svívirðilega glæp. DALLAS, Texas, 3. janúar (NTB-Reuter). Jack Ruby, sem dæmdur var til dauða fyrir að myrða Lee Harvey Oswald, sem Warren-nefndin tel- ur banamann John F. Kennedys forseta, lézt í dag á Parkland-sjúkrahúsinu í Dallas. Hinn 9. desember var tilkynnt að Ruby vaeri lífshættulcga sjúkut af krabbameini. Hann var_fluttur á sama sjúkrahús og Kennedy forseti var fluttur ±il eftir morðið. Ruby var 55 ára gamall. Tveimur dögum eftir að Kenn edy forseti var myrtur í Dallas 22. nóvember 1962, skaut Jack Ruby Lee Harvey Oswald til bana í kjallara lögreglustöðvar borgar innar, og horfðu milljónir Banda- ríkjamanna á morðið í sjónvarpi Hann var sekur fundinn í marz 19 64 og dæmdur til dauða. Aftakan átti að fara fram í rafmagnsstól. Verjendur Rubys beittu sér hins vegar ákaft fyrir því að dómnum yrði breytt á þeirri forsendu að Ruby hefði. ekki verið ábyrgur gerða sinna. Áfrýjunarréttur kvað upp þann úrskurð, að Ruby hefði ekki hlotið réttlátan dóm, enda ríkti mikil hugaræsing þegar rétt arhöldin í máli Rubys fóru fram. Dauðadómurinn var því felldur úr gildi og ákveðið að málið yrði tekið fyrir að nýju fyrir öðrum dómstól í Texas. Hin nýju réttar höld áttu að hefjast i febrúar nk. í Wichita Falls. ★ NEITAÐI ORÐRÓMI UM SAMSÆRI. En i desemberbyrjun var Ruby fluttur úr fangelsinu á Parkland sjúkrahúsið, þegar í ljós kom að hann þjáðist af krabbameini, sem ekki var hægt að lækna með upp skurði. Hann fékk ýmis lyf, en varð stöðugt máttfarnari. Síðustu ævi dagana komst engin önnur hugsun að honum en sú að slá því opin berlega föstu, að hann einn og eng inn annar hefði átt frumkvæðið að því að hann myrti Oswald, og að morðið hefði ekki verið liður í neinu samsæri af nokkru tagi. Ruby hét upprunalega Jacob Rubinstein og fæddist í Chieagó Hann var einn af átta börnum afc vinnulauss trésmiðs. Hann ólst upp í fátækt og hætti skólagöngu aðeins 13 ára gamall. Seinna flakk aði hann um Bandaríkin og í heims styrjöldinni gerðist hann sjálfboða liði í flughemum, Árið 1947 tók hann við rekstri næturklúbbs, sem systir hans Eva átti í Dallas og varð upp frá því vel efnaður. Sterkar andstæður Framhald á 15. siðu. Fara ýtu þeir með jar til Surtseyjar? Reykjavík, EG. — Ég mundi segja, að húsið í Surtsey væri núna í tals- verðri hættu, sagði dr. Sig- urður Þórarinsson jarðfræðing ur, er Alþýðublaðið ræddi við hann í gærkveldi, en Sigurð- ur var þá nýkominn frá Surts- ey ásamt fleiri jarðfræðingnm. Hann sagði, að ekki væri ó- hugsandi aff verja húsiff til dæmis meff því aff láta jarð- ýtu bægja hraustraumraun frá því eða dæla sjó á hiaunjaff- arinn. Hraunrennsliff var heldur aff aukast siðdegis í gæi, sagði Framhald á 15. siðu,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.