Alþýðublaðið - 04.01.1967, Blaðsíða 8
Flskréttir
| Yfir nýafstaðna jóia- og nýárs-
; hátíð hafa fiestir borðað svo mik
! ið af kjötmeti, að fiskur hlýtur
| nú að verða á hvers manns disk
að minnsta kosti út þessa viku.
I Hér koma nokkrar uppskriftir að
! fiskréttum.
/
j Fiskur kryddaður með papriku.
! Vi>kg. ýsu eða þorskflök,
; ca. matsk. af hveiti,
; 2 tesk. paprika,
salt,
! ca. 50 gr. smjör,
i matsk. sítrónusafi.
Blandið saman hveitinu, paprik
unni og saltinu og veltið fiskstykkj
unum upp úr því. Steikið síðan á
venjulegan hátt. Takið síðan fisk
inn af pönnunni og bætið út í feit
ina sítrónusafanum og liitið ör-
stutta stund, og hellið síðan yfir
fiskinn. Borið fram með heitum
kartöflum og grænmeti.
Fiskréttur með fleski.
350 gr. lúða (einnig má nota
þorsk eða ýsu)
4—8 sneiðar flesk
350 gr. kartöflumós, •
30 gr. smjörlíki,
30 gr. smjör,
rúmur peli af mjólk,
salt og pipar.
3’akið yztu húðina af flesksneið
unum og skerið fleskið síðan í
litla bita og steikið. Sjóðið fiskinn.
Búið til þykka sósu úr smjörlíkinu
hveitinu og mjólkinni eða fisksoð
inu. Kryddið. Hrærið fleskbitun
um og soðna fiskinum (í litlum bit
um) saman við heitu sósuna. Sett
í ofnfast mót og í kring lirærðu
kartöflurnar, hitið í ofni í nokkrar
mínútur. Skreytt me'ð tómatsneið
um <og persille.
í staðinn fyrir flesk má nota
sveppi í þennan fiskrétt.
Fiskomelctta.
60 gr. srnjör,
2 matsk. mjólk eða rjómi
sítrónusafi,
1 dps af túnfiski eða
ca. 100 gr. af laxi, (soðnum)
4 egg,
krydd.
Setjið helminginn af smjörinu,
mjólkina og sítrónusafann í pott.
Bætið í fiskinum og látið hitna.
Hitið á pönnu afganginn af smjör
inu. Hrærið eggin lítillega, krydd
ið og setjið saman við 1 matskeið
af vatni. Hellið síðan eggjunum
á pönnuna og þegar omelettan er
næstum steikt, setið þá fiskjafning
inn ofan á og leggið omelettuna
saman.
Ristað brauð með fiski og osti.
Ef afgangur hefur verið af soðnu
ýsunni má bianda henni saman við
smurost og rifinn sterkan mjólkur
ost, einnig bætt í pipar eftir smekk
Þetta er gott ofan á ristað brauð og
einnig i samlokur.
g 4. janúar 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ
i