Alþýðublaðið - 04.01.1967, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 04.01.1967, Blaðsíða 3
✓ *' Alyktun hreppsnefndar í Olafsvík: Hreppsnefnd Ólafsvíkur gerði á ] fundi sínum á gamlársdag harðorða ályktun, þar sem mótmælt er á formum um að leyfa togveiðar í auknum mæli innan 12 mílna mark anna. Þá vildi hreppsnefndin, að gerðar yrðu róttækar ráðstafanir til að færa út fiskveiðimörkin um hverfis landið, og loks að fiskveið ar innan markanna verði skipulagð ar. Ályktun hreppsnefndarinnar hljóðar svo í heild.: „Hreppsnefnd Ólafsvíkurhrepps mótmælir framkominni tillögu tog aranefndar um að veita auknar heimildir til togveiða innan fisk- veiðitakmai-kanna, og skorar á A1 þingi að 'vísa öllum slíkum tillög um frá, enda mundu slíkar ráðstaf anir valda óbætanlegu tjóni fyrir Há verölaun í málverka- þjófnaðarmáli atvinnulíf og uppbyggingu út um allt ísland, þar sem allt byggist i á framleiðslu sjávarafla. Jafnframt | mundu slíkar ráðstafanir valda ó fyrirsjáanlegum og í alla staði nei kvæðum afleiðingum við að fá al þjóða viðurkenningu á rétti ís- lands til að færa fiskveiðimörkin út og friða landgrunnið allt. Hreppsnefnd Ólafsvíkurhrepps livetur Alþingi til að gera nú þegar róttækar ráðstafanir til að færa verulega út fiskveiðimörkin um hverfis landið og friða þannig mik ilvægar uppeldisstöðvar ungfisks, er liggja utan núverandi fiskveiði marka. Jafnframt telur hreppsnefndin brýna nauðsyn vera til, að gerðar verði nú þegar raunhæfar ráðstaf anir til þess að skipuleggja fisk veiðar innan núverandi fiskveiði marka með það fyrir augum að ] nýta betur hráefni. Koma í veg fyrir ofveiði og sérstaklega úti- loka ungfiskadráp." Erfiðar samgöng- ur við Húsavík Innrásarlið tekið höndum á Florida London 3. 1. (NTB-Reuter Lundúnalögreglan bindur nú miklar vonir við 1.000 punda verð laun, sem Dulwich-listasafnið hét í dag hverjum þeim, er veitt gæti upplýsingar sem leiða mundu til þess að átta verðmæt málverk, sem stolið var úr safninu skömmu fyr ir áramót finnist. Málverkin eru metin á um 3 milljarða íslenzkra, króna. Lögreglumönnum í Bretlandi hef ur verið skipað að svipast um eft ir dökkgrænum bíl, sem var lagt fyrir utan lstasafnið snemma á ný ársdagsmorgun. Hér em miklir samgönguerfið Ieikar vegna snjóa. j gær átti aff ryffjast hingað frá Akureyri á stórum bíl og var jarffýta honum til affstoðar. Flogið var hingað í gær en þá hafði ekki gefið að fljúga í niarga daga. Var.unnið bæði í gær og fyrradag að því að ryðja flugbrautina. Atvinnulíf hefur verið heldur lélegt, og gæftir slæmar. Héðan róa í vetur fimm litlir þilfarsbát ar og nokkrar trillur. Þegar gefið hefur á sjó er reitingsafli 3-4 tonn í róðri sem telja má all- sæmilegt. I Veðrið var óvenju fagurt í ■ : gær, stillt og milt þótt frost ’ ■ ' ■ ; væri taisvert. Það var óvenju : ; f jölmennt á tjörninni í Reykja ; ■ vík, og myndin hér að ofan ■ : er tekin af ungu fólki, sem | ; er að' búa sig undir að renna : ■ sér á skautum í vetrarsólinni, ; ; (Mynd: Alþýðubl.) : B ■ Nf OIFÆRSIA OG SKIPULÖGO veidi N V S S S S s s s s s s s s s s s s s V, s s s NÝÁRSFAGNAÐUR ALÞÝÐU- FLOKKSFELAGSINS NÝÁRSFAGNAÐUR Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur verður haldinn næstkomandi fimmtudag 5. janúar í Lídó og hefst kl. 8.30. Dagskrá: Emil Jónsson, utanríkisráðherra, flytur ný- ársávarp. Hinn heimskunni töframaður Tom Miller sýnir listir sínar og Ómar Ragnarsson flytur nýjan skemmtiþátt. Að lokum verður dansað til kl. 1 Hljómsveit Ólafs Gauks leikur, söngvarar Svanhildur Jakobsdóttir og Björn R. Einars son. — Framreiddur verður matur fyrir þá sem þess óska. Aðgöngumiðar í skrifstofu Alþýðuflokksins. ► Emil Jónsson. Key West 3. 1. (NTB-Reuter Bandarískir tollþjónar yfir1 heyrðu í dag 70 Kúbumenn, Haiti mann og Bandaríkjamenn, sem handteknir voru í gærkvöldi þeg ar þeir voru að búa sig undir að gera innrás í Haiti. Rolando Masferrer, fv. meðlim, ur kúbönsku öldungadeildarinnar á Kúbu .^em var í hópi hinna handteknu, sagði að alls væri hér um að ræða 350 menn, sem ætluðu að sigla á bát til Haiti og ganga í lið með uppreisnarmönnum þar, sem ráðgerðu að steypa Francois Duvalier forseta af stóli eftir eina viku. Masferrer sagði, að hann mundi koma á laggirnar her í Haito sem yrði nógu öflugur til þess að hann gæti gert innrás í Kúbu eftir einn mánuð. Allir hinir handteknu voru vel vopnum búnir og nokkrir þeirra voru klæddir einkennisbúningum. Þeir voru fluttir í fangelsi í Miami án þess að hleypt væri af einu skoti. Tollvörður sagði, að þeir Framhald á 15. síðu. • i■■■■■■■■■■a aaaaai■i■■■■■■■■■■■«■• ! Alþýðuflokksfólk j ■ ■ | í Miöneshreppi I : t : ; Alþyðuflokksfélag Miðnes- : ; ihrepps hefur ákveðið að ; : halda Þorsteini Sæmunds- ■ ■ ■ : syni og frú hans kveðjusam- : ; sæti miðvikudaginn 4. janú- : ar í Aðalveri, Keflavík agi ; hefst það kl. 9.00 e.h. : i ■ Þátttökutilkynningar ber- : ist fyrir kl. 5 i dag. 4. jan- ; úar, símar: 7546 — 7599 — ■ 7535. : ALÞYÐUBLAÐIÐ 3 4. janúar 1967

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.