Alþýðublaðið - 04.01.1967, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 04.01.1967, Blaðsíða 6
MINNINGARORÐ: Guðbjörg Árnadóttir G .iðbjörg Árnadóttir íæddist á Eyrarbakka 0. júní 1884. Foreldrar heníiar voru Árni Þorvarðarson járrlsmiður og kona hans Ingi- bjöi|g Guðnmmdsdóttir. Þau eign- uðujt fjórar dætur og var Guð- bjöJg þeinu yngst. Ein þeirra er ennl á lífi, Sigríður, gift Almar Norjnan. 1 au búa í Silfurtúni, Garðahreppi. Þegar Guðbjörg var á öðru ári var henni komið í fóstur til ömmu sinnjir Önnu Sigurðardóttur, sem þá bjó á !>yðri-Hömrum í Holt- um I Rangárvallasýslu ásamt Tóm- asi Vigf'ússyni fóstursyni sínum. Tómas tók Guðbjörgu að sér, þeg- ar ömmu honnar naut ekki lengur við. Minntist hún jafnan ömmu sinnar og f.istra með miklu þakk- læti og innileik, og elzta son sinn lét hún lieila eftir honum. Á Syðri Hömrum v;t Guðbjörg 1896, þeg- ar jarðskjálftarnir miklu dundu yfír. Þetta vo n harðindatímar eins ; flutt til Norðfjarðar sennilega í von um betri afkomu. Á Austfjörð um var um þetta leyti gróskumeira atvinnulíf en annars staðar á land inu vegna mikillar sildveiði. Guð- björg flutti austur á Norðfjörð til og allir vita, einhverjir þeir verstu foreidra sinna, þegar hún var á sem yfir Isndið hafa gengið, af- 13. ári. leiðin'gar eldgosa, ísalaga og jarð- Um skólagöngu var ekki að ræða skjájfta. Fóik leitaði jafnvel í aðr-; á þessum árum fyrir unglinga. ar heimsáliur eftir betri afkomu. j Þeir urðu að sjá um sig sjálfir Foreldrai' Guðbjargar höfðu ' strax eftir fermingu og sumir fyrr. ( . En það þótti kostur að koma þeim fyrir á mynflarlegum sveitaheim- ilum, því þar gætu þeir lært ým- islegt, sem síðar mátti verða þeim að 'gagni í lífinu. Guðbjörg vand- ist því snemma ýmsum störfum til sjávar og sveita. Hún dvaldist um skeið baéði á Egilsstöðum og Dvergasteini. Á þessum slóðum bar fyrst saman fundum þeirra Vigfúsar Sigurðssonar, sem þá var þar póstur. Þau fluttust til Reykja víkur og giftu sig þar 2. febr. 1906. Þau bjuggu fyrst í Reykjavík, en síðan um skeið á Brekku á Álftanesi. Þar áttu þau heima, þegar Vigfús fór í hinn fræga Grænlandsleiðangur með J. P. Koch 1912-1913. Þá flutti Guð- björg til Reykjavíkur og dvaldi þar meðan Vigfús var á Græn- landi. Árið 1915 gerðist Vigfús vita- vörður á Reykjanesi og var það ! um 10 ára skeið. Guðbjörg og Vig- fús bjuggu við mikla rausn á Reykjanesi þrátt fyrir lítil efni. Þau héldu heimiliskennara á sinn kostnað. Slíkt tíðkaðist þá ekki nema á efnaðri heimilum. Gesta- koma var mikil, því að ferðamenn áttu þar oft leið um til að sjá vitann, sem þótti hið mesta mann virki. Einnig kom fyrir að bjarga þurfti mönnum í sjávarháska, hýsa þá og fæða. Eitt sinn sökk þýzkur togari, en mannbjörg varð. Vigfús átti mikinn hlut í þeirri björgun og hlaut þakkir og viður- kenningu þýzku ríkisstjórnarinnar fyrir. En mikill hefur líka verið hlutur húsmóðurinnar: fyrst að sjá um að færð væri heit næring á björgunarstað, síðan að undir- búa gis.'ingu, þurran fatnað og mat handa heilli skipshöfn. Vigfús og Guðbjörg fluttust til Reykjavíkur 1925 og áttu heima þar eftir það. Þau eignuðust átta börn, sem öll eru á lífi: Tómas giftur Katr- ínu fædd í Nörgárd, Gunnþóra ó- gift, Ólafur giftur Þóru Jónsdótt- ur, Anna óigift, Svanhildur gift Ingólfi Geirdal, Sigurður Ámi ó- giftur, Auður gift Jónasi Þórðar- syni og Jóhann giftur Margréti Sigurjónsdóttur. Bamabörn eru 17 og Guðbjörg lifði það að eignast 3 barnabarnabörn. Eftir að Guðbjörg fluttist -til Reykjavíkur Ihafði hún nokkur af- skipti af félagsmálum var t.d. í Góðtemplarareglunni og vann af dugnaði að þeim málum meðan henni entist heilsa. Ég kynntist ekki Guðbjörgu fyrr en hún var komin á sextugs aldur, Ung mun hún hafa verið fríð kona. Það sem mér fannst setja mestan svip á andlitið var hátt og fallegt enni. Hún mun hafa verið þrek- vaxin alla tíð og steig fast til jarð ar eins og títt er um skapmikið fólk. Miðað við sína kynslóð hefur hún verið meðal kvenmaður á hæð og vel það. Ef ég ætti að segja til hvers mér liefði fundizt Guðbjörg bezt fallin,.þá var það til að standa fyrir miklu gesta- boði. Hún naut sín vel innan um fólk og hafði yndi’af að veita af rausn. Hún hafði djarfa fram- komu. Auðmýkt átti hún ekki gagn vart mönnum ,nema lítilmagnan- um. En hún átti auðmjúkt hjarta igagnvart þeim guði, sem henni var kennt að trúa og treysta, þeg- ar hún var barn. Hún trúði líka á endurfundi við látna ástvini. Hún taldi sig engu þurfa að’kvíða þó að hennar líf hefði ekki verið brestalaust fremur en annarra dauðlegra manna. Lítið barnabarn hennar, sem oft svaf hjá ömmu sinni sagði við mig: „Ég lærði allar bænirnar mínar hjá henni ömmu“. En hún flíkaði þessu litt við aðra. Síðustu stundimar var henni mest hugsað tilyngstu niðj- anna og áminnti okkur, sem eldri eru, um að hlúa að þeim. Þann- ið bað hún fyrir 'því lífi, sem hún sjálf var að'kveðja, Guðbjörg virtist crn og við sæmilega heilsu, þar til fyrir rúmu ári, að vart varð illkynjaðs meins, sem fjarlægja varð með mikilli aðgerð. Hún virtist fá allgóðan bata um skeið. En þegar líða tók á sumarið fór henni að þyngja Framhald á 10. síðu. rot úr sögu dörssku jólamerkjanna Jólamerkjaútgáfa fékk nú byr undir báða vængi um víða veröld. Strax árið eftir eða 1905 liófu Sví Það var á aðfangadag jóla árið 1903. í pósthúsinu við Köbmager gade í Kaupmannahöfn var ungur póstþjónn að raða samarí jólapósti borgarbúa. Jólakortin og jólabréf in til Kaupmannahafnarbúa voru það ár 2 mílljónir og 125 þús. að tölu og því mikið verk að raða þeim til útburðar. Þá var það, að hann fékk hugmyndina: Gátu ekki sendendur allra þessara bréfa greit,t svo sem tvo aura fyrir lítið fallegt jólamerki sem þeir svo límdu á jóíakortin. Tekjurnar af þessári merkjasölu áttu ekki að renná til pósts og ríkis, heldur til einhyers þióðþrifafyrirtækis. Og póstþjónninn ungi, Einar Holböll hét ljiann hélt áfram að hugsa um þetta mál. Ósjálfrátt varð honum litið út "m gluggann. Hinum meg inn við götnna við gluggan á leik fangabúví kom hann auga á nokkur fátæfcleg börn. Þau voru blá í fram an af ku 'da, þarna sem þau stóðu við rúðl: ía og störðu á leikföng in fyrir iunan. Og aftur fékk hann hugmynd: Tekjúnum af jóla- merkjasölunni skyldi varið til þess, að býggja heilsuhæli fyrir berkla veik nörn. HdlböH lét ekki sitja við ein- tóma hurdettuna. Hann talaði um þettá við yfirboðara sína á póst húsiriu og þeim féll þessi hug mynd svo vel í geð, að skipuð var nefnd til að athuga málið nánar, •g stuttu síðar gekk Holböll á- samt nefndinni á fund konungs, sem þá var Kristján 9. Konungi leizt svo vel á þessa hugmynd, að hann veitti leyfi til að hefja mætti útgáfu þessara jólamerkja 1904, og þá það snemma, að tala þeirra gæti hafizt í nóvember eða desember og skyldu merki þessi aðeins notuð á jólapóstinn. Konung ur ger'ði það að tillögu sinni að nota skyldi mynd af drottningu hans Louise sem þá var dáin fyr 'r 5 árum, á fyrsta jólamerki Dan merkur. Louise drottning var vel þekkt fyrir áhuga sinn á mannúðar málum og einn barnaspítali Dan- merkur bar nafn hennar. — Jóla merki Danmerkur voru gefin út í þriggja milljóna upplagi fyrir jól in 1904. Ágóðinn af sölu þeirra varð 74 þús. kr. Mjöig veruleg upp- hæð á þeim árum. Upphafsmaður jólamerkjanna, Einar Holböll var fæddur í Nybod er árið 1865. Hann ætlaði sér að komast í sjóher Danna og gerðist siálfboðaliði á freygátunni „Jyl- land“. Með því skipi fór hann eina ferð m.a. til dönsku Vestur- Indía. En Holböll þjáðist af augn sjúkdómi og gigtveiki svo að hann varð að hætta sjómennsku. Árið 1886 ræðst hann til póstþjónust unnar í Kaupmannahöfn. Siðar varð hann póstmeistari. Nú var ekki að sökum að spyrja, jóla merkjaútgáfa hélt áfram í Dan mörku og tekjurnar af henni voru öruggar og vaxandi. Og berkla- hæli barnanna komu upp eitt af öðru. Það fyrsta þeirra var reist í Kolding 1910. „Mörköv“ og „Jul- es-minde“ 1912. í Svendborg var reist heiisuhælið „Holböllsminde“ Við vígslu þess var flutt kantata skrifuð af heiðursborgara þess bæj ar Joh. Jörgensen. 1927 var keypt ur gamall herragarður fyrir jóla- merkja-fé og honum breytt í hress ingarheimili fyrir börn á batavegi. Heitir hann „Lindersvold“ Þá koma hælin „Fjordmark“ við Flens borg og „Kildemose" hjá Skælskör. Mörg hæli eru enn ótalin. ar útgáfu slíkra merkja. Þeir höfðu þann hátt á að selja merkin allt árið um kring. Það fyrirkomulag varð ekki vinsælt, og var því hætt strax árið eftir. (Framliald.) ' - ':4; s 4. janúar 1967 - ALÞÝDUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.