Alþýðublaðið - 04.01.1967, Blaðsíða 14
Hjálmar R. Bárðarson:
| '
1. Skipastóllinn 1. janúar 1967.
í dag var lokið við að taka
saman handrit að skrá yfir ís
lenzk skip, en 1 þeim bækiingi
er skipastóllinn skráður miðað
\ið 1. janúar 1967. Bæklingurinn
sém gefinn er út af Skipaskoðun
ríkisins, er nú í prentun og verð
uV tilbúinn til dreifingar og sölu
iiinan skamms
- Heildarniðurstöðutölur yfir ís-
lenzk skip 1. janúar 1967 eru
þfessar:
Fiskiskip undir 100 rúmlest-
um brúttó eru 577. samtals
19.014 rúmlestir. Fiskiskip 100
rúmlestum og yfir, togarar ekki
íneðtaldir, eru 184 skip samtals
35.559 brúttólestir. Fiskiskipum
undir 100 rúmlesstum hefir fækk
að um 43 skip, en stærri fiski
skipunum hefir fjölgað um 12
skip á árinu. Togurum hefir fækk
að um 6 skip, en skráðir tog-
arar eru nú alls 32. Allur ís-
Ienzki skipastóllinn telur nú nm
áramótin 878 skip, samtals 148.549
brúttólestir. Á árinu hefir ís-
þnzkum skipum fækkað alls um
|2 skip og skipastóllinn minnk
gð um tæplega 10000 brúttólestir
§lls. Á öllu landinu voru skráð
um 1234 opnir vélbátar sam-
tals 3318 rúmlestir
2. Skip strikuð út af skipa-
Skrá árið 1966.
Árið 1966 voru 45 skip, strik-
uð út af skipaskrá og stærð
þeirra samtals er 19,441 brúttó-
lest.
Mest munar hér að sjálfsögðu
um olíuflutningsaskipið Hamra_
fell 11.488 brúttólestir, stærsta
skip íslenzkt, sem selt var til
Indlands og afhent kaupendum
í Hamborg 21. desember 1966.
Önnur skip, sem seld hafa verið
úr landi á árinu eru togar-
inn Fylkir, RE-171 sem seldur
var til Bretlands, togarinn Jón
Forseti, RE-108, sem einnig var
seldur til Bretlands, flutninga-
skipið Katla, sem selt var til
Grikklands, flutningaskipið
Skjaldbreið selt til Bretlands tog
ararnir Pétur Halldórsson, RE-
207, Akurey, AK-77, og Bjarni
Ólafsson, RE-401, sem allir voru
seldir til Noregs á árinu og að
lokum strandferðaskipið Hekla
sem selt var til Grikklands.
Þannig hafa 9 skip verið seld
úr landi, samtals 17,982 brúttó-
rúmlestir að stærð.
Skip þau yfir 10 brl., sem far
izt hafa og því wrið strikuð út
á árinu eru Eyjaborg, VE-130,
sem strandaði á Faxaskeri við
Vestmannaeyjar 7. marz 1966,
Hanna, RE-181, sem brann og
sökk NV af Garðskaga 2 des- J
1965, Jónas Jónasson, GK-101,
brann og sökk á Eskifirði 4.
júní 1966, Fram AK-58, sem
brann og sökk 11. ágúst 1966,
Mjöll RE-10, sem tekin var
traustataki af ölvuðum manni og
strandaði inni á sundum við R-
vík, Hrönn II. SH-236 sem sökk
á Breiðafirði 28. nóvember 1966,
Sæúlfur BA-75, sem nýlega hafði
verið lengdur og sökk út af
Austfjörðum 25. nóv. 1966 með
síldarhleðslu, og loks Svanur RE-
HUERJIR UERBfl
ÞEIR HEPPHU Í AR ?
(aðeins þeir sem eiga miða.)
Góðfúslega endurnýið
fyrir 7. janúar.
HHPPDRIEni^^
88, sem sökk í róðri út af Vest
fjörðum 22. desember 1966. Af
þessum 8 skipstöpum er hinn síð
aðstnefndi að sjálfsögðu þungbær
astur, þar sem fórust 6 ungir
sjómenn. Allar áhafnir hinna
skipanna björguðust.
Auk þeirra 9 skipa, (17982 rl),
sem seld hafa verið úr landi og
8 skipa (581 brl.), sem farizt
hafa, hafa verið strikuð út 28
skip. Langflest þeirra eru tré-
skip, sem horfið hafa af skipa
skrá vegna elli eða að þau hafa
verið dæmd óviðgerðarliæf vegna
bráðafúa.
3. Aldur íslenzkra skipa.
Fróðlegt er að athuga aldur
íslenzkra skipa á skrá. Elzta skip
íslenzkt er fiskiskipið Björn ridd
ari, VE-127, smíðaður úr furu
og eik í Briham í Englandi árið
1878, en stækkaður árið 1942.
Alls eru 3 skip smíðuð fyrir
aldamót enn á skrá og í notkun.
Annars má skipta skipunum eft
ir aldri í flokka, og kemur þá í
Ijós að 7 skip voru smíðuð árin
1900-1909 alls 154 rúmlestir
1910-1919 46 skip alls 676 rl.
1920-1929 46 skip ais 1750 ri.
1930-1939 82 skip alls 3829 rl.
1940-1949 192 skip alls 37105 rl.
1950-1959 235 skip alls 49909 rl.
1960 og síðar, 279 skip alls
54.301 rúmlestir og ókunnugt er
um aldur 12 skipa, alls 678 brl.
Ef miðað er við rúmlestatölu,
þá kemur þannig í ljós, að meg
inhluti islenzkra skipa er smíð
aður árið 1940 og síðar, því á
þessum 26 árum eru smíðuð skip
samtals 141.315 brúttólestir, af
alls 148.549 rúmlesta heildar_
skipastól.
Skip 16 ára og yngri eru
514 af samtals 878 skipum, og
stærð þeirra samtals er 104.210
rúmlestir Meir en tveir þriðju
hlutar íslenzks skipastóls eru því
skip yngri en 16 ára.
4. Ný skip, sem bætzt hafa við
íslenzkan skipastól á árinu
1966.
Á árinu 1966 hafa alls 21 nýtt
skip bætzt í íslenzkan skipastól.
Af þessum skipum eru 15 fiski-
skip, alls 3896 brúttólestir að
stærð, tvö þessara fiskiskipa eru
smíðuð út tré en 13 úr stáli,
öll síldveiðiskip, frá 200 upp í
355 brúttólestir að stærð.
Sex önnur skip hafa bætzt í
íslenzkan skipastól á árinu sam-
tals 3910 brúttólestir, en þau eru:
Flóabáturinn Baldur, 180 rúm-
lesta stálskip, smíðaður í Stál-
skipasmíðastöðinni í Kópavogi,
sementflutningaskipið Freyfaxi,
0
14 4. janúar 1%7 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ
*. £ ■
Varðskipið Óðinn_
1041 brúttólest, ímíðaður i Nor-
egi, björgunarskipið Goðinn 139
brijttólestir, sem keypt var notað
til landsins. Olíuskipið Héðinn
Valdimarsson, 81 brúttólest, var
smíðað í Noregi. Hafnsögubátur
inn Björn lóðs, 7 brl., tréskip
smíðað í Hafnarfirði. Loks er svo
síldarflutningaskipið Haförninn,
2462 brúttólestir, sem ke.vpt var
notað til landsins, og er það
stærsta sltip, sem bættist í flot
ann á árinu 1966.
5. Skip í smíðum erlendis 1967
fyrir íslenzka aðila.
Þann 1. janúar 1967 voru 28
stálfiskiskip í smíðum erlendis
fyrir íslenzka aðila, samtals er á-
ætluð stærð þein-a 8820 brúttór
rúmlestir. Það er athyglisvert
hve öll þessi skip eru af .íkum
stærðum og gerðum. Þau minnstu
eru áætluð um 265 brúttólestir að
stærð, en þau stærstu um 500
brúttólestir. Öll eru þessi skip
smíðuð fyrst og fremst til síld-
veiða með herpinót og kraftblökk.
Þau eru öll með fullkomnasta
búnaði, sem völ er á til veiða og
siglingar. Langflest eiga þau sam-
kvæmt samningi að afhendast á
árinu 1967, en fimm á árinu
1968.
Sem skip í smiðum eru hér tal
in öll þau skip, sem ókomin eru
til íslands og samið hefir verið
um fyrir áramót, og samningar
og smíðalýsingar hafa hlotið við
urkenningu Fiskveiðá^jóðs og
Skipaskoðunarstjóra
Þessi 28 fiskiskip í smíðum er
lendis skiptast þannig milli landa,
að 15 skip eru í smíðum í Nor.
egi. 8 skip í Austur-Þýzkalandi,
4 skip í smíðum í Hollandi og 1
skip í Danmörku og er það fyrsta
stálfiskiskip, sem Danir smíða
fyrir íslendinga.
Aðeins tvö önnur skip en fiski
skip eru í smíðum erlendis
og getur reyndar annað þeirra
vel talizt fiskiskip, þ. e. síldarleit
arskipið íslenzka sem er í smíð
um í Lowestoft í Bretlandi. Þetta
skip er eins og kunnugt byggt
sem skuttogari, en getur þó líka
■ veitt' með herpinót og kraft-
blökk. Stærð þess verður um 500
brúttólestir. í Álaborg í Dan-
mörku er svo í smíðum nýtt
vgrðskip fyrir Landhelgisgæzluna,
en stærð þess er áætluð um 100
brúttólestir. Síldarleitarskipið á
að afhenda í júlímánuði 1967
en varðskipið í ársbyrjun 1968.
6. Skip í smíðum innanlands
1. janúar 1967.
Aldrei fyrr hafa verið eins
mörg stálfiskiskip í smíðum innan
lands og nú um þessi áramót, og
er það gleðilegur vottur um þá
þróun sem greinilega er framund
an, — mjög aukin nýsmíði stál-
fiskiskipa innanlands.
Tvö stálskip eru í smíð
um í Slippstöðinni hf. á Akureyri.
Er annað áætlað 460 rúmlestir, en
hitt um 520 brúttólestir, og er
það stærsta stálskip, sem hefir
verið smíðað 'á íslandi, og auk
stærsia stálfiskiskips, sem nú er
í smíðum fyrir íslendinga heima
og erlendis. Stálvík hf. í Arnar-
vogi er með þrjú stálfiskiskip í
smíðum, eitt þeirra er áætlað 200,
annað 320 og það þriðja 350
brúttólestir að stærð. Svo er að
lokum að geta um að hjá Skipa-
smíðastöð Þorgeirs og Ellerts á
Akranesi er hafin frumsmíði stál-
skips, sem verður um 100 brúttó
rúmlestir að stærð
Þanni geru í smíðum erlendis
9 fiskiskip og stærð þeirra áætluð
samtals 2143 brúttólestir.
7. Lenfíing Tisbiskipa
Á árinu 1966 voru I ;ngd alls
16 stálfiskiskip, og með því jókst
stærð þeirra samtals um 502
brúttórúmlestir.
Skipin hafa verið lengd með