Alþýðublaðið - 04.01.1967, Blaðsíða 9
d< -K
Við höfum haft hér skíðasnjó
undanfarnar vikur og því er tilval
ið að birta hér nokkrar myndir af
skíðafatatízkunni í ár. Nú eiga
skíðafötin að vera í áberandi litum
og sjást mikið bleikir, rósbleikir
(lilla) og grænir litir, einnig há
rauðir og gulir. Rauðir, bleikir og
orange litir eru nú notaðir saman
og hefði það einhvern tíman þótt
furðule'g litasamsetning, en það
fer ekki svo illa saman, þegar svart,
er notað með. Stúlkan hér á mynd
inni til hægri er einmitt í peysu
í þeim litum, peysan er rauð í
grunninn með fjórum ferningum í
bleikum og orange litum, og svart
ar randir skilja að litina. Skí'ða
stúlkurnar á myndinni til vinstri
eru í dökkfjólubláum peysum, önn
ur með áfastri hettu, hinni peys
unni fylgir húfa í sama lit. Við eru
notaðar hvítar og bleikar skíða
buxur. Stúlkan á minnstu mynd
inni er í hvítum skíðafatnaði.
Vérzlunarmannáfélag
Reykjavíkur
Frambobsfrestur
Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjar at-
kvæðagreiðslu um kjör stjórnar, trúnaðar-
mannaráðs og endurskoðenda í Verzlunar-
mannafélagi Reykjavíkur.
Listum eða tillögum skal skila í skrifstofu V.R,
eigi síðar en kl. 12 á hádegi, laugardaginn 7.
janúar n.k.
Kjörstjórnin.
Fiskroðflettingarvél
til sölu. Uppl. í FISKHÖLLINNI.
Frá matsveina- og veitingaþjónaskólanum.
Kvöldnámsskeið
fýrir matsveima á fiski- og flutningaskipum
hefst þriðjudaginn 10. janúar.
Innritun fer fram í skrifstofu skólans, mánu-
daginn 9. janúar kl. 7-8 e.h. — Nánari upplýs-
ingar í síma 19675 og 17489.
SKÓLASTJÓRI.
Vinnufatabúðm
Laugavegi 76.
Vinnufafabúðin
Laugavegi 76.
- ALÞYÐUBLAÐIÐ $
4. janúar 1967