Alþýðublaðið - 04.01.1967, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 04.01.1967, Blaðsíða 15
þeim hætti, eins og kunnugt er, aö þau voru skorin í sundur mið- skipa, dregin sundur, og síðan nýr viðbótarmiðliluti rafsoðinn inn í skipið. Skipaskoðunin hefir frá upphafi reynt að hafa hemil á þess um lengingum skipa, og ihefir að- eins viljað leyfa takmarkaða leng- ingu og þá miðað við hlutföll milli lengdar og breiddar og lengd ar og dýptar skipanna. Lengdu skipin verða yfirleitt veikari lang- skips, flest hlaðast ver og fara ver undir farmi. Vegna mikillar síld- veiði undanfarið og stöðugt stækk andi síldarskipa, var reynt að auka hæfni minni skipa á þennan hátt til áframhaldandi síldveiða á fjarlægari miðum. Reynslan hefur nú reinilega sýnt að þessar leng- ingar ei'ga á mörgum skipanna takpiarkaðan rétt á sér. Er því ó- sennilegt að mörg skip verði lengd hér eftir, þótt enn sé rætt um lengingu einstakra skipa. Vegna þessara lengdu skipa, er í skipaskránni liafa sömu nöfn og númer og áður, en hafa stækkað að lengd og rúmlestum, er ekki hægt að bera saman skipafjölda og rúmlestafjöldann í heild, milli ára, nema hafa þessi skip sérstak- lega í huga. Þess vegna er þess nú getið í skránni ef skip hefir ver- ið Iengt. 8. Stærff skipastólsins, ©g íslenzkar siglingar. Það er athyglisvert, að islenzki skipastóllinn hefir minnkað veru- lega á árinu 1966 og skipum fækk að líka, þrátt fyrir töluverffa end- urnýjun stærri síldveiðiskipanna. íslenzkur skipastóll er að verða einhæfari, því nær öll viðbót við skipastólinn árið 1966 er tengd síldveiðum, og öll 28 fiskiskipin í smíðum erlendis eru síldveiði- skip. Það er eðlilegt að aukning verði mest, þar sem arðbærast virðist hverju sinni. Þó er rétt að minnast þess, að ástæðan fyrir minnkun skipastólsins í rúmlest- um er fyrst og fremst sala Hamra- fells og nokkurra annarra flutn- ingaskipa, svo og sala togaranna. Fækkun á tölu skipa kemur eink- um af fækkun fiskiskipa undir 100 brúttólestum. Ef halda á í liorfinu er því endumýjun full- kominna og vel búinna fiskiskipa til bolfiskveiða orðin brýn, bæði minni fiskiskipa til veiða á lieima miðum og svo togara til úthafs- veiða, því ég hygg að öllum beri saman um að togaraútgerð sé okk- ur áframhaldandi nauðsyn. Svo eru það að lokum flutn- ingaskipin. Engin ný flutninga- skiþ erú nú í smíðum fyrir ís- lendinga, á sama tima og ná- grannaþjóðir okkar keppast við að auka flútningaskipastól sinn, og þá einkanlpga byggð stór flutn- ingaskip, bæði fyrir olíuflutninga, almenna vöruflutninga, og svo ým- is sérbyggð skip, t.d. bílaflutn- ingaskip, lausafarmaskip, og skemmtiSiglingaskip. Við íslend- ingar byggjum eyland, og okkur hafa um allar aldir verið flutn- ingar 'á sjó lífsnauðsyn. Það er að sjálfsögðu rétt, að lágmark ís- lenzkra flutninga á sjó ætti að vera að flytja allar vörur til lands ins og frá því en það er engin á- stæða til að takmarka stærð og fjölda íslenzkra farskipa við það eitt að flytja eigin vörur til lands- ins og Trá því. Á heimshöfunum eykst siglingaþörfin stöðugt. Sam keppnin er reyndar ihörð, og ný skip eru sérhæfð til allskonar flutninga. Lánamöguleikar eru miklir við smíði ýmissa gerða farmskipa, og með aukinni tækni í sjálfvirkni er risaskipum nú siglt um heimshöfin með álíka stóra áhöfn oig nú er á togurum. Nokk- ur íslenzk skip eru þegar í al- þjóðasiglingum, en er þetta ekki vettvangur sem við gefum minni gaum en ástæða er til? Vf«t-nam Framhald af bls. 1. stafar sennilega af herferð þeirri | sem fram hefur farið í þeim til- gangi að fá Vietcongmenn til að | ganga í lið með stjórnarhernum. i Liðhlauparnir voru sem svarar 7% hinna 280.000 Suður-Vietnam- manna, sem berjast við hlið Viet cong. Þótt enn sé ekki vitað um tölu þeirra manna, sem strokið hafa úr stjórnarhernum, er talið að þeir séu talsvert færri en 1965. Þá struku 113.000 menn, það er um 16%. Skæruliðar, sem ganga í lið með stjórnarhernum, verða að dveljast í einn mánuð í sérstökum búðum, þar sem þeir fá að hvílast og njóta kennslu. Þeir sem eru á aldrinum 20—33 ára eru sendir til herþjón ustu eða í vinnusveitir. Hinir fá að snúa aftur til borgaralegs lífs. Bandarískir talsmenn segja að rúmlega 50 Phantomþotur liafi tek- ið þátt í árásum i nánd við Hanoi í dag. Sjö MIG-þotur voru skotnar ar niður. Thunderchief-þotur réð ust á eldflaugaskotpalla og eyði lögðu einn þeirra. Norður-Vietnammenn eiga um 100 MIG-þotur, þar af 15 — 20 af gerðinni MIG-21. Síðan í ágúst 19 64 hefur 451 bandarísk þota verið skotin niður yfir Norður-Vietnam. Surtsey Framhald af bls. 1. dr. Sigipður. Enn gýs á sama staff og í fyrradag uppi í um 100 metra hæff í hlíðinni aff norffaustanverffu. Þaffan renn- ur hrauniff niffur í lóniff og nálgast nú óffum húsiff. — Ég mundi telja aff lík- urnar á aff húsiff bjargaðist væru minni en 50% sagði Sig- urffur, og lét þess getiff um leiff aff staffurinn þar sem hús- iff nú stæffi væri því sem næst eini staffurinn á eynni þar sem húsiff hefði getaff veriff ó- hult jafnlengi og' raun hefur nú boriff vitni. Hefði þó ef til vill veriff æskilegra sagði hann aff reisa húsið svolítiff hærra í hlíffinni. — Þaff væri mjög æskilegt aff reyna aff verja húsiff, sagffi <dr. Sigurffur. Bæffi etru þar verffmæti í húfi og eins tel égl aff okkur sé nokkurs um vert1 aff reyna aff ganga úr skugga um hvort ráff eru til aff bægja frá hraunrennsli effa breyta stefnu þess. Til dæmis mætti hugsa sér aff fara þarna meff jarffýtu í land og láta hana halda hraunihu frá liúsinu meff tönninni. Slíkt var gert á Hawai viff þorp eitt fyrir nokkrum árum. Þar tókst aff verja þorpiff á þcnnan hátt mn Iiríff, en svo magnaðist gosiff og rann yfir allt sem fyrir var. Önnur affferff væri aff sprauta vatni effa sjó á hraun- brúnina og freista þess aff kæla hana svo hún storknaði og rennsli stöffvaffist effa breytti um stefnu aff minnsta kosti. Þriffja affferffin kæmi ekki til greina hér aff því er Sigurff- ' urffur taldi, en hún er sú aff breyta stefnu hraunrennslisins i meff sprengjukasti úr flugvél. — Meff þeim jarfffræffingum í Surtseyjarförinni var Sigur- jón Einarsson flugmaffur hjá flugmálastjórninni, er kannáði lendingaraffstæffur f Surtsey, en nú mætti fullyrffa aff þar væri ólendandi sagði dr. Sig- urfftu’ Þórarinsson aff lokum. Ruby Framhald af bls. 1. toguðust á í sálarlífi hans, og hann var ýmist ofsakátur eða niðurdreg inn. Eftir morðið á Oswald sagði hann, aff hann hefði orffið svo sorgmæddur vegna morðsis á Kennedy að hann hefði ákveðið j að hefna hans með því að svipta ! morðingjann lífi. Innrásarlið Framhald af 3. síffu. vrðu sennilega ákærðir fyrir að bafa reynt að flytja vopn úr landi ólöglega. Fyrrverandi menntamálaráð herra í stjórn Duvaliers, faðir Je an-Bapiste Georges, var í hópi liinna liandteknu. Hann átti að verða forseti Haiti, ef innrásin heppnaðist. Annar úr hópi hinna bandteknu sagði með beiskju: — Yið höfum undirbúið þetta í sjö ár og þetta er árangurinn. Masferrer sakaði Bandaríkja- stiórn fyrir að vernda forsætis ráðherra Kúbu, Fidel Castro, og saeði að mikið fé hefði verið lagt ^ í kaup á vopnum og hergögnum Masferrer sagði, að annar bátur með 50 mönnum innanborðs hefði siglt frá Cocoa Plum-flóa áður en tollverðirnir komu og að þeir væru nú á rúmsjó. t húsi einu Við Coco Plum-flóa fundu tollgæzlumennirnir níu sprengjuvörpur, ógrynni af vél hvssum og 160 r-iffla. „Innrásarher inn“ hafði dvalizt á Florida í fimm daga og undirbúið brottförina. Á sunnudaginn var vörubifreið hlað in 500 kílóum af sprengiefni stöðv uð í grennd við Cocoa Plum-flóa. Tveir „innrásarmenn” voru hand f°knir. Handsetjari óskast, helzt vanur blaðaumbroti. Alþýðublaðið. — Sími 14905. SANDGERÐINGAR Alþýðuflokksfélög Miðneshrepps gangast fyr- ir kveðjusamsæti í Aðalveri Keflavík kl. 21. í kvöld. Kvödd verða hjónin Þórir Sæmundsson, fyrrver andi sveitarstjóri og frú. STJÓRNIN. Bróffir okkar ~ Jakob Guðmundsson, er andaffist í Borgarspítalanum 31. des. sl. verffur jarðsung inn frá Fossvogskirkju föstudaginn 6. janúar kl. 3 e. h. Magnea Sæmundsson Þórarinn Guðmundsson Guffmundur Guffmundsson. Viff þökkum vináttu og samúff, vegna fráfalls föffur tengdaföffur og afa Halldórs Kr. Þorsteinssonar skipstjóra, Háteig. Dætur, tengdasynir og barnabörn. 3 4. janúar 1967 ALÞÝÐUBLAOIÐ JS

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.