Alþýðublaðið - 04.01.1967, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 04.01.1967, Blaðsíða 16
 Þá er enn eitt árið farið veg allr- ar veraldar, og annað komið í staðinn, engu toetra. Árin eru stundvísari en nokkur klukka og ævinlega tilbúin að koma, þegar gjeini ber, enda kynni illa að fara, ef svo væri ekki. Það væri áreið- anlega ekkert skemmtileg tilhugs un að eiga þess von, að einhvern tíman seinki ári, eins og kemur fyrir skip, flugvélar og menn og önnur fafartæki, þannig að nýja Áramótabrennur Áramótanna brennur og bál blossuðu I mörgum kesti, meðan við glöddum mædda sál við mjaðarskál, hvarvetna mátti lieyra snark og bresti. En Surtseyjarbrennan var miklu mest og myrkrið lýsti upp héðra, sindrið lék um hinn svarta prest og svæla og pest, enda skortir ei eldsneytið þar í neðra. árið væri ekki komið 'á vettvang, þegar því gamla lyki. Það er alls ekki víst að gamla árinu þóknað- ist að toíða eftir iliinum síðbúna afleysara sínum, og hvar stæðum við þá, árlausir ofan á allt annað leysi, sem sífellt er að þjaka mannfólkið? Það er mikill siður um áramót, að staldra við og líta um öxl og þessum sið fylgja til dæmis stjórn málamenn dyggilega; ' öll tolöðin birta á gamlársdag áramóta hug- leiðingu flokksforingja síns, þar sem hann segir fráfarandi ár hafa verið gott, ef hann hefur setið í stjóm, en vont, ef íhann hefur ekki gert það; og siðan spáir hann samkvæmt sömu reglu góðu ári, geri hann sér vonir um að stjórna, en vondu, ef hann býst ekki við því. Það kveður sem sagt bæði við svartsýnis- og bjart- sýnistón í 'áramótagreinunum, og fer það dálítið eftir því hver á heldur. En þarna er þó varla um eðlislægi svartsýni eða bjartsýni að ræða, því að viðhorfin geta breytzt við stjórnarskipti, en ekta svartsýnismenn isjá aldrei Ijósan tolett á nokkrum hlut, og ekta tojartsýnismenn aldrei dökkan díl á neinu. Baksíðan er hins vegar ekki svartsýnni en svo, að hun gerir sig ánægða með, að allt fari norður og niður á nýja árinu, eins og það hefur gert á hverju ári svö le'ngi sem elztu menn muna; það er nefnilega eins og það sé alls ekki svo slæmt að allt fari norður og niður. Baksíðan hefur hingað til ekki komið með neina áramótahugleið ingu í klassískum stíl, og ætlar ekki að gera, enda er !hún ekki í framboðshugleiðingu um mitt sumar, enda virðist það ekki góð hagsýsla að láta allar áramóta- greinarnar birtast á isama degi; þá er nefnilega hætt við að ein- hverjum þyki súpan nokkuð ein- hæf og gefist upp við hana, fyrr en ella hefði orðið. Það hlyti að vera til toóta fyrir alla aðila að dreifa áx-amótagreinunum betur á árið en gert er. Og í áframhaldi af þessu vakn- ar sú spurning, hvort ekki væri hægt að dreifa áramótunum, eða að minnsta kosti að flytja þau til. Líklega er ekki hægt að hugsa sér óheppilegri tíma fyrir áramót en þann sem við búum við núna. Ef vel á að vera heimta áramót talsverð fjárútlát, og við þeim eru menn sízt toúnir í lok jólamánað- ar, þar að auki í árslok. Það kæmi 1 sér betur fyrir marga að hafa ára- mótin á einhverjum öðrum árs- tíma, t.d. að haustlagi eða á út- mánuðum, sem veitti ekki af ein- hverri tilbreytingu til að hressa upp á sig. Og þá þyrfti auðvitað að gæta þess að hafa áramótin snemma í mánuði, helzt á föstu- degi líka eða laugardegi, svo að tryggt sé að fjárhagur mann verði yfirleitt deginum sæmandi. Og á islíkum áramótum ætti ekki að gera neitt til, þótt nýja árið léti eitthvað standa á sér. Það yrðu áreiðanleiga engin vandræði með að koma tímanum milli ára í lóg. — Hvers vegna varstu svona lengi niðri... þú hefur þó ekki rek- ist á einhvera. HA. Egilsstöðum, inánudag. í gær bar kind að Klaustur- seli á Jökuldal, og varð tv:í- lemd Þetta var tvævetla, sem bar síðast 17. maí og gekk með lambið fram til 10. október. Það vóg 18,3 kg. Bóndinn a S Klausturseli er Jón Jónsson. Tíminn. skiptast menn á gjöfurn oft við þetta tíu til tuitugu manns, en svo skal það ekki bregðast að milli jóla og nýárs eru all ar búðir fullar af fólki sem er að skipta gjöfunum, sem það hafði fengið í skiptum um jól- in. Hver tímir að splæsa t blóm handa skvísum, þegar hægt er að fá blómafræ fyrir aðeins brot af því verði, sem blóniin kosta.... Það verð ég að segja, að mér finnst að mínir líkar ættu að fá orðu á nýársdag fyrir allt það sem við höfum látið ógert um ævina! j

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.