Alþýðublaðið - 04.01.1967, Blaðsíða 2
2 4. janúar 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ
Harður vetur
lá Siglufirði
Sig ufirði — JM_OÓ.
Ný útgáfa af
Litlu gulu
hænunni
Nýlega er komin út hjá Ríkis
útgáfu námsbóka ný útgáfa af
Litlw, gulu hænunni
A8 þessu sinni er bókin örlítið
stytt af því að felldir hafa verið
niður fáeinir kaflarnir, aðallega
vísur og kvæði. Hins vegar eru
iiinar vinsælu sögur óbreyttar frá
þvi, sem var í fyrri útgáfum.
Vandað hefur verið til þessarar
útgáfu bókarinnar eftir föngum.
Hún er prýdd fjölda litmynda eft
ir Baltasar og má vænta, að þær
falli hinum ungu lesendum vel í
geð.
Á kápu bókarinnar er minnztsér
staklega höfundarins, hins ágæta
skólamanns, Steingríms Arasonar.
Litla gula hænan hefur lengi
notið mikilla vinsælda og væntir
útgefandi þess, að ekki dragi úr
þeim, er bókin kemur út í nýjum
búningi.
Sotningu annaðist Ríkisprent-
smiðjan Gutenberg, en Litbrá hf.
prentaði.
Sjónvörp fyrir sjúkrahús
Hinu skemmtilega áramótaskaupi sjónvarpsins lauk með því
að Iítil stúlka, Guðrún Birgisdóttir, dró milli sjákrahúsanna
um nokkur sjónvarpstæki, sem umboðin gáfu þættinum. Þetta
var sannarlega þarft verk og gott og áreiðanlega koma sjón
varpstækin í góðar þarfir á sjúkrahúsunum. Hvergi er meiri
þörf fyrir þau en einnxitt þar. — Áramótaskaupið verður end
urtekið í sjónvarpinu á föstudaginn — fyrir þá sem ekki gátu
notið þess á gamlárskvöld. (Mynd: Bjarnl.)
*
i
\
S
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
MÓIMÆLA AÐ ÁSPRESTA-
KALL VERÐILA6T NIÐUR
Almennur safnaðarfundur Prests-
bakkasóknar í Vestur-Skaftafells-
sýslu haldinn í Prestsbakkakirkju
þ. 11. des. 1966 vill mótmæla því,
að ÁsprestakaLl í Vestur-Skafta-
fellsprófastsdæmi sé lagt niður
SKÓLAFÓLK TEPPI
Á RAUFARHÖFN
Raufarhöfn
GÁ-OO
Mikil snjóþyngsli eru hér um
slóðár og engar samgöngur verið
síðan fyrir jól. í gær var rcynt
að senda ýtu frá Kópaskeri til
Raufarliafnar.
Snjóbíll hefur komið hingað
með1 lækni en hann er ekki not-
aðuf nema í slíkum neyðartilfell
um. Flugsamgöngur liggja niðri
þar sem enginn ýta er til að
ryðja flugvöllinn en á honum er
mikill snjór. Hreppsfélagið á að
vísu ýtu en liún er í ólagi sem
stendur, en takist að koma ýtunni
frá Kópaskeri verður völlurinn
ruddur með lienni. Hér er tölu-
vert af skólafólki sem kom heim
um hátíðamar en kemst ekki til
baka í skólana fyrr en flugvöll
urinn verður opnaður. Hér er
lítið um atviiyiu nema útskipun
á síldarafurðum öðru hvoru.
eins og gert er ráð fyrir í Prcsta-
kallafrumvarpi því, sem nú. er til
umræðu á Aiþingi.
Fundurinn lítur svo á, að ekki
komi. til mála að leggja niður
prestaköll, sem setin eru, og þeg-
ar þau iosna þá beri að au'glýsa
þau eins og núverandi lög gera
ráð fyrir.
Fundurinn varar við því, og
mótmælir jafnframt að fækkað sé
starfskröftum kirkjunnar í dreif-
býlinu og skírskotar til þess hve
þýðingarmikið það er fyrir kirkj-
una og allt félagslíf á þessum stöð
um, að prestaköll, sem setin eru
séu ekki lögð niður og íbúarnir
ekki sviptir kirkjusetrum, sem
markað hafa spor sín í trúar- og
menningarefnum um aldaraðir.
Þá vill fundurinn þakka þeim
þingmönnum, sem mælt hafa
gegn þessu, og ihann iskorar á hina,
sem ekki hafa enn kvatt sér hljóðs
um málið að láta rödd sína heyr-
ast og standa fast á rétti hinna
dreifðu byggða.
Blómlegt starf íslend-
ingafélagsins í London
Félag Islendinga í London hélt
fullveldisfagnað og aðalfund, laug
ardaginn 3. desember 1966. Um 140
félagsmenn og gestir voru mætt
ir.
Formaður félagsins, Jóhann Sig
urðsson setti fundinn. Var Björn
Björnsson kjörinn fundarstjóri og
Páll Heiðar Jónsson fundarritari
Formaður flutti skýrslu um starf
semi félagsins á árinu. Haldnir
voru 4 skemmtifundir auk stjórn
arfunda óg var húsfyllir á öllum
skemmtununum.
Að lokinni ræðu formanns, tók
til máls gjaldkeri félagsins, Jam
es Ferrier og flutti skýrslu um
fjárhag félagsins.
Engar athugasemdir voru gerðar
við skýrslu formanns og gjaldkera
og voru reikningar félagsins sam
þykktir.
Var síðan gengið til stjórnar-
kjörs og voru kosin:
Jóhann Sigurðsson formaður
Hildur Pálsdóttir ritari, Gunnar
Jónsson gjaldkeri, og meðstjórn
endur Valdimar Jónsson og Stef
án Arnórsson. Endurskoðendur
voru kjörnir þeir Vignir Jónsson
og Geir Gunnarsson.
Þá var einnig kosin 3ja manna
nefnd þeir, Björn Björnsson, Páll
Heiðar Jónsson og Árni Kristins
son til að endurskoða lög félagsins.
A0 loknum aðalfundarstörfum
var snæddur kvöldverður en yfir
borðum minntist Björn Björnsson
fullveldisins með ávarpi. Síðan lék
hljómsveit hússins fyrjr dansi til
miðnættis . í
Harður
árekstur
Laust eftir hádegi í gær var<X
nokkuð harður árekstur í Hafnar-
firði á mótum Tunguvegar og
j Norðurbrautar. Þar lentu saman
i vörubifreið og Hilman-bifreið.
I
Síðarnefnda bifreiðin skemmdist
: mjög mikið við áreksturinn og
varð að draga hana burt. Er bif-
reiðin talin óökufær. Aftur á móti
sást lítið sem ekkert á vörubif-
reiðinni. Hilman-íólksbifreiðin
var frá Hafnarfirði.
Flugsamgöngur
aftur eðlilegar
Reykjavík, OÓ. 1
Fluigsamgöngur komust í eðli-
legt horf í gær, en í fyrradag lok-
aðist Reykjavíkurflugvöllur vegna
þoku, sem lá yfir fram eftir nóttu.
Margar flugvélar tepptust úti á
landi, þar sem þær gátu ekki lent
í Reykjavík. Á Akureyri tepptust
tvær flugvélar frá Flugfélagi ís-
lands og ein í Vestmannaeyjum.
Nokkrar vélar frá smærri flugfé-
lögunum tepptust einnig hér og
hvar um landið. Flugvélar sem
áttu að koma frá útlöndum snéru
aftur til Prestwick í Skotlandi.
Héldu þær til landsins þegar
Reykjavíkurflugvöllur var opnað-
ur aftur er þokunni létti.
S annkyngi er hér mikið og
hef ir veturinn verið liarður. Sam
göngur á landi liafa verið teppt
ar iíðan fyrir jól en haldið var
að ímestu opnu fram að þeim
tímji. Farið var um Strákagöng
þótt þau séu ekki bílfær enn. Var
þá pkið með farþega að göngun-
um og var farið fótgangandi gegn
um i þau og bíll tók við fólkinu
hinum megin Einu samgöngumar
hingað núna eru póstferðir
Uraiigs, en skipið kemur þrisvar
í vfku.
Útið hefur verið hægt að
stunda sjó héðan vegna tíðarfars
ins,| og afli lítill þá sjaldan að
gefúr. Þrír bátar stunda línu-
veiðar héðan. Er mjög dauft yfir
öilu atvinnulífi.