Bókasafnið


Bókasafnið - 01.10.1982, Blaðsíða 5

Bókasafnið - 01.10.1982, Blaðsíða 5
bókin og framtíðin VIDEO — ERGO SUM Þegar segulbandið kom til sögunnar fyrir nokkrum áratugum spáðu menn því að dagar bókarinnar væru taldir. En bókin hélt velli. Þegar hljóðvarp kom til sögunnar töldu menn að sjálfsögðu að fólk myndi hætta að lesa bækur og sú hugmynd skaut upp kollinum, að nóg væri að hafa eina kirkju og einn prest fyrir allt landið og messum yrði útvarpað til allra lands- manna. Hvílíkur sparnaður. En fólk hélt áfram að lesa bækur og fara í kirkju og byggja fleiri kirkjur. Með tilkomu sjónvarpsins komu svipaðir spádómar um bókalestur og í fyrstu minnkuðu útlán bókasafnanna, sumra að minnsta kosti, en með tíman- um hefur bókalestur frekar aukist en hitt, þrátt fyrir, eða e.t.v. vegna sjón- varpsins. Og nú um þessar mundir eru menn enn að spá því að bókin verði úrelt innan fárra ára með tilkomu örtölvutækninn- ar. Sagan endurtekur sig. Þá ætlar allt af göflum að ganga út af myndbandaflóðinu. Bókin er dauð og úrelt, hrópa menn. Hún erdauð. Bókin lifir. I Ijósi þess sem á undan hefur gengið er undirritaður sannfærður um það að bókin muni alltaf halda velli. Enda þótt hún sé gömul uppfinning hefur hún ótvíræða kosti umfram alla aðra miðla, sem kennari, félagi, eða dægradvöl. Hún er létt og auðveld í notkun, og lesandinn ræður sjálfur hraðanum, og getur flett fram og aftur í henni að eigin geðþótta. Hann þarf ekki að stinga henni í sam- band eða bíða eftir að hún hitni, og getur farið með bókina hvert sem hann vill hvenær sem hann vill, í stætisvagn, í rúmið eða á klósettið. Bókin og lesand- inn eru eitt. Það er einmitt þetta per- sónulega samband bókar og lesanda, sem gefur bókinni vinninginn umfram alla aðra miðla. Hins vegar hafa nýir miðlar haslað sér völl hver á sínu sviði sem sjálfsagðir og mjög nytsamir miðlar í bókasöfnum og víðar. Er oft á tíðum um nokkurs konar sérhæfingu að ræða, t.d. henta snældur mjög vel í hljóðbækur fyrir blinda, á tungumálanámskeið o.s.frv., segulbönd henta fyrir leikrit o.þ.h. og filmur fyrir fræðsluefni ýmiskonar. Því ber að fagna tilkomu mynd- bandsins sem hentugum meðlim í þá miðlafjölskyldu, sem fyrir er í bóka- söfnum. En það getur ekki orðið stað- gengill bókarinnar. Hún heldur velli. Myndbönd í bókasöfnum. Ótal mngulcikar eru fyrir hendi með notkun myndbanda í hókasöfnum. Nær- tækast er auðvitað útlán á myndum, kvikmyndum. í samkeppni við mynd- bandaleigurnar, sem spretta upp eins og gorkúlur uin þessar mundir. Þó er von- andi að bókasöfn fari ekki að iána út samskonar hasar- og kiámefni og mynd- bandaleigurnar, enda er til urmull góðra kvikmynda á myndböndum. Dæmi er þess, að bókasafn (í Englandi) leigi út myndbönd og er tekið gjald fyrir þannig að þessi þjónusta safnsins standi undir sér kostnaðariega. Ekki er nú hægt að mæla með því. í samvinnu t.d. við Námsgagnastofnun mætti hugsa sér kynningar í söfnum á ýmsum fræðum, t.d. í sambandi við full- orðinsfræðsiu, sögustundir og kynning- ar. Þar kemur Sjónvarpið einnig sterk- lega til grcina með allt sitt fræðsluefni. Einnig mætti lána út, rétt eins og bækur, snældur og annað efni, myndbönd með fræðsluefni, t.d. tungumálanámskeiði o.fl. f Noregi hafa menn farið af stað með að taka upp viðtöl á myndbönd við lista- menn, stjómmálamenn og gamla íbúa byggðarlags o.fl. til þess m.a. að varð- veita fyrir komandi kynslóðir uppiýsing- 5

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.