Bókasafnið


Bókasafnið - 01.10.1982, Blaðsíða 11

Bókasafnið - 01.10.1982, Blaðsíða 11
viðhorf „Almenningsbókasöfn hljóta að verda æ stærri þáttur í Kfi fólks...” — segir Vilborg Dagbjartsdóttir, rithöfundur „Þegar ég er beðin að fjalla um við- horf mitt til almenningsbókasafna og bókavarða vil ég fyrst lýsa þeirri skoðun minni að þrátt fyrir stóraukna fjölmiðl- un á æ fleiri sviðum og vaxandi fram- boðs hverskyns afþreyingarefnis utan þess efnis úr bókum, álít ég að almenn- ingsbókasöfnin hljóti að verða stöðugt stærri þáttur í lífi fólks á næstunni. Þar með verða störf bókavarða einnig þýð- ingarmeiri. Þessa skoðun mína styð ég einkum þeim rökum að með tilkomu nýrra grunnskólalaga eru böm nú menntuð í notkun bókasafna. Áður reyndi hver fjölskylda að safna bókum inn á heimil- ið og skapa þar lítið bókasafn. Ég álít að þetta breytist þegar hin nýja kynslóð vex úr grasi, enda er henni væntanleg ljóst að bókakosturinn er margfalt virkari á söfnum.“ — Eru þá ekki allir ánægðir þegar svona bjart virðist framundan? „Nei, því miður hafa og eru alvarlegir hlutir að eiga sér stað á þessum vett- vangi. Hlutir, sem kunna að varða menningu okkar mikið á næstunni ef ekkert verður að gert. Þar sem ég reikna með að aðrir umfjallendur þessa efnis muni einkum leggja áherslu á greiðslur safnanna til höfunda fyrir afnot af bók- um þeirra, sem vissulega eralvarlegt mál frá sjónarhóli höfunda, vil ég einkum leggja áherslu á tvennt annað til að forðast endurtekningu í þessu greina- safni. Það er stór hópur mikilhæfra og sí- starfandi rithöfunda í okkar landi sem fær engar greiðslur fyrir afnot safnanna af verkum þeirra. Það eru þýðendurnir. ísland er minnsta málsamfélag í heim- inum. Sé mikilvægt fyrir nokkra þjóð að fá erlendar bókmenntir þýddar á sitt mál, þá er það fyrir íslendinga enda er mikill hluti útgáfunnar hér þýðingar. Það er því grundvallarspursmál fyrir íslenska menningu að það sé þannig búið að þýðendum að þeirgeti unnið sitt starf af vandvirkni og með listrænum hætti, enda var staða þýðenda frá fornu fari álitin jafn þýðingarmikil og höf- unda. En nú eru þýðendur lítilsvirtir. Það hlýtur að leiða til slæglegri vinnu- bragða, sem þegar verður nú vart í mörgum tilvikum. Því er mjög brýnt að koma því nú þegar inn í bókasafnslög að þýðendur fái greitt fyrir afnot þýðinga sinna í söfnunum. Þá er það einnig ótækt að öll önnur söfn en almenningsbókasöfn, greiði alls ekki neitt fyrir not sín af bókum. Það er ekki þar með sagt að ég sé að segja að skólanemar og sjúklingar á spítölum eigi að greiða fyrir að fá bækur lánaðar, heldur fremur að ríkið eigi að greiða þessa þjónustu fyrir þá eins og aðra þjónustu, sem þeir njóta í skólum og á sjúkrahúsum. En þar er ekki einungis að t.d. skóla- söfnin greiði ekkert fyrir afnot bóka, heldur fer víðtækur þjófnaður á verkum rithöfunda fram í öllum skólum landsins og á öllum skólastigum. Það er fjölföld- unin upp úr bókum. Slík oftrú er víða á fjölfölduninni að hún getur orðið nem- andanum dýrari en bókin sjálf. Annað- hvort verður að leggja þetta niður eða semja nú þegar um sanngjarna þóknun fyrir slíkt. Vart verður sagt að hér sé verið að fjalla um ósanngjarnar kröfur ef litið er til þess að greiðslur almenningsbóka- safna fyrir öll útlán á síðasta ári námu 1,2 milljónum króna til Rithöfunda- sambandsins. Helmingur þeirrar fjár- hæðar rennur til Rithöfundasjóðs ís- lands og er úthlutað sem einskonar við- urkenningum eða vinnulaunum til hóps rithöfunda, sem nefnd rithöfunda til- greinir á hverju ári. 15 prósent af óskiptri heildarupphæðinni rennur beint til Rithöfundasambandsins sem rekstrarfé. Svo fer helniingur annars- vegar til höfunda, sem eiga bækur á söfnunum, upphæðin ræðst af fjölda titla en ekki fjölda útlána, og hinsvegar til rétthafa, sem nú eru um 500. Aug- ljóslega vega greiðslur því létt í vasa hvers höfundar. Lágmarksgreiðsla nú er aðeins 200 krónur á ári og þar sem titla- fjöldinn er látinn ráða greiðslum, fellur lítið eða ekkert til yngstu höfundanna, þeirra manna sem minnst eiga fjárhags- lega undir sér, en hafa margir á hinn bóginn náð miklum vinsældum. Þýð- endumir fá svo ekki neitt, eins og fyrr segir.“ — En hvað geta söfnin gert til að auka samvinnu safnanna og höfund- anna? „Þar er ég komin að síðara atriðinu, sem mig langaði að leggja áherslu á. Það má t.d. hugsa sér rithöfundakynningar. Á vegum Rithöfundasambandsins er starfrækt Höfundamiðstöð til að hafa milligöngu um slíkt. Nú greiðir Reykja- víkurborg t.d. fyrir tvær heimsóknir rit- höfunda í hvem skóla borgarinnar, ef skólamir sinna þá þessu tækifæri. Þar lesa höfundar úr eigin verkurn og spjalla við nemendur. Reynslan hefur sýnt að svona heimsóknir gefa gagnkvæman ár- angur. Nemendur komast þannig í náin kynni við höfunda, sem glæðir jafnan bókmenntaáhuga þeirra. Það er einmannalegt starf að vera rit- höfundur og því eru þeir margir afar þakklátir fyrir þetta tækifæri til að komst út meðal fólks því þeir hafa tak- markaðan vettvang til að ná til lesenda sinna nema í gegnum ritverk sín. Gagn- kvæmt samstarf rithöfunda og safnanna ætti að vera sem best því auðvitað óska rithöfundar þess að ná til sem flestra og söfnin ættu að sjálfsögðu að leggja metnað sinn i að vera sem virkust." Tveir rithöfundar svara spurningum blaösins: Hvert er vidhorf þitt til almenningsbókasafna og bókavarða? ii

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.