Bókasafnið


Bókasafnið - 01.10.1982, Blaðsíða 28

Bókasafnið - 01.10.1982, Blaðsíða 28
bókakynningar ástir hennar og hjónabönd og greinir frá ýmsum hliðum sem umheiminum voru áður ókunnar. Hún segir frá kvik- myndaferli hennar, sjö hjónaböndum, óteljandi ástarævintýrum, veikindum, sorg og gleði. Elizabeth Taylor höfðaði mál til þess að stöðva útgáfu bókarinnar en án árangurs. Ingibjörg Jónsdóttir þýddi. Á síðasta ári kom út hjá Iðunni Ást- arsaga aldarinnar eftir Martu Tikkanen. Hún fjallaði eins og kunnugt er um hjónaband hennarog Henriks Tikkanen og ekki síst um drykkjuskap eigin- mannsins. Henrik Tikkanen er kunnur höfundur í Finnlandi og jafnframt þekktur myndlistarmaður. Hann hefur ritað endurminnigar sínar í nokkrum bindum og kemur fyrsta bókin út á ís- lensku i haust í þýðingu Ólafs Jónssonar. Hún ber titilinn Brenna og fjallar um „hórdóm og drykkjuskap, ólán og bráð- an dauða, lýsir gæfulausri fjölskyldu og baráttu hennar við ógæfuna. Það er hún sem gefur gildi og ógildir um það um leið“ svo notuð séu orð höfundar í upp- hafi bókarinnar. Hrollvekjur er úrval þýddra hryll- ingssagna eftir nafntogaða höfunda. Alfreð Flóki myndskreytir bókina. Meðal þýðenda eru Þórbergur Þórðar- son, Guðbergur Bergsson, Árni Björns- son og Úlfur Hjörvar. Barna- og unglingabækur Að venju gefur Iðunn út fjölmargar bækur fyrir börn og unglinga. Hér skal getið nokkurra. Mesta athygli mun vafalaust vekja Gilitrutt, þjóðsagan kunna, í myndbún- ingi Brians Pilkington sem vakti verð- skuldaða athygli fyrir myndir sínar í Ástarsaga úr fjöllunum eftir Guðrúnu Helgadóttur. Hún kom út í fyrra og seldist í mjög stóru upplagi og hefur nú komið út á nokkrum erlendum tungu- málum. Gilitrutt er prýdd fjölda mynda, öllum í litum, og er hin vandaðasta að allri gerð. Frumsamdar bækur eftir Magneu frá Kleifum, Kára Tryggvason og Ragn- heiði Jónsdóttur koma einnig út. Út koma tvö ævintýri H.C. Andersen með lytmyndum Ulf Föfgren, bók eftir Svend Otto S., Ole Lund Kirkegaard og margar fleiri. Meðal höfunda unglinga- bóka má nefna Jan Terlouw, Bo Carp- elan, Anke de Vries, E.W. Hildick og Erik Christian Haugaard, allir viður- kenndir úrvals höfundar. Handbækur, námsbækur og fleira Vegleg bók um ljósmyndun kemur út: Taktu betri myndir eftir Michael Lang- ford. Bókin er í stóru broti, prýdd geysi- legum fjölda litmynda og skýringa- teikninga. Hún er sniðin við hæfi bryj- enda jafnt sem lengra komna og er talin einhver besta bók sinnar tegundar sem út hefur komið um þetta efni. Hverju svarar læknirinn? í þýðingu Guðsteins Þengilssonar er nýkomin út en upplagið er á þrotum. Ný útgáfa er væntanleg fyrir jól. Ungbarnið — um þroska og umönnun bama fyrstu tvö æviárin er handhægt leiðbeiningarrit með myndum eftir hjúkrunarfræðingana Maríu Heiðdal og Önnu Ólafsdóttur. Aðhlynning aldraðra eftir Sólveigu Jóhannsdóttur er nýkomin út. Bíllinn eftir Guðna Karlsson er kom- inn út í fjórðu útgáfu, mikið breytt og aukin. Komin er önnur útgáfa á Lostæti með lítilli fyrirhöfn sem kom út í fyrra og seldist upp á svipstundu. Nú koma tvær nýjar matreiðslubækur í sama flokki. Einnig koma tvær minni matreiðslu- bækur út. Meðal nýrra námsbóka eru Dönsk málfræði, Ritgerðabókin, Hreyfingar- fræði, íþróttasálfræði og mikið endur- skoðuð útgáfa af Straumar og stefnur í íslenskum bókmenntum frá 1550 eftir Heimi Pálsson. Hörpuútgáfan Hver einn bær á sína sögu. Saga Ljár- skóga í Dölurn. Höfundurinn, Hall- grímur Jónsson frá Ljárskógum, leiðir okkur frá fyrstu sögnum til okkar daga með hrynjandi frásagnarsnilld. Lesand- inn hlýtur að hrífast af frásögn hans, hvort sem hún er af órofafegurð náttúr- unnar umhverfis lítinn smaladreng, þættir úr fornum sögnum, sem snerta forfeður hans og formæður, hof eða hörga, greni lágfótu eða heimilið í Ljárskógum. Gamansemi gætir hressi- lega í sumum frásögnum hans, en hann lætur heldur ekki ósagðar harmsögur. þar sem djúp og innileg samúð birtist frá hendi hans. I'bókinni er fjöldi ljósmynda. Glampar í fjarska á gullin þil — Frá- söguþættir. Höfundurinn, Þorsteinn Guðmundsson á Skálpastöðum í Lundareykjadal, hefur verið virkur í forystusveit borgfirskra bænda um flest sem til heilla horfir. Hann hefur fengist nokkuð við ritstörf. Kvæði og greinar eftir hann hafa birst í blöðum og tíma- ritum. Þættirnir í þessari bók eru af sönnum atburðum sem höfundur hefur upplifað á langri ævi. M.a. af snörpum viðskiptum hans við laxinn í Grímsá, þar sem snilli og þolinmæði ráða úrslit- um leiksins. Bókin lýsir vel næmri til- finningu höfundar fyrir náttúrunni og lífinu í kringum hann. Leiftur frá liðnutn árum 2. Safnað hefur séra Jón Kr. ísfeld. Nú kemur út 2. bindið í þessum bókaflokki. Fyrsta bókin kom út á s.l. ári og hlaut mjög góðar viðtökur. í bókinni eru fjölbreytt- ar frásagnir. Sagt er frá margháttuðum þjóðlegum fróðleik, reimleikum, dul- rænum atburðum, skyggnu fólki, skipa- ströndum, skaðaveðrum, sérstæðum hjúskaparmálum ofl. Borgfirzk blanda 6. Safnað hefur Bragi Þórðarson. Væntanlegt er í haust sjötta bindið af þessu safnriti. Upphaf- lega var ætlunin að bækurnar yrðu fimm. En vegna fjölda áskorana er út- gáfunni haldið áfram. Efnið er með sama sniði og áður blanda af þjóðlífs- háttum, persónuþáttum og gamanmál- um. Föðurlandsvinir á flótta eftir norska rithöfundurinn Asbjörn 0ksendal. Hörpuútgáfan hefur áður gefið út eftir 0ksendal bækurnar „þegar neyðin er stærst" og „Gestapo í Þrándheimi." Bækur þessar hafa notið mikilla vin- sælda hérlendis. M.a. þess vegna kom 0ksendal ásamt eiginkonu sinni til ís- lands nú í sumar. Hann heimsótti Akra- nes og ferðaðist á vegum útgáfunnar um söguslóðir Borgarfjarðar. Hættuför á norðurslóð er ný spennu- saga eftir bandaríska rithöfundinn DUNCAN KYLE. Eftir hann er áður útkomin á íslensku bókin ísbúrið. Þessi nýja bók segir frá hættulegri flugferð á norðurslóð, þ.e. flugleiðinni frá Banda- ríkjunum um Grænland og ísland til Englands. Harðsvíraðir glæpamenn og eiturlyfjasalar halda um taumana. Þrjár nýjar ástarsögur: „Þú ert ástin mín.“ Fjórtánda bókin eftir höfundinn vinsæla BODIL FOSBERG. .Elskaðu mig.“ Sjöunda bókin í flokknum „Rauðu ástarsögurnar“ eftir ERLING POULSEN. Þriðja ástarsagan eftir ensku skáldkonuna NETTU MUSK- ETT, en eftir hana hafa komið út nokkrar bækur á íslensku. Nýja bókin hennar heitir „Njóttu mín.“ Leikir og létt gaman — séra Sveinn Víkingur tók saman. í þessa bók er safnað leikjum og gamni fyrir fólk á öll- um aldri. Ertu ískemmtinefnd?Áttu von á gestum? Hvað viltu gera til þess að skemmta þeim? Leikir og létt gaman leysir þann vanda. Þessi vinsæla bók, sem hefur verið ófáanleg um árabil, er væntanleg nú í haust. Draumráðningar og spilaspá. Bók þessi kemur út í 2. prenntun nú í haust. Þar er að finna svör við áleitnum spurn- ingum. Boðar draumur þinn ást, ham- ingju, gleði, sorg, ágóða, nýja vini? Vilt þú læra spilaspá? Bók sem ungir og gamlir spá í. 28

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.