Bókasafnið


Bókasafnið - 01.10.1982, Blaðsíða 27

Bókasafnið - 01.10.1982, Blaðsíða 27
höfundar, ljóðin ef til vill persónulegri. Guðrún Svava Svavarsdóttir mynd- listarmaður sendir frá sér sína fyrstu ljóðabók: Þegar þú ert ekki. Hún segir á hreinskilinn og einlægan hátt frá sam- bandi sínu og Þorsteins frá Hamri. Bók- in er prýdd myndum eftir hana sjálfa. Eftir Sigurð Pálsson keur út Ljóð vega gerð. Þetta er þriðja ljóðabókin í tríólógíunni um ljóðvegina. Hinar fyrri voru: Ljóð vega salt og Ljóð vega menn. Báðar hlutu þær góðar móttökur og lof gagnrýnenda. Sigurður er jafnframt vel kunnur fyrir leikrit sin og þýðingar. Ennfremur kemur út Ljóðasafn Hannesar Sigfússonar. Þetta er heildar- útgáfa á ljóðum Hannesar. Kjartan Guðjónsson myndskreytir bókina. Þetta er fjórða bók í flokki IÐUNNAR með ljóðasöfnum meiriháttar samtíðar- skálda. Áður eru komin út söfn eftir Hannes Pétursson, Stefán Hörð Gríms- son og Sigfús Daðason. Hannes er talinn með femstu skáldum sinnar kynslóðar og var mjög áberandi í hópi atómskáld- anna svonefndu. Það telst til tíðinda að væntanleg er ný bók frá Svövu Jakobsdóttur sem hefur að geyma nýjar áður óbirtar smásögur, en Svava hefur vakið mikla athygli fyrir ritstörf sín, ekki síst á sviði smásagna- gerðar. Bókin hefur ekki hlotið nafn. Eftir Birgi Engilberts koma út þrír þættir sem væntanlega munu bera titil- inn Andvökuskýrsiumar. Birgir sem er lærður leikmyndateiknari, hefur m.a. skrifað nokkur leikrit sem sýnd hafa verið í sjónvarpi og á sviði. Önnur rit fruinsamin Eftir Hannes Pétursson koma út heimildarþættir sem ekki hafa enn hlot- ið nafn. Meðal efnis má nefna þátt um síðustu ævidaga Bólu-Hjálmars og ann- an um móður hans. Hannes er löngu kunnur sem einhver fremsti höfundur þjóðarinnar og ekki að efa að unnend- um þjóðlegra fræða og góðar frásagnar- listar mun þykja fengur að þessari bók. Ingólfur Margeirsson vakti mikla at- hygli í fyrra þegar út komu endurminn- ingar Guðmundu Elíasdóttur, Lífsjátn- ing, sem hann skráði. Hún hefur nú verið prentuð í þrem útgáfum og til- nefnd til bókmenntaverðlauna Norður- landaráðs. Ingólfur en nú á ferðinni með nýja bók sem hann kallar Erlcnd andlit og ber undirtitilinn myndbrot af mann- fólki. Þetta eru frásögur af sérstæðum persónum sem orðið hafa á vegi höf- undar á ferðalögum erlendis. Fjóðra bindi af Mánsilfri, úrvali end- urminninga sem Gils Guðmundsson hefur tekið saman, kemur út í ár. Þetta er orðið vinsælt safnrit enda mjög fjöl- breytt efni sem Gils hefur tínt saman eftir fólk úr öllum stéttum, konur og karla frá ýmsum tímum. Eftir Einar Braga kemur út Hrak- fallabálkurinn — viðtöl við Plum kaup- mann í Ólafsvík. Einn af síðustu versl- unarstjórum konungsverslunarinnar er söguhetja þessarar bókar. Þegar verslun í landinu var gefin frjáls árið 1786, bauðst honum að kaupa vörur og versl- unarhúsí Ólafsvík, þar sem hann var síðan kaupmaður um árabil. Plum ritaði bækur, sem enn eru til í handriti, meðal annars verslunarsaga hans, sem Einar Bragi reisir frásögn sína á. Eins og í mörgum fyrri bókurn sínum, hefur Einar Bragi laðað fram einhverja bestu þjóð- lífsmyndir í íslenskum bókmenntum. Flosi Ólafsson mun vafalaust vekja athygli með bók sinni: í kvosinni — æskuminningar og bersöglismál. Bókin er minningabrot og hugleiðingar um lífið og tilveruna. Sögusviðið er Kvosin í Reykjavík. Hér eru m.a. bamæsku- minningar úr miðbænum og vestan úr bæ. Þetta er hetjusaga manns sem er að berjast við að vera eins og hann er en ekki eins og hann á að vera og greinir m.a. frá þvi hvernig Flosi breyttist úr bóhem í borgara. Óvenjulegar endurminningar koma út eftir Róbert Maitsland og er þetta hans fyrsta bók. Róbert er svokallað ástandsbarn, fæddur á stríðsárumum, móðir hans íslensk en faðir hans banda- riskur hermaður sem hvarf af landi brott mánuði eftir að Róbert fæddist 1943. Óhætt er að segja að hann hafi ekki farið ótroðnar slóðir í lífinu. Hnn segir af hreinskilni og hispursleysi frá lífi sínu og uppvexti, kynnum sínum af öðru fólki, búskap í Flóanum og brokkgengu lífi í Reykjavík. Róbert er nú búsettur í Kaupmannahöfn. Á leið til annarra manna nefnist sönn frásögn um stúlku er fæddist mikið fötl- uð og var úrskurðuð vangefin. Eftir nær áratugsvistun á Kópavogshælinu kemur í ljós að í viðjum fatlaðs líkama bjó þroskaður hugur. Var það fyrst og fremst fyrir þrautseigju og þolinmæði skrásetjara bókarinnar, Trausta Ólafs- sonar kennara, að það uppgötvaðist að stúlkan var alls ekki vangefin. Þetta er áhrifamikil og átakanleg frásögn en borin upp af bjartsýni. Brian Pilkington og Þórarinn Eldjárn senda frá sér óvenjulega bók um ís- lensku jólasveinana. Þetta er gamansöm lýsing á lífi þeirra í nútímanum. Meðal efnis er viðtal við jólaköttinn, meðmæli frá nokkrum atvinnuveitendum Gluggagægis, sjúkdómsgreining frá sál- fræði Hurðaskellis, auk þess vísur og kvæði, endurmunningaþættir, lögreglu- skýrslur, sakaskrá o.m.fl. Þórarinn Eld- járn annast textahliðina en myndirnar gerir Brian Pilkington. Þýddar bækur, skáldsögur og fleira Frásögn um margboðað morð heitir bókakynningar nýjasta bók Gabriel Garcia Marques sem kernur út í haust. Bók þessi kom fyrst út á frummálinu nú í ár en Guð- bergur Bergsson þýddi bókina úr- spænsku eins og fyrri bækur höfundar- ins sem út hafa kornið á íslensku. Þetta er óvenjuleg morðsaga, rituð af þeirri leikni sem Marques einunr er lagið enda einn þekktasti núlifandi höfundur í Suður-Ameríku. Bókin hefur hlotið mikið lof selst í meira en milljón ein- tökum á spænsku og kemur nú út nær samtímis í 32 löndum. Önnur bók eftir Suður-Amerískan höfund kemur út í haust: Hinn ósýnilegi eftir Manuel Scorza en Iðunn hefuráður gefið út eftir sama höfund Rancas-þorp á heljarþröm. Þessi bók fjallar um bar- áttu indíána í Perú fyrir tilveru sinni og blóðbaðið sem því fylgir. Bókin greinir frá sönnurn atburðum. Manuel Scorza er fæddur í Lima, höfuðborg Perú. Hann er nú brottrækur úr heimalandi sínu vegna andstöðu við yfirvöld og býr í París. Hann hefur skrifað fimm binda skáldsagnaröð um þessa átakanlegu baráttu indíánanna við yfirboðara sína. Hinn ósýnilegi er annað bindið af þess- um heimildaskáldsögum og hefur hlotið mikið lof um allan heim. Hvert bindi er sjálfstætt en saman mynda þau eina heild. Ingibjörg Haraldsdóttir þýddi bókina úr spænsku. Lausnarorð er fyrsta bók Marie Cardin- al sem út kemur á íslensku. Hún er fædd í Alsír en stundaði nám í París og lagði síðan stund á háskólakennslu í heim- speki. Á fertugsaldri tekur hún að þjást af sálsýki og þar kemur að hún gengst undir sálgreiningu sem m.a. greinir frá í þessari bók. Hún segir frá uppvexti sín- um í siðavöndu kaþólsku umhverfi betri borgara og lýsir af vægðarleysi sam- skiptum þeirra mæðgna sem hafa gagn- ger áhrif á líf dótturinnar. Bókin hefur verið þýdd á mörg tungumál og vakið mikla athygli. Sjólaug Sveinsdóttir þýddi. Fyrsta bók bandarísku skáldkonunn- ar Anais Nin á íslensku kallast Unaðs- reitur og hefur að geyma þrettán gleði- sögur. Hér er lýst kynnautn kvenna og ýmsum tilbrigðum kynlífsreynslunnaraf mikilli list og hispursleysi. Sögur Anais Nin hafa verið þýddar á fjölda tungu- mála og hvarvetna vakið athygli og að- dáun, ekki síst Dagbækur hennar í nokkrum bindum. Guðrún Bachmann þýddi sögurnar. Endurminningar frægra leikara eru fyrirferðamiklar á erlendum bókamark- aði. Fáar hafa þó vakið slíka athygli og sem ævisaga Elizabeth Taylor sem væntanleg er á íslensku í haust. Þetta er kinnroðalaus lýsing á lífi og ástum stjörnu. Höfundurinn, Kitty Kelley, fer óvægum höndum um Iíf leikkonunnar, 27

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.