Bókasafnið


Bókasafnið - 01.10.1982, Blaðsíða 12

Bókasafnið - 01.10.1982, Blaðsíða 12
viðhorf „Mikill misskilningur ef bókaverðir halda sig inna af hendi einhverja þjónustu við rithöfunda.....” — segir Jóhannes Helgi, rithöfundur Spurt er um viðhorf undirritaðs til al- menningsbókasafna og bókavarða. Það er satt best sagt alveg á mörkunum að ég vilji sjá af klukkutíma í umfjöllunina. Svör mín og kollega minna munu engu breyta. Þetta þjóðfélag okkar er ekki þeirrar gerðar að það taki sönsum frammi fyrir rökum, það hefur sýnt sig að þessi furðuskepna sem heitir ríkisvald og rekur m.a. almenningsbókasöfnin, tekur ekki afstöðu til nokkurs skapaðs hlutar, leiðréttir ekki nokkurt ranglæti, nema frammi fyrir krepptum hnefum manna sem eru þess umkomnir að valda umtalsverðum usla í samfélaginu. Og það hefur því miður einnig komið á daginn að rithöfundar í landinu eru svo guðsvolaður söfnuður að hann ber ekki einu sinni gæfu til að standa vörð um fjöregg sitt, höfundarréttinn og lífs- nauðsynlegan afrakstur hans. Það er ekki fyrr búið að sameina rithöfunda í eitt hagsmunafélag, sem einhvers ætti að vera megnugt, en byrjað er að bera inn á fundina sprengiefni sem heitir pólitík, og nú eru samtökin að liðast í sundur rétt einu sinni. En mér skilst að þjófnaðurinn á höfundarrétti, alger til skamms tíma, þetta furðulega fyrirbæri sem nánast ókeypis útlán á hugverkum er, séu gamlar ofdrykkjuvarnir, eigi rætur sínar að rekja til einhverra kurfa sem sátu á alþingi á fyrri helmingi aldarinnar. Þá var kreppa í landi og atvinnuleysi og með einhverjum hætti þurfti að tryggja að menn legðust ekki í brennivín í ein- beru afþreyingarskyni. En það er ekki hægt að gefa það sem maður ekki á nema gera annað tveggja, kaupa það fyrst — eðasölsa undirsig, sem erháttur ófrómra, og þann kost valdi alþingi. Því dugði ekki að hafa áður gert höfundar- rétt, skýlausan eignarrétt, upptækan til ríkisins nokkrum áratugum eftir lát höf- unda. Þeirskyldu líka rúnirlifandi — og það er á því ráni sem almenningsbóka- söfn og bókaverðir og lánþegar þrífast og hafa gert lengi. Og með síhækkandi söluskatti á bækur hefur ríkisvaldið þrengt kosti starfandi rithöfunda í þeim mæli, að þeir eru nánast þjóðnýttir. Launatekjur þeirra eru álíka tryggar og manns sem hefur bingóspil að atvinnu, lífeyrissjóðsréttinda njóta þeir ekki heldur, ekki almennra mannréttinda. Og við störfum ekki aðeins í minnsta málsamfélagi í veröldinni; leiðin frá því yfir í önnur málsvæði er svo ógreið sem framast má vera. íslendingar á níunda tug aldarinnar hafa ekki aðeins væng- stýft heila kynslóð rithöfunda, þeir eru langt komnir með að drepa hana, og það á mesta verklegu framfaraskeiði þjóð- arinnar. Nokkur bragarbót hefur verið gerð á höfundarréttargreiðslum fyrir útlán bóka á síðustu árum, eitthvað kákað í málið, þannig að á síðasta ári voru veittar á fjárlögum 800 þúsund krónur í þessu skyni, u.þ.b. tvö þrjú þúsund krónur per haus. Greiðslurnar eru samt ekki miðaðar við útlán á bókum ein- stakra höfunda, það telja bókaverðir nánast óframkvæmanlegt, ef ekki auka- atriði, og við lifum á tölvuöld. Þessi fyr- irsláttur bókavarða ber ekki vott um ýkja mikinn skilning á eignarétti. Slík talning hefur aldrei verið vandamál í nágrannalöndum, sem inna af hendi greiðslur til höfunda í samræmi við út- lán á bókum þeirra. íslensku söfnin greiða samkvæmt titlafjölda í hillunum. Ég býst ekki við að það sé almennt á vitorði bókavarða hve fráletur afrakstur íslenskra höfunda af bókum sínum í al- menningsbókasöfnum er í samanburði við önnur ríki, t.d. Danmörku, ekki stærra ríki þó. Það sem útlánahæsti höf- undur Dana ber úr býtum árlega er hundraðföld sú upphæð sem eintaka- hæsti íslendingurinn fær í sinn hlut, og kemur fleira til en talning eintakanna éin sér. Það hvarflar ekki að dönskum stjórnvöldum að traðka á rithöfundum í landi sínu. Það er mikill misskilningur ef bóka- verðir halda sig inna af hendi einhverja þjónustu við rithöfunda í landinu. Það er þveröfugt —- eins og greiðslum til höfunda er háttað I dag. Maður sem getur fengið bækur heimsendar að vild sér að kostnaðarlausu, hann kaupir ekki bækur svo nokkru nemi, hann fer heldur i tvær sólalandaferðir á ári. Ég skil hann vel. Ef umsvif bókasafnanna halda áfram að aukast án þess að greiðsla af einhverju viti til höfunda komi til munu söfnin ganga af bókaútgáfunni í landinu dauðri. Það er svo einfalt. Hún hefur þegar skroppið svo saman að farið er að nálgast hættumörk. Ég skrifaði fyrir nokkrum árum greinaflokk um þessi efni. Ein greinin hét Bók er bíó. Nú vill svo til að hægt er að gera samanburð á heimlánuðu bíói og heimlánaðri bók. Ég á við vídeóið, sem gerði íslendinga á augabragði að kræfustu höfundarréttarþjófum sem um getur í heimsbyggðinni; hugsunarhátt- urinn er kominn beinustu boðleið frá ríkisvaldinu. Leigugjald fyrir Vídeó- spólu er fimmtíu krónur á sólarhring. Bók er bíó. Leigugjald fyrir bók er átta aurar á sólarhring, fjórir aurar, ef tvær eru lesnar. Einfalt reikningsdæmi. Árs- kort frá Borgarbókasafninu kostar þrjá- tíu krónur á ári. Hingað hafa nýlega komið erlendir lögfræðingar, gæslumenn höfundarrétt- ar Vídeóspóluframleiðendanna og haft uppi nákvæmlega sömu andmæli gegn 12

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.