Bókasafnið


Bókasafnið - 01.04.1992, Síða 5

Bókasafnið - 01.04.1992, Síða 5
Bókasafn Norrxna hússins árið 1969 ... skiptist bókakosturinn nokkurn veginn jafnt í fagurbók- menntir og fræðibækur. Langmestur hluti er lánaður út en einnig er talsvert af handbókum. Ritin eru á öllum Norð- urlandamálunum, dönsku, finnsku, færeysku, græn- lensku, norsku, samísku og sænsku en lítið er af bókum á íslensku. Rit eru yfirleitt keypt á frummálinu en einnig eru keyptar þýðingar finnskra, færeyskra, grænlenskra og samískra bóka á dönsku, norsku og sænsku. Reynt er að hafa sem fjölbreyttast úrval bóka um Island og íslensk málefni, einkum til að þjóna erlendum gestum. Því eru keypt ýmis rit á íslensku, og jafnvel ensku, auk flestra þeirra rita sem út eru gefin á norrænum tungum um ísland. íslensk skáldverk eru aðeins keypt í þýðingum á önnur Norðurlandamál. Af fræðibókum er einkum lögð áhersla á sögu og menningu Norðurlanda, tungumál, bókmenntasögu, listir og þjóðfélagsmál. Það liggur í aug- um uppi að aðeins brot af öllum þeim fjölda bóka, sem gefnar eru út á Norðurlöndunum ár hvert, koma í bóka- safnið. Það hefur hvorki fjármagn til að kaupa þær allar né heldur pláss til að geyma þær. Enda er það ekki í verka- hring safnsins. Því er ætlað að vera safn samtímabók- mennta og geyma úrval úr bókaútgáfu norrænna þjóða hverju sinni. Það er vandasamt verk að hafa yfirsýn yfir allt það sem út er gefið á Norðurlöndunum og velja úr því innan þess ramma sem þannig er settur. Bókaval er aðal- lega í höndum bókavarða safnsins en þar hafa þeir lengst af notið aðstoðar norrænu sendikennaranna. Það er ómet- anlegt að geta leitað til þeirra; þeir eru hingað komnir til að kynna tungu og menningu þjóðar sinnar, þar með taldar nýjustu bókmenntir, og fylgjast því grannt með því sem er að gerast í bókaútgáfu. Flestar bækur eru keyptar beint frá bóksölum og sér einn bóksali í hverju landi um að útvega bækurnar. Nokkuð er um bókagjafir. Flokkun, skráning og annar frágangur fer fram í safninu. Árið 1991 var fjárveiting til bókakaupa um 1.5 milljónir króna. í upphafi var gert ráð fyrir að fjöldi binda í safninu yrði ekki meiri en 15.000 bindi en nú er hann nærri helmingi meiri. Húsnæðið leyfir varla þann fjölda og er því byrjað að grisja bókakostinn. Fyrir um þremur árum var efnt til bóksölu um eina helgi og seldar barnabækur, skáldrit og nokkurt magn fræðibóka, bækur sem lítið eða ekki höfðu verið lánaðar út s.l. 5 ár, auk tvítaka. Ágóðanum var varið til þess að kaupa handbækur um ísland. Þetta tiltæki mæltist almennt vel fyrir og stendur til að endurtaka það fljótlega og síðan eftir þörfum, a.m.k. meðan ekki er til geymslusafn hér á landi. Safnið er áskrifandi að tæplega 200 norrænum tímaritum um hin margvíslegustu efni og eru þau til útláns að undanskildu nýjasta heftinu hverju sinni. Dagblöð frá öllum Norðurlöndunum berast dag- lega með flugpósti og liggja frammi í kaffistofu hússins. Mikil eftirspurn er eftir gömlum dagblöðum og má segja að sjaldan þurfi að henda þeim. Algengt er að kennarar í norrænum málum fái þau til notkunar í kennslu og þau eru send til bókasafna og einstaklinga úti á landi. Deildaskipting bókasafnsins Þó að húsnæði safnsins bjóði ekki upp á deildaskipt- ingu má segja að þrjár sérdeildir séu í því; tónlistardeild, listlánadeild og deild efnis frá hinum svokölluðu jaðar- svæðum. Tónlistardeild Fljótlega var byrjað að lána út hljómplötur í safninu en á 10 ára afmæli hússins árið 1978 var keypt mikið safn bóka um tónlist og nótna eftir norræn tónskáld. Þá var öllu 5

x

Bókasafnið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.