Bókasafnið

Ataaseq assigiiaat ilaat

Bókasafnið - 01.04.1992, Qupperneq 10

Bókasafnið - 01.04.1992, Qupperneq 10
Súlurit 1. Útlán og aðsókn 1987-1991. kunnáttu sinni við yfir sumarmánuðina. Börnin eru hvött til að nýta sér safnkostinn, fylgst er með framvindu þeirra og þeim veittar ýmsar viðurkenningar nái þau ákveðnum árangri. Yfir 100 börn geta tekið þátt í starfinu og iðulega eru lesnar yfir 300.000 blaðsíður á þessum vikum. Hver dagskrá hefur ákveðið þema. Síðastliðið sumar var t.d. minnst 125 ára útgáfuafmælis Lísu í Undralandi. Útbreiðsla og almannatengsl NASL nýtur líklega betri aðgangs að fjölmiðlum en gengur og gerist meðal íslenskra almenningsbókasafna. Allar fréttatilkynningar hafa greiðan aðgang að skjá-, sjón- og útvarpi. Safnið og þjónusta þess er og reglulega auglýst í þessum miðlum. Ekki er t.d. óalgengt að sjón- varpið taki viðtöl við starfsfólk og/eða sýni frá bókavik- um, bókasýningum og öðrum uppákomum. Þessu til við- bótar hefur safnið óheftan aðgang að vikublaði stöðvar- innar en því er dreift í yfir 4.000 eintökum. Vikublaðið hefur því verið óspart notað til beinnar kynningar á þjón- ustu, nýju efni o.fl. Fastur liður í starfsemi bókasafnsins er árleg bókasafns- vika í apríl. Hún er haldin að tilstuðlan Bandarísku bóka- varðasamtakanna sem velja þemað og útbúa kynningar- efni en hverju safni er í sjálfsvald sett hvernig það stendur að dagskránni. Markmið vikunnar er að kynna bókasöfn og starfsemi þeirra. Undanfarin ár hefur þema bókasafns- vikunnar beinst að bókaverðinum sjálfum og ímynd hans sem sérfræðings. Dæmi um þetta er forskriftin: „Ask a Professional — Ask a Librarian.“ NASL hefur m.a. notað safnavikuna til að kynna Island, sögu þess og menningu fyrir safngestum. I því skyni hefur m.a. verið boðið upp á ferðir í Stofnun Árna Magnússonar, Listasafn íslands o.fl., ljósmyndarar hafa verið með skyggnusýningar og fyrirlesarar hafa m.a. fjall- að um ferðalög á íslandi og íslenska hestinn. Annar stór þáttur í þjónustu við bæjarfélagið er samningur NASL við bandarísk skattayfir- völd um að vera dreifingaraðili skattaeyðublaða á svæðinu. Sérþjálfaður starfsmaður er einnig fær um að veita grunnupplýsingar um útfyllingu framtala. Tölvuvæðing Þrjú ár eru síðan tölvuvædd útlán hófust í NASL og á þessu ári verður skráningin tölvu- vædd. Viðskiptavinir safnsins hafa aðgang að tölvu til almennra nota og safnið er með útlán á almennum tölvuforritum (public domain software) fyrir IBM og Apple tölvur. Annað Á Keflavíkurflugvelli eru útibú frá fjórum bandarísk- um háskólum. Einn skólanna býður upp á mastersnám í stjórnun og starfsmannahaldi. Til stuðnings þessu námi sér NASL um lítið 1.000 binda sérbókasafn auk þess að sinna öllum almennum upplýsingaþörfum nemenda skól- anna. Þar sem NASL þiggur bein fjárframlög frá Bandaríkja- þingi er því skylt að bjóða upp á ókeypis þjónustu. Not- endur eru hvorki krafðir um greiðslu fyrir lánþegaskír- teini né er skilasektum beitt. Greiða verður þó skemmdar bækur, svo og fyrir týndar bækur, ljóstritunarþjónustu og fyrir dýrari millisafnalán (90% fást ókeypis). Á svæðinu eru tvö önnur bókasöfn; grunnskóla- og framhaldsskóla- safn (high school). Náin samvinna er á milli allra safnanna og hittast forstöðumenn þeirra reglulega. Einangrun NASL gerir það að verkum að til þess eru gerðar miklar kröfur. Safnið á að vera almennings-, barna-, háskóla- og sérfræðibókasafn allt í senn. Fyrst og fremst gegnir það þó hlutverki lítils almenningsbókasafns og sem slíkt býður það upp á þjónustu sem sjálfsögð þykir í sambærilegum söfnum. Hér hefur verið stiklað á því helsta varðandi starfsemi NASL. Vonandi eru lesendur nú einhverju fróðari um almenningsbókasafnið á Miðnesheiði. Allar frekari upp- lýsingar veitir greinarhöfundur í síma 92-54510 á vinnu- tíma. FRÆÐIRIT FRÆÐIRIT SKÁLDRIT SKÁLDRIT NÝSIGÖQN KIUUR TÍMARIT FYRIR FYRIR BÖRN BÖRN ■ SAFNKOSTUR % □ ÚTLÁN % E1 NOTKUN Súlurit 2. Útlán safnefnis 1991. SUMMARY The Naval Air Station Library The library of the Naval Air Station in Keflavík can be defined as an all purpose public library. The article, which provides a thorough introduction to all its functions and services, endeavours to demonstrate that it is in fact a particular type, which includes, of necessity, many fea- tures of other kinds such as academic, special and school libraries. Divergent attitudes, rules and habits are appar- ent throughout as various issues like composition of user groups, collection and selection, user statistics, staff qual- ifications, services for children, public relations and auto- mation are discussed. Cooperation with other libraries within the compounds of the naval base is also empha- sized. 10
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Bókasafnið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.