Bókasafnið


Bókasafnið - 01.04.1992, Síða 11

Bókasafnið - 01.04.1992, Síða 11
Lotte Gestsson bókavörður, Þýska bókasafninu Þýska bókasafnið Þýska bókasafnið er stofn- un sem hefur verið til í meira en 30 ár. Það var upp- runalega stofnað af fyrsta þýska sendikennaranum við Háskóla Islands eftir seinni heimstyrj- öldina, í kringum 1954. I upp- hafi var bókakosturinn fyrst og fremst ætlaður þýskunemum í Háskólanum, þ.e.a.s. aðal- áherslan var lögð á bókmenntir og bókmenntafræði, málvísindi og sögu Þýskalands. Smám saman hefur safnið þó víkkað út starfssvið sitt, ekki síst vegna þess að þýskukennarar á Islandi byrjuðu að notfæra sér safn- kostinn í æ ríkari mæli svo og aðrir sem hafa áhuga á þýskri tungu og menningu. Frá og með árinu 1975 tengdist safnið hinni opinberu menningarstofnun Sambandslýðveldisins Þýska- lands, Goethe Institut, en það var ekki fyrr en 1983 sem það var gert að raunverulegu útibúi hennar. Hlutverk stofnunar- innar er að „stuðla að útbreiðslu þýskrar tungu og styrkja menn- ingartengsl milli landanna“. Það segir sig sjálft að bóka- safnið er „hjarta“ starfsemi Goethestofnunarinnar á Is- landi. Megnið af þeim bókum sem þar eru geymdar eru fagur- bókmenntir og bókmenntafræðileg, málfræðileg og kennslufræðileg rit. Auk þess eru bækur urn sögu Þýska- lands, heimspeki, félagsfræði, guðfræði o.fl. Þar sem hús- næði safnsins er ekki ýkja stórt hefur aðallega verið reynt að safna efni á þeim sviðum sem íslensk bókasöfn hafa ekki tök á að sinna. A safninu eru ennfremur bækur urn Island sem hafa kornið út í Þýskalandi, svo og íslensk bókmenntaverk í þýskum þýðingum. Samtals eru á safn- inu u.þ.b. 4500 bindi. Bókasafnið fær reglulega úrval af þýskum dagblöðum, tímaritum og vikublöðum sem ávallt liggja frammi og eru mikið notuð og lesin af gestum safnsins. Snældur eru aðallega í tengslum við þýskukennslu. A seinni árum hefur verið byrjað að byggja upp myndbandasafn sem nýtur mikilla vinsælda. Allar bækur safnsins og einnig tímarit eru til útláns nema handbækur og nýjustu tölu- blöð tímarita. Notendur bókasafnsins eru aðallega Islendingar og miðast starfsemin nær eingöngu við þarfir þeirra. Mikil- vægur þáttur í starfsemi bókasafnsins er upplýsingamiðl- un. Hér ber fyrst að nefna fyrirspurnir urn skóla og nám í Þýskalandi, bæði tungumálanámskeið og háskólanám, og Ihúsakynnumþýska bókasafnsins er miðpunktur menningartengsla Islands ogÞýska- lands. einnig framhaldsmenntun á öðrum sviðum og í öðrurn starfsgreinum. I húsakynnum safnsins geta farið fram upplestrar, fyrirlestrar og kvikmyndasýningar. Þar komast fyrir um 70-80 manns. Þar eru einnig haldin námskeið, jafnvel smærri sýningar, og einu sinni breyttist safnið rneira að segja í leikhús þegar Alþýðuleikhúsið sýndi þar leikrit eftir þýskan höfund. Þó að húsnæðið sé ekki ýkja stórt er hægt að nýta það á margvíslegan hátt. Loks má geta þess að safnið er staðsett í miðbænum, nánar tiltekið í Tryggvagötu 26, á 4. hæð. Það er opið frá kl. 14-18 alla virka daga nema föstudaga. SUMMARY The German Library The German Library in Reykjavík, as part of the Goethe Institute, offers for the Icelandic public — through its collection and pro- grammes — a cultural, linguistic and scientific link with Germany. Library material has been available for more than 30 years, though actual housing was created only in 1983. The collection and services are described and a sample of other cultural events, beyond tradition- al library attractions, is presented with the purpose of raising the interest of potential patrons. 11

x

Bókasafnið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.