Bókasafnið


Bókasafnið - 01.04.1992, Page 70

Bókasafnið - 01.04.1992, Page 70
orðum), sem skera sig vel úr texta, er raðað í stafrófsröð en ekki gerður greinarmunur á grönnum og breiðum sér- hljóðum, t.d. a og á. Auk efnisorðanna eru notuð svoköll- uð „lykilorð". Nýyrði og sjaldgæf orð er hægt að finna með hjálp samsvarandi erlendra orða (lykilorða) einkum úr dönsku og ensku. Þessi erlendu orð eru höfð í hliðar- dálki á viðeigandi stað í stafrófsröðinni. Frá þeim er síðan vísað í íslenska orðið. Það auðveldar mjög uppflettingar í ritinu að efsta efnisorð á opnu vinstra megin og neðsta efnisorð á opnu hægra megin eru sett efst á hvert blað með stærra letri en er á greinunum. Texta á hverri blaðsíðu er skipt í þrjá dálka en fjórði dálkurinn er stundum notaður fyrir myndefni og skýringar til viðbótar og gefur slíkt upplýsingunum aukið gildi. Góðar upplýsingar um notk- un ritsins eru á fyrstu blaðsíðum í fyrsta bindi. Þar á ég við formála, lista yfir skammstafanir, sem einnig fylgir á lausu spjaldi, og kafla sem nefnist „leiðbeiningar um notkun“. Prentun ritsins er skýr, pappír er góður og ekki of glans- andi en þó kannski helst til hvítur. Bókband virðist gott (ritið er enn sem nýtt þrátt fyrir talsverða notkun) en vegna stærðar bindanna verða þau að liggja á borði við notkun. Enga atriðisorðaskrá eða aðrar hjálparskrár er að finna í ritinu. Niðurlag Það er ekki ýkja margt sem hægt er að setja út á íslensku alfrœðiorðabókina. Hún er að mínu mati afar gagnlegt rit og þegar í mikilli notkun á bókasafni því sem ég starfa á. Sömuleiðis er hún mikið notuð heima hjá mér enda var hún á réttmætan hátt auglýst sem „háskóli heimilanna". Þrátt fyrir það að ritið sé að 2/3 hluta til byggt á dönsku alfræðiriti ber það engan þýðingarsvip. Það er á góðu máli og mikil áhersla hefur verðið lögð á að finna heppilegustu efnisorðin, eða jafnvel nýyrði sem hæfa hverju sinni, þótt auðvitað megi alltaf deila um einstök orð. Margrét Loftsdóttir íslensk tímarit í 200 ár : skrá um blöð og tímarit frá upphafi til 1973 / Böðvar Kvaran og Einar Sigurðsson tóku saman. — Reykjavík : [s.n.], 1991. — xx, 205 s. Fyrir rúmum 20 árum gáfu þeir Böðvar og Einar út fjölritaða skrá um íslensk blöð og tímarit frá upphafi til 1966. Óhætt er að fullyrða að sú skrá hafi verið vel þegin og mikið notuð þó að hún væri aðeins hugsuð sem bráða- birgðaútgáfa og hefði sem slík ýmsa annmarka. Þar var getið um 1955 blöð og tímarit en fjölrit ekki tekin með nema að takmörkuðu leyti. Nú hafa þeir félagar bætt um betur og gefið út nýja skrá og lagt með henni stóran skerf til útgáfu íslenskra bók- fræði- og heimildarita. Hér er stefnt að tæmandi skrá yfir prentuð og fjölrituð íslensk blöð og tímarit. Færslur eru tölvuunnar í marksniði og verður skráin því vonandi fljót- lega aðgengileg í helstu tölvukerfum íslenskra bókasafna. Höfundar hafa viðað að sér efni og byggt á grunni hand- rits skrár þeirrar sem Geir Jónsson og síðan Böðvar Kvar- an hafa unnið að í Landsbókasafni um blöð og tímarit þar. Helstu yfirlitsrit sem áður hafa komið út um íslensk tíma- rit, auk fyrrnefnds fjölrits, eru ritgerð Halldórs Her- mannssonar The periodical literature of Iceland down to theyear 1874 : an historical sketch (1918) og bók Vilhjálms Þ. Gíslasonar Blöð og blaðamenn 1773-1944 (1972). Þessi rit eru þó ekki skrár í líkingu við þessa heldur er markmið íslensk tímarit í 200 ár Skrá um íslensk blöð og tfmarit frá upphafi til 1973 Böðvar Kvaran Og Einar Sigurðsson tóku saman Reykjavík 1991 þeirra umfjöllun um ritin. Einnig hafa komið út yfirlit um blaðaútgáfu á nokkrum stöðum á landinu og í Vestur- heimi. Annars hafa upplýsingar um tímarit aðeins birst sem hluti af almennum bóka- og safnaskrám. Hér hafa höfundar því dregið saman á einn stað upplýsingar sem áður þurfti að týna saman úr ólíkum áttum. Auk þess koma hér út í fyrsta sinn upplýsingar um fjölda blaða og tímarita sem hvergi hafa birst áður. Seinni tímamörk skrárinnar miðast við lok árlegrar að- fangaskrár yfir tímarit í Árbók Landsbókasafns íslands. Síðan áttu að koma út samsteypuskrár yfir blöð og tíma- rit. A árunum 1974-1978 voru íslensk tímarit ekki skráð í íslenska bókaskrá og engin samsteypuskrá hefur enn komið út yfir þau. Frá 1979 hafa ný blöð og tímarit hvers árs verið skráð þar en engin leið er að sjá t.d. hve lengi þau komu út. Enn sem komið er hafa íslensk tímarit ekki verið færð inn í Gegni, tölvukerfi Landsbókasafns og Háskóla- bókasafns. Það er þó aldrei að vita nema hið vaska Gegnis- lið keyri út 20 ára samsteypuskrá yfir íslensk tímarit árið 1994. Sjálfsagt mundi sú skrá slaga hátt upp í þessa að umfangi. I inngangi ritsins er sett fram greinargóð efnisafmörkun þess. Auk þeirra rita sem samkvæmt þrengstu skilgrein- ingu teljast blöð og tímarit segjast höfundar m.a. taka með tölusettar ritraðir, hvort sem þar er um að ræða einefnisrit eða safnrit, þó ekki ef þær fjalla aðeins um starfsemi einstakra stofnana. Ekki eru tekin með ritsöfn sem þeir telja auk formlegra einkenna hafa fyrirsjánlegan endi. Ýmsar undantekningar eru frá þessu í skránni án þess að hægt hafi verið að skilgreina það nánar og segja höfundar oft hafa verið úr vöndu að ráða. Fjölmargar opinberar stofnanir, einkum rannsóknastofnanir, gefa út tölusettar ritraðir eða skýrslur þar sem birtar eru niðurstöður rann- 70

x

Bókasafnið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.