Alþýðublaðið - 20.01.1967, Qupperneq 8

Alþýðublaðið - 20.01.1967, Qupperneq 8
Eins og komið hefur fram í fréttum fékk kvikmyndin Rauða skikkjan, sem frumsýnd var í Kaupmannahöfn á mánudaginn, liinar verstu viðtökur. Frumsýn- ingin einkenndist þó aí miklum hátíðasviþ og var til hennar boð- ið heiztu fyrirmönnum. Þar var meðal annarra Margrét prinsessa. Frumsýningai-innar var beðið með mikilli eftirvæntingu. Sú eftir- vænting breyttist í vonbrigði að því er dönsku blöðin segja. Kvik- m.yndagagnrýnendur þeirra lýsa því yfir, að þeim hafi hundleiðzt að horfa á myndina, myndin sé algerlegá misheppnuð og öllum mikif vonbrigði. Það er langt síðan nokkur mynd hefur fengið svo giagsilega frum- sýningu í Danm. sem Rauða skikkj an. Framleiðendur kvikmyndar- innar, Bent Christensen og Sven Grönnelykke tóku á móti frum- sýningargestum við komuna. — Frumsýningargestir liöfðu mikinn áhuga á að sjá aðalleikarana tvo, Oleg Vidov og Gittu Hænning, — einnig Evu Dahlbeck og Gunnar Björnstrand, en þau ásamt fram- leiðendum myndarinnar tóku á Þarna er Gísli Alfreðsson vígalegur í hlutverki sínu, þar sem hanni á í höggi við Hagbarð. móti Margréti prinsessu, er hún er hægt að neita því, heldur hann kom til sýningarinnar. Rauða skikkjan er dýrasta kvikmynd, sem Danir hafa gert. Kostnaður vi'ð gerð hennar er um 18 — 19 milljónir króna, sem skipt ist á mlíii þeirra þriggja fyrir- tækja, sem standa að gerð henn- ar. danska félagsins ASA, Edda- film og sænska félagsins MAR. Upphaflega átti kvikmyndin að kosta um 13 milljónir króna, en óvænt útgjöld (vegna íslenzka tollsins, segir Berlingske) urðu til að hækka kostnaðinn. í Dan- mörku einni geti myndin aldrei borgað kostnaðinn, en þar sem Svíþjóð og ísland einnig standa að gerð myndarinnar hefur verið áætlað, að í þeim löndum og í Noregi komi inn fyrir myndina að minnsta kosti jafnmikið fé og í Danmörku. „Hagbarður án Signýjar” segir einn gagnrýnandinn í fyrirsögn -um myndina, og hann heldur á- fram. Myndin er falleg, en leiðin- leg, og olli vonbrigðum. Hann segir að aðalleikkonan Gitte Hænning hafi ekkert til að bera í hlutverkið annað en æsku sína, ekkert í leik hennar sýni þær á- stríður, sem leiða þessa ungu konu í dauðann. Leikur hennar er barnaleikur. Og um ástarnótt þeirra Hagbarðs og Signýjar seg- ir hann: Sú ást, sem hlýtur að loga í hjörtum hinna ungu elsk- enda þeirra einu nótt, verður að nektarsýningu og sýningu á því hvernig elskhuginn fækkar fötum á sinni heittelskuðu. Ekki áfram, að Rauða skikkjan er djörf tilraun. En hún misheppn- aðist, vegna þess að söguna um álstríður Hagbarðs og Si'gnýjar er ekki hægt að sýna með ylri um- búnaði, skaphiti leikaranna sjálfra verður að koma til, í því um- hverfi sem hæfir, ekki eins og hér, sem gerir söguna afkáralega. Þegar harmleikurinn varð smám saman að engu á hvíta tjaldinu, tóku vonbrigðin að breiða um sig í hugum áhorfenda, sem voru all- ir af viija gerðir til a'ð taka mynd- inni vel. Hin mikla norræna ást- arsaga varð að tómlegu og lang- dregnu ástarævintýri, sem varla getur hrifið kvikmyndahússgesti nútímans, þó að íslenzku hestarn- ir hafi farið á stökki um hvita tjaldið og fallega íslenzka lands- lagið nægði ekki heldur. I öðru dönsku blaði segir: — Rauða skikkjan skarar ekki fram úr í neinu meðal danskra kvik- mynda. Helzti ókostur hennar er sem svo margra annarra danskra mvnda, að persónurnar eru eins og dauðir hlutir. Þó að efni myndarinnar sé ein- föld ástarsaga, er ekkert gert til að lýsa tilfinningum aðalpersón- anna, eða ást þeirra og þrá. Og þau Gitte og Oleg eru blátt áfram hjákátleg. Verst er atriðið, þar sem Hagbarður og Signý eiga sína einu nótt saman. Það er á- reiðanlegt, að áhorfendur munu æpa af hlátri, þegar þeir sjá það atriði. Það er svo hjákátlegt. Leikstjórinn hefur valið þann kostinn að gera meira úr bar- dagaatriðunum en ástaratriðun- um. En bardagaatriðin verða mörg líka hlægileg. Höfuð eru höggvin af búkum og velta eftir Ströndinni, sverðum er stungið í brjóst og koma þau síðan út í gegnurn bakið, þetta á víst að vera hræðilegt, en verður það á annan hátt en leikstjórinn hefur sennilega ætlað sér. Annars er svo sannarlega leik- ið sterkt í myndinni, bæði í á- rásaratriðunum og rúmatriðun- um, þar sem tækifæri gefst til að sjá Gittu á Evuklæðum einum saman. Tilgangur með því er aug- Ijós, framleiðandinn hefur séð fram á, hversu léleg myndin yrði og því hugsað me'ð sjálfum sér, að hann yrði að finna upp á ein- hverju til að fá fólk til að koma og sjá myndina. Svona virðast alli'r gagnrýn- Bent Christensen heilsar Gittu. Framleiðendur myndarinnar og aðalleikendur tóku á móti tignasta gestinum, Margréti prinsessu. 3 20. janúar 1967 - ALÞYÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.