Alþýðublaðið - 21.01.1967, Síða 1
Laugardagur 21. janúar 1967 — 48. árg. 17. tbl. - VERÐ 7 KR.
Stjórnin í Bonn
lækkar útgjöld
Sjónvarpið |
■
í næsíu vikul
■
, ■
A sunmidaginn kemur verð- :
; ur sýndur í barnatíma sjón- ;
; varpsins fyrsti þáttur leik- j
I ritsins Gilitrutt eftir Ragn- I
■
; heiði Jónsdóttur. Annar og ;
■ þriffji þátturinn verffa -sýnd j
I ir 27. janúar. Leikstjóri er 2
■ ■
; Hinrik Bjarnason, en leik- I
• endur börn úr Réttarliolts ;
: skóla. — Á myndinni hér •
■ ■
1 aff ofan sést heimisisfólk- 2
■
; iff á Brekku hvíla sig, er ;
■ hlé varð milli æfi;ar og j
: upptöku. —, Á fimmtu síö- 2
■ ■
; unni í dag birtmn viff' dag- :
j skrá sjónvarpsins fyrir alla ;
2 næstu viku. ‘
Táningarnir
hlæja a5 rúss-
neskri músík
Moskvu 20. 1. (NTB-AFP)
Yfirvöld í Moskvu liafa komizt
a'ð raun um, að rekið hefur verið
,,söngleikahús“, þar sem spiluð hef
ur verið vestræn rokk- og bítlatón
list, örfáum skrefum frá Kreml,
að sögn „Komsomovskaja Pravda
í dag.
Grammófónn á skemmtistaðnum
Framhald á bls 14.
Bonn 20. 1. (NTB-Reuter)
Vestur-þýzka stjórnin boðaði í
dag róttækar ráðstafanir til að
rétta hallann á fjárlögum þessa
árs og Ieggja grundvöll að nýjum
uppgangi í efnahagsmálum.
Kurt Georg Kiesinger kanzlari
skýrði þinginu í Bonn frá ýms
um lækkunum sem stjórnin hyggð
ist gera á útgjöldum .Dregið verð
ur úr framlögum til landvarna og
aðstoð við þróunarlöndin. Til að
efla atvinnuvegina verður varið
2,500 milljónum marka til fjárfest
inga í járnbrautarmálum póstmál
um og öðrum samgöngumálum.
I betta er i fyrsta skipti sem
| stjórnin skýrir frá ráðstöfunum
| þeim sem hún hyggst gera til að
■ leysa efnahagserfiðleika landsins,
en þeir Ieiddu til þess að Ludvig
Erhard sagði af sér.
Eítir að Kiesinger hélt ræðu
sína hækkuðu verðbréf um 3 —
4% í verði í kauphöllinni í Frank
furt. Stjórnin stendur sameinuð um
tillögurnar, og segja fréttaritarar
að Kiesinger hafi treyst sig í sessi.
Mikil fundohöld
hjá kommúnistum
Moskvu, 20. 1. (NTB-AFP)
Kommúnistaflokkar Austur-Evr
ópu munu halda ráðstefnu í vor til
að ræða síðustu atburði í Kína
og undirbúa ráðstefnu allra komm
únistaflokka heimsins, að því fer
góðar heimildir í Moskvu hermdu í
Framhald á bls 14.
Útrýmingar krafizt
á fiandmönnum Maos
HONGKONG, 20. janúar (NTB-
Reuter) — Japanskir fréttaritar-
ar í Peking herma, aff fyrrverandi
forseti kínverska herráðsins, Lo
Jui-cliing, ogr Po I-po fyrrum vara-
forsætisráðherra hafi framiff
sjálfsmorð. Frá þessu segir á
veggspjöldum í Peking.
Að sögn fréttaritara Reuters í
Peking, Vergil Berger, hermdu
veggblöðin, að Lo -hefði framið
sjálfsmorð, en Po hefði gert
misheppnaða tilraun til að svipta
: sig lífi. Aðalritari kommúnista-
flokksins, Teng Hsiaoping, hefur
einnig reynt að fyrirfara sér, að
því er veggspjöldin herma.
★ ÚTRÝMINGAR KRAFIZT
Pekingútvarpið tilkynnti í
kvöld, að framselja yrði alþýð-
unni kommúnistíska embættis-
menn í Shanghai, sem andvígir
væru Mao Tse-tung, svo að gagn-
rýna mætti þá og útrýma þeim.
Útvarpið skýrði ekki nánar hvað
það ætti við með orðinu „út-
rýma“.
í útvarpinu var lesinn upp boð-
skapur frá 27 byltingarsamtökum
í Shanghai, þar sem skorað var
á þær þrjár milljónir bænda, sem
Framhald á bls 14
Hópazt a5 Ky
- me5 og móti
Brisbane 20. 1. -NTB-Reuter).
Lögreglumenn ráku burt æsta
óeirðarseggi þegar Cao Ky forsæt
isráðherra Suður-Vietnam kom til
hótels síns í Brisbane í dag eftir
að hafa heimsótt æfingabúðir þar
sem hermenn eru sérhæfðir í frum
skógarhernaði. Fyrr í dag var Ky
umkringdur miklum mannfjölda,
sem lét í ljósi lirifningu, er hann
ók um bæinn Beeudsei t í Queens
land á leið sinni frá æfingabúðun
um.
Þrátt fyrir mótmælaaðgerðir
gegn Ky, stjórn hans og stefnu
virðist Ástralíuheimsóknin hafa
verið persónulegur sigar fyrir Ky
jog eiginkonu hans. .íeimsóknin
'stendur í fimm daga.
Fulbright kemur
hiugað í febrúar
Revkiavík. — EG.
James Willlam Fulbright,
öldungardeildarþingmaffur,
mun koma hingað til lands 22.
febrúar næstkomandi, að því
er segir í frétt, sem blaffinu
hefur borizt frá Menntunar-
stofnun Bandaríkjanna á ís-
landi.
i næsta mánuffi eru tíu ár
liffin síffan Menntunarstofnun
in hóf starfsemi hér á landi og
vcrffur þess minnst m. 3. meff
hátíðarsamkomu, þar sem Ful
bright mun flytja erindi. en
annars verffur nánar skvrt frá
því síðar hvernig afmælisins
verður minnzt. Formaffur
stjórnarnefndar Menntunar-
stofnunarinnar er Ármann
Snævar rektor Háskóla íslands.
Fulbright öldungardeildar-
þingmaffur er einn af áhrifa-
mestu þingmönnum í Banda-
ríkjunum. Hann er formaður
utanríkismálanefndar öldunga
deildarinnar og þar af leiffandi
einn helzti talsmaffur þingsins
um utanríkismál. Hefur hann
óspart gagnrýnt stefnii Johns
ons forseta í málefnum suffaust
ur-Asíu, og þá sérstaklega
stríffsreksturinn í Suffur-Viet-
nam.
Framhald á 15. sfðii