Alþýðublaðið - 21.01.1967, Side 4

Alþýðublaðið - 21.01.1967, Side 4
Bítstjórar: Gylfi Gröndal (áb.) og Benedikt Gröndal. — Ritstjórnarfull-.. trúi: Eiður GuCnason — Símar: 14900-14903 — Auglýsingasími: 14906. ASsetur Alþýðuhúsið við Hverfisgötu, Reykjavík. — Prentsmiðja Alþýðu-. blaðsins. — Áskriftargjald kr. 105.00. — í lausasölu kr. 7.00 eintakið, Útgefandi Alþýðuflokkurinn. Eitt stærsta málið ERUM VIÐ ekki sammála um, að gamla fólkið eigi að vera áhyggjulaust og búa við örugga lífsafkomu síðustu æviárin? Ber ekki þjóðfélaginu skylda til að veita því fólki sómasamlegan lífeyri, sem hefur fórn að þjóðinni 40-50 ára starfi? Þessu svara allir játandi, nema forhertir íhalds- menn, sem telja, að hver eigi að sjá fyrir sér. Samt Iiefur Alþýðuflokkurinn þurft að heyja harða bar- átiu í meira en fjóra áratugi til að tryggja gamla fólk inu þessi sjálfsögðu réttindi. Síðan ellilaun voru tekin upp, hefur flokkurinn þurft að halda áfram barátt- unni til að tryggja þessi réttindi og fá lífeyri aldraðra hækkaðan, bæði til að fylgjast með verðbólgu og auka lcaupmátt lífeyrisins. Þetta hefur Alþýðuflokkurinn gert óg jafnan haft forustu um þessi mál. Enginn ann ar stjórnmálaflokkur hefur talið það hlutverk sitt. Af þeim árangri, sem náðst hefur á síðustu árum, -imá 'nefna afnám skiptingar landsins í tvö verðlags iSvæði. Áður fyrr fékk gamla fólkið í sveitum og þorp um landsins lægri lífeyri en hitt, sem bjó í þéttbýli. Kú fá allir jafnt, hvar sem þeir búa. Annar merkur áfangi náðist, þegar ráðherrar Al- þ)ýðuflokksins fengu því til leiðar komið, að lífeyrir Siækkar í samræmi við hækkanir á kaupi í almennri fiskvinnu. Þetta þýðir að gamla fólkið fær dýrtíðar nppbót eins og aðrir landsmenn, og hækki kaup verka -manna, hækkar lífeyrir þess einnig. Þannig vill Al- 4)ýðufIokkurinn tryggja, að lífskjör gamla fólksins fcatni eins og annarra, en það sé ekki skilið eftir Hér fara á eftir tölur, sem sýna hve mikið fullur elli- og örorkulífeyrir 'hjá Tryggingarstofnun ríkisins hfeur hækkað,síðan núverandi ríkisstjórn kom til ivalda. Fyrir viðreisn Áriff 1967 Einstaklingur, 1. verðlagssvæði 9,954 kr. 33.442 kr. Einstaklingur, 2. verðlagssvæði 7.465 kr. 33,442 kr. Hjónj.l. verðlagssvæði 15,927 kr. 50,163 kr. Hjón, 2. verðlagssvæði 11,945 kr. 50,163 kr. Frá marz 1959 til október 1966 hækkaði útgjalda- upphæð vísitölu framfærslukostnaðar um rúmlega helming, en á sama tíma hefur ellilífeyrir meira en .jþrefaldast og allt að fjórfaldazt á öðru verðlagssvæði. isem áður var. Þetta er mikill og góður árangur. En Alþýðuflokkur inn er samt ekki ánægður. Hann hefur barizt fyrir nýju kerfi ellilauna og almenns lífeyrissjóðs, sem á að tryggja öllum sömu lífskjör í ellinni og þeir höfðu a beztu árum ævinnar. Þetta - og félagsleg aðbúð aldr aðra, er eitt af stærstu þjóðfélagsmálum íslendinga í næstu framtíð. 4 21. janúar 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ Heimssýning', EXPO 67, verffur í Montreal í sumar. Þetta er líkan af kanadisku byggingunum á sýn- ingunni, scm kosta munu samtals um 21 milljóna dala. Á miðri myndinni er listaverk. sem heitir „Meiffur mannkyns“. krossgötum ★ ÞORRINN BYRJAÐUR. Þá er þorri genginn í garð og veitingahús og kjötverzlanir keppast um að auglýsa þorramat, sem svo er kallaður, eða með öðrum orðum margs kyns súrmeti og alíslenzkan mat, sem nú þykir orð ið fínt að snæða að minnsta kosti á þessum tíma árs. Það voru víst forráðamenn veitingahúsins Nausts í Reykjavík, sem fyrir um það bil tíu árum tóku upp þann ágæta sið að skipa íslenzkum rétt um í öndvegi hjá sér á þorranum. Var þar og er margt góðgætið á boðstólun; og hefur þessi siður átt drjúgan þátt í að endurvekja virðingu fyrir ís lenzkum mat, sem ýmsum þykir, eða þótti heldur ófínn og illa standast samanburð við útlendar stór steikur. Nú má sjá liefðarfrúr gæða sér á hrútspung um og hákarli, bragða á bringukollum og blóðmör að ekki sé talað um lundabagga Er sannarlega vel að tekizt hefur að endurvekja áhuga á þjóðlegri matargerð hér og eiga þeir sem að því hafa staðið þakkir skildar fyrir. ★ DÝRT KJÖT. Útlendingar, sem hingað koma furða sig yfir leitt talsvert á fábreyttu mataræði íslendinga, sem þeir segja að borði helzt ekki annað en kindakjöt og fisk. Þeir benda réttilega á að bæði kjúklingar og svínakjöt sé svo óheyrilega dýrt að varla sé hægt að tala um að almenningur kaupi það, að ekki sé minnzt á nautakjöt, sem svo er kallað, en verð þess er ekki í neinu samræmi við gæðin. Það er áreiðanlega kominn tími til að við förum að endurskoða afstöðu okkar í þessum mál um. Hversvegna cr ekki leyft hér að hressa upp á íslenzka svínastofninn, sem löngu er orðinn úrkynj aður, hversvegna má ekki flytja inn kynbótagripi til að koma upp nautastofni til kjötframleiðslu eins og er tiðkanlegt meðal siðaðra þjóða. Ilversvegna eru gamaldags hræðslusjónarmið látin ráða þess’ um málum öllum? Er ekki kominn tími til að við semjum okkur í þessu að háttum siðaðra manna og hættum að láta ferðamenn, sem hingað koma brosa góðlátlega að þessum furðulega kjánaskap? — Karl.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.