Alþýðublaðið - 21.01.1967, Blaðsíða 8
Stjórn Hlífar. Sitjandi frá vinstri: Gunnar S. Guðmundsson, Hermann Guðmundsson, Hallgrímur Pét-
ursson. Standandi, frá vinstri: Guðlaugur Bjarnason, Sigvaldi Andrésson, Reynir Guðmundsson og Jón
Kristjánsson.
Kröfuganga 1. maí. Alþýða Hafnarfjarð'ar safnast saman fyrir utan
Verkamannaskýlið.
Hlíf I Hafnar-
firði 60 ára
VERKAMANNAFÉLAGXÐ
Hlíf í HafnarfirSi verður 60 ára
í þessum mánuði og mun halda
lipp á afmælið í dag, enda þótt
ekki sé nákvæmlega vitað um
stofndag félagsins. Fyrsta gjörð-
arbók félagsins er fyrir löngu
glötuð og með henni vissan um
stofnfund og stofndag. Víst er þó,
að félagið var stofnað í ársbyrjun
1907.
Fyrsti formaður Hlífar var ísak
Bjarnason í Óseyri, en um með-
stjórnendur hans er ekkert vitað
lengur. Þó er talið víst, að þrír
menn hafi beitt sér fyrir stofnun
félagsins, þeir Jóhann Tómasson,
Jón i Þórðarson og Gunnlaugur
Hildibrandsson. í fundargerðabók
Verkamannafélagsins Dagsbrúnar
í Reykjavík segir svo, að 13. jan-
úar 1907 hafi verið lesið bréf
frá; þremenningunum, þar sem
þeir óskuðu eftir því, að Dagsbrún
gengist fyrir stofnun félags í
Hafnarfirði. Var þeirri málaleit-
an vel tekið og sendi Dagsbrún-
arstjórnin tvo eða þrjá menn úr
sínum hóp suður fyrir læk. Var
hafizt handa um að undirbúa fé-
lagsstofnun og var boðað til fund-
ar í Góðtemplarahúsinu. Eru um
þetta frásagnir ýmissa, sem þarna
voru, en ekki ber þeim saman um
dagsetningu, hvort verið hafi í
lok janúar eða byrjun febrúar.
Meðal forustumanna félagsins á
fyrstu árunum var, auk þeirra sem
hér hafa verið nefndir, Sveinn
Auðunsson.
Allmargt manna var mætt á
stofnfundi félagsins. Fulltrúar
Dagsbrúnar voru þeir Pétur G.
Guðmundsson, þáverandi ritstjóri
Alþýðublaðsins gamla, og Ásgrím-
ur Magnússon kennari. Urðu þar
nokkrar umræður, en síðan var
félagið stofnað. Munu um 40
manns hafa gengið í það, en
nokkrir gengu út og gerðust ekki
félagar að sinni. Þá var ástand
í atvinnumálum Hafnfirðinga eins
og víðar á landinu þannig, að
margir voru háðir atvinnurekend-
um eða stórskuldugir kaupmönn-
um, sem litu þessi nýju samtök
óhýru áuga. Þótti því mörgum
óhjákvæmilegt að halda sér utan
við fyrsta verkalýðsfélagið og er
það að ýmsu leyti skiljanlegt.
Lögsagnarumdæmi Hlífar var
Hafnarfjörður, Garðahreppur og
Bessastaðahreppur. Félagið var
meðal stofnenda Alþýðusambands
íslands 1916 og hóf-snemma út-
gáfu handskrifaðs blaðs, sem
en hafnfirzkir jafnaðarmenn eru
sem kunnugt er brautryðjendur á
því sviði hér á landi. Varð sú hug-
mynd að veruleika og er það önn-
ur saga.
Af menningarstarfi Hlífar má
sérstaklega nefna söngmálin. Var
snemma ráðizt í stofnun söng-
flokks innan félagsins og hlaut
hann nafnið „Fyrsti maí.” — Af
þeim miði má rekja karlakórinn
„Erni” og síðar endurvakta
„Þresti.” Alla tíð, meðan þessi
starfsemi var innan vébanda Hlíf-
ar hafði Guðmundur Gizzurarson
forustu um þau mál.
Umbrotaárin eftir klofningin
1937 voru erfið fyrir Hlíf, enda
kom til mikilla átaka um þau
mál meðal hafnfirzkra verka-
manna, og var um skeið stofnað
annað verkalýðsfélag á móti Hlíf.
Kom og til alvarlegs verkfalls í
Framhald á 10. síðu.
Gamlar myndir úr liafnfirzku atvinnulífi
Hjálmur hét — og heitir enn.
Kemur þessa daga út hátíðarhefti
í tilefni sextugsafmælisins, og er
það ekki handritað.
Það hefur verið sérkenni al-
þýðuhreyfingarinnar i Hafnar-
firði, að hún hefur viljað bein
afskipti af atvinnurekstri til að
tryggja afkomu verkalýðsins.
Þegar 1914 hóf Hlíf útgerð til
atvinnuaukningar og hafði úm
það samvinnu við þrjá einstakl-
inga. Var keypt vélskipið „Guð-
rún” og gert út í tvö ár. Þá seldi
Hlíf einn hlut og keypti hlutabréf
í Eimskipafélagi íslands fyrir
andvirðið.
Þá stofnaði Hlíf pöntunarfélag
verkamanna 1916, enda var mikið
ólag á verzlunarmálum á styrjald-
arárunum og mikið um hreint
okur. Það félag starfaði þó ekki
lengi, var endurvakið meira en
áratug síðar og varð þá undan-
fari Kaupfélags Hafnfirðinga.
Hlíf tók þátt í bæjarstjórnar-
kosningunum í Hafnarfirði 1914
og fékk einn fulltrúa kosinn, og
aftur 1916, þegar félagið kom að
tveimur mönnum. Það ár gerði
félagið fiskireiti og seldi atvinnu-
rekendum. Var til þess stofnað í
atvinnuaukningarskini.
Svo sem vænta mátti hvatti Hlíf
mjög til stofnunar bæjarútgerðar,
8 21. janúar 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ