Aldamót - 01.01.1897, Blaðsíða 1
Ut úr þokunni.
Eftir Jón Bjarnason.
Fyrirlestr, fluttr á kirkjuþingi i Minneota, Minn., 25. júní 1897.
I.
Ein islenzk þjóðsögn hljóðnr svo: »Þokan er
konungsdóttir í álögum, og hún kemst úr álögun-
um, þegar allir smalar taka sig saman og blessa
hana«. Hún er fögr, þessi stuita þjóðsögn, íögr að
efni eða innihaldi, og fögr einnig að formi eða með
tilliti til búnings þess, sem hún er klædd í. Hún
er fögr fyrir sakir trúar þeirrar og vonar, sem skin
út úr henni. Það er trúarjátning fr;imsett i skáld-
legum orðum. Það er trúarjátniug framborin eins
og spádómr. Og það kemr svo mikið bjartsýni
frarn í þessari trúarjátning, svo mikið af gleðilegri
von í þessum spádómi, að öllum, sem þetta heyra,
getr af því orðið létt um hjarta. Það er auðsætt,
að það hefir legið vel á mannsandanum, þegar
hann, umkringdr af þokumyrkrinu í náttúrunni,
áræddi að bera fram þessa vonarfullu yfirlýsing.
Eg veit ekki betr en þjóðsögn sú, sern hér er um
að rœða, sé al ísienzk að uppruna; enda gripr hún
svo greinilega inn í náttúru og þjóðlif Islands, að
engum getr dulizt, af hverju andlegu bergi hún er
1