Aldamót - 01.01.1897, Qupperneq 2
2
brotin. Island er, eins og þér allir vitið, þokunnar
land, að vísu ekki svo að skilja, að ekki sé all-mik-
ið af þoku til víðar í heiminum en þar, né heldr,
að ekki sé enn meira af þoku tilheyranda náttúru
sumra annarra landa. En náttúran íslenzka á engu
að síðr svo mikið, svo ömurlega mikið, til af þoku
í eigu sinni, að það má með fyllsta rétti nefna það
þessu nafni — þokunnar land. Þokudagarnir ís-
lenzku eru merkilega margir; þokuiausu dagarnir
raunalega fáir. Því að einnig þá, þegar þokulaust
er niðri í sjálfum byggðunum á Islandi, hið neðra í
dölum og fjörðum, er oft, jafnvel oftast, alit þar
hið efra, upp til heiða og fjalla, kafið i þoku. Hið
gráa þokuhaf grúfir þá yfir sveitunum, hanganda
upp í loftinu yfir höfðum manna, takanda burt allt
útsýni til himins, eins og hálf-yfirnáttúrleg voð, sem
spennt hafi verið milli fjallanna uppi yfir byggðun-
um þverum og endilöngum, ýmist upp undir fjalla-
brúnum eða toppum fjallanna, ellegar í miðjum hlíð-
um, ellegar rétt fyrir ofan bœina, sem reistir hafa
verið fast við rœtr fjallanna og staðið þar óbieytt-
ir eða því sem næst eina öldina fram af annarri
síðan á landnámstíð. Þegar þessi fjallaþoka er tek-
in með í reikninginn, þá verða þokudagarnir á Is-
landi ákaflega margir, svo margir, að landið getr
réttilega kallazt þokulandið. Og um þetta sérstaka
einkenni á náttúru Islands, þokuna, hefir skáld-
skaparandinn íslenzki augsýnilega mjög sterklega
verið að hugsa, þegar hann framleiddi hina áminnztu
þjóðsögn. En í sambandi við þetta íslenzka nátt-
úrueinkenni hefir hann verið að hugsa um eitthvert
helzta einkennið á þjóðlifi íslands, þann atvinnuveg
landsins, sem þjóðin jafnt og stöðugt á æfi sinni,