Aldamót - 01.01.1897, Qupperneq 3
I
:$
þúsund ára gamalli og betr til eins og nú er orðin,
heflr fremur öllu öðru iifað á, — sauðfjárrœktina.
|- Hann hefir verið að hugsa um sauðaeignina eins og
aðalfjárstofn íslendinga, aðalþjóðmegunar uppsprett-
una í landinu, þann atvinnuveg, sem byggist á
þeirri eign, eins og hann hefir verið rekinn manns-
aldr eftir mannsaldr allt fram á þennan dag. Hann
hefir verið að hugsa um þetta helzta bjargræði þjóð-
arinnar og það einmitt að sumarlagi, þá er hin eig-
inlega bjargræðistíð stendr yfir á ári hverju. Og
þá hlaut að sjálfsögðu þokunáttúran íslenzka að
koma til greina. Því um það leyti ársins birtist sú
náttúra í sínum algleymingi; og þótt hún geti orðið
i öllum hvumleið og hafi eflaust átt talsverðan þátt í
- því, að skapa þau þokueinkenni, sem svipr þjóðar
vorrar yfir höfuð heflr á sér, þá kemr hún vitan-
lega ekki eins tilfinnanlega við neitt fólk þar heima
eins og þá menn, sem gæzlu sauðfjárins hafa á
hendi, — hina íslenzku smala. Þokan er skiljan-
lega þeim meinsamari en öllura öðrum og um leið
þeirra aðalóvinr. Það er sjálfsögð krafa til allra
smala, og um leið aðalkrafan til þeirra, að þeir allt
af hafi augun í kring um sig. Þeir verða að gjöra
það, þegar þeir eru að leita uppi féð, sem látið er
ganga sjálfala úti á víðavangi, upp um heiðar, fjöll
og firrnindi, og þeir verða að gjöra það líka, þegar
þeir beinlínis haía féð í yfirsetu. En þegar þokan
kemr og leggst yfir allt bæði hið efra og neðra,
þá er ómögulegt að hafa augun í kring um sig, og
smalamennskan um leið orðin eitthvert erviðasta,
óþakklátasta og leiðinlegasta verk, sem unnt er að
hugsa sér. Mjög eðlilegt því, að ísienzkum smöl-
um hafi orðið illa við þokuna. Þeir týndu sv0 oft
r