Aldamót - 01.01.1897, Blaðsíða 4
4
úr yfirsetunni hennar vegna; þeim misheppnuðust
svo oft erviðar fjallgöngur til fjárleita hennar vegna;
þeir leituðu svooftiangt yfir skammt hennar vegna;
þeir f'engu svo oft óverðskulduð ónot hjá húsbœnd-
um sinum hennar vegna. Enda mun það áreiðan-
lega satt, að íslenzkir stnalar hafi allt fram á þenn-
an dag fremr freistazt til að bannsyngja þokuntii
heldr en nokkru öðru í ríki náttúrunnar. Og vita
þó allir, sem til þekkja, að margt er annað iskyggi-
legt við íslenzku náttúruna, margt, sem fólki al-
mennt stendr nriklu meiri stuggr af. Engu að síðr
tel eg alveg víst, að hin einkennilega þjóðsögn, sem
lýsir yfir því, að þokan sé konungsdóttir í álögum,
eigi rót sína að rekja til einhvers íslenzka smalans,
sent á glaðri stund hefir fengið inn í sig hœfileg-
leik til þess að sjá fagnaðaref'ni 1 því, sem félögum
hans og samverkamönnum þótti iskyggilegra og
ömurlegra en flest eða jafnvel allt annað. Hann
sér bjarta mynd konungborinnar kvenlegrar lifandi
persónu á bak við hinn gráa fráfælanda þokuhjúp,
og urn leið fær hann köllun til þess að of'an að
boða smölunum hinum og þjóðinni allri þessi gleði-
tíðindi og það nreð, hvernig að eigi að fara til þess
að þessi fagra mynd komi út eins og hún er frammi
fyrir augum almennings og almenningr fái notið
hennar. Smalinn íslenzki er orðinn skáld og spá-
maðr, skáld bjartra hugsjóna, spámaðr gleðilegrar
vonar. Eða ef það ekki skyldi beinlínis vera ein-
hver íslenzki smalinn, sem hefir látið sér detta þetta
í hug, heldr einhver meiri háttar maðr, þá hefir sá
maðr haft vit á þvi, að setja sig í spor þeirra, sem
það lítilmótlega, en mikilsverða starf, smalamennska,
hefir verið falið á hendr, lifa sig inn í tiltínningar