Aldamót - 01.01.1897, Side 5
5
þeirra, og frá sjónarmiði þeirra eða einhvers eins í
þeirra hópi að bera fram fagran skáldskap, snert-
anda alla þjóðina, flytja öllum lýð gleðilegan spá-
dóm um það, hvernig það í félagslífi manna, sem
samgildir þokunni í náttúrunni, geti hætt og eigi að
hætta að vera mönnum orsök til kvíða og áhyggju,
en í þess stað verða almenningi til ánœgju og yndis.
Til þess að skilja það, hve hvumleið og geigvænleg
þokan i náttúrunni er í raun og veru, þarf maðrað
hafa verið smali á Islandi eða að minnsta kosti að
geta fullkornlega sett sig í spor íslenzks smala. En
hafi maðr persónulega haft þá lífsreynslu eða hafi
manni tekizt að tileinka sér hana á andlegan hátt,
þá hefir maður lika skilyrði í sjálfum sér fyrir því,
að geta skilið það í andans heimi, það í hugsana-
lífi þjóðar vorrar og alls anriars mannfólks, sem
svarar til þokunnar í náttúrunni á Islandi og hvar
annars stadar unr heim sem vera skal.
II.
Aðr en eg tek til að gjöra grein fyrir því, hvað
það sé í andans heimi og sérstaklega hinum andlega
heimi þjóðar vorrar, sem samgildir þokunni í nátt-
úrunni, skal eg benda á nokkuð, sem ritað stendr
á öndverðri fyrstu blaðsíðu hinnar helgu bókar, bibl-
iunnar. Það er fyrsta atriðíð í boðskap hinnar guð-
legu opinberunar, sköpunarsagan. Sú saga hefst með
þessum orðum: »1 upphafi skapaði guð himin og
jörð. Og jörðin var í eyði og tóm, og myrkr yflr
djúpinu, og guðs andi svam yfir vötnunum. Og guð
sagði: Verði Ijós! Og þar varð ljós«. Það er of't
og jafnvel vanalega litið svo á meðal kristinna
manna, að sköpunin hafi byrjað með þvi, að guð