Aldamót - 01.01.1897, Side 6
6
raeð almættisorði sínu framleiddi ljósið, að sköpun
Ijóssins, framleiðsla þess eða kveyking þess. hafi
verið fyrsta atriðið í sköpunarverkinu, sé fyrsti þáttr
sköpunarsögunnar. Og það má mjög vel til sanns
vegar fœra. Hin eiginlega sköpunar *aga hefst þá.
Heimssagan á upptök sin i því, að Ijósið er kveikt.
Heimsnáttúran fer þá að eiga sögu, þvi orðið saga
bendir á framrás eða framsókn til meiri fullkomn-
unar, vaxtar eða nýs lífs. En í öðrum skilningi er
upphaf sköpunarverksins til orðið löngu löngu áðr,
ef til vill tnilíónum ára áðr en Ijósið er framleitt.
Viðvíkjandi þeirri ómælilegu tíð geta náttúrufrœð-
ingar haft margt og mikið að segja, og þó að eins
getgátur, meira eða minna sennilegar getgátur. En
það, sem opinberað er um þá tíð í hinu guðlega
orði ritningarinnar, er að eins þetta, sem þegar var
tilfœrt. »Og jörðin var i eyði og tóm, og myrkr
yfir djúpinu, og guðs audi svam yfir vötnunum«.
Það er þokuástand, sem hér er verið að lýsa. 8köp-
unarverkið þá í þokuástandi. Tilveran öll fvrir ut-
an guð hin fullkomnasta þokutilvera, sem unnt er
að hugsa sér. Þokutilvera er engan veginn hiðsama
og ekki neitt. Þvert á móti er nokkuð mikið til
einnig þá, svo mikið, að í þvi felst upphafið til allra
undranna, allra stórmerkjanna, allra furðuverkanna,
sem síðar koma fram í náttúrunni. Allt hið ótelj-
anda og dýrðlega í sköpunarverkinu, sem nú gleðr
augu og hjörtu mannanna, lá þar á huldu í alheiins-
þokunni. Allt var það frá guði komið i upphafi;
það var hans verk. En svo lengi sem þokuástandið
helzt við getr þar um enga eiginlega sögu verið að
rœða. Allt er óákveðið, takmarkalaust, timalaust,
eins og sofanda eða í dái. Þá fyrst hefst sagan,