Aldamót - 01.01.1897, Page 7
V
þegar guð lætr ljósið verða til. Hann leiðir það,
sem bjó í þokugeimnum, inn í söguna með ljósinu.
Og taki nú allir eftir þvi, sem kom fram um leið
og ijósið er tekið að skína yfir tilveruna, um leið
og það ljómaði inn í þokugeiminn. Það varð að-
skilnaðr í tilverunni, — margfaldr aðskilnaðr. Ljós-
ið og myrkrið skildust að. Eða með öðrum orðum:
Það varð til dagr, og það varð til nótt. Vötnin uppi
og vötnin niðri skildust að. Gufuhvolfið umhverfis
jörðina með sínu skýjasafni varð til eins og nokk-
urskonar heimr út af fyrir sig, fráskilinn vatnageimn-
um á yfirborði jarðarinnar. Og vötnin á jörðinni
eru aðskilin frá þurrlendinu á jörðinni og sett á sinn
stað. Upp frá þeim tíma má tala um land og haf.
Með berum orðum er ekki í sköpunarsögunni nefndr
neinn meiri aðskilnaðr eu þessi. En þar sem enn
fremr í þeirri sögu er sagt frá því, að jurtariki
jarðarinnar hafi verið leitt fram, sól og tungl hafi
birzt á himinbvelfingunni, dýraríkið myndazt og
mannlífið orðið til, þá er það líka saga um áfram-
haldanda aðskilnað, sem orðið hafi af völdum hins
skapanda almættis á hinum ýmsa óendanlega marg-
breytilegleik, er áðr bjó á huldu í þokugeimnum.
Lífið er leitt út úr þokunni. Hin lifandi tilvera um
leið aðskilin frá hinni líflausu náttúru. Og lífstilveran
þreföld: jurtalíf, dýralif og mannslíf, og þau hvert
um sig eins og heimr út af fyrir sig, aðskilin hvert
frá öðru af óyfírstiganlegu djúpi. Og ljósin á himn-
inum, um leið og þau koma fram, aðskilin hvert frá
öðru og um leið frá allri annari ljósbirtu í náttúr-
unni. Þá fyrst, þegar þessi margfaldi aðskilnaðr er
kominn fram, er sköpunarverkið fullkomið. Hinni
eiginlegu sköpunarsögu er þar með lokið. Guð