Aldamót - 01.01.1897, Side 8
8
sjálfr hefir með almætti sínu leitt hinar eilífu hugs-
anir sínar i óteljandi dásamlegum myndum fram úr
þokuhafinu.
III.
Þetta yfirlit yfir sköpunarsöguna i biblíunni
bendir afar vítt út fyrir sig. Því í aðalatriðunum
verðr öll saga í mannlífinu til nákvæmlega á sama
hátt. Og þegar eg nú nefni mannlífið, þá á eg ekki
við það að því leyti, sem það er eins og annað nátt-
úrulíf, heldr að þvi leyti, sem það er andlegt líf, að
því leyti, sem maðrinn er skynsemi gœdd vera. Og
eg er að tala um það eins og það er nú, en ekki
eins og það var í öndverðu, áðr en syndafallið varð
eða syndin náði sér niðri í mannlegu eðli. Paradís-
arástand vorra fyrstu foreldra kemr hér nálega
ekki til greina. ekki nema að því leyti, sem vert
er að minnast þess, að samkvæmt ritningunni er
hinn andlegi himininn þá alheiðr. Guðsmyndin í
sálum þeirra brosti þá á móti skaparanum, tárhrein,
fögr og fullkomin. En svo kemr fyrir hinn leynd-
ardómsfulli atburðr, sem heitir syndafall. Og um
leið verðr stórkostleg, hryggileg breyting á eðli
mannanna og' ástandi. Skynsemi mannanna myrkv-
ast, frjálsræði þeirra er bilað, vond sarnvizka fer
að láta til sín heyra. Guðsmyndin nýtr sin ekki;
hún er skemmd, eða hún er í einhverjum óskiljan-
legum fjötrum. Hún er í nokkurskonar álögum, —
vfirnáttúrlegum álögum. Og sólin hin andlega skín
nú ekki lengur á heiðum himni. Þvi það hefir slegið
þoku yfir sálarlíf hinna syndugu manna. Guðs-
myndin á nú fjötruð heima í andlegum þokuheimi.
En margt og mikið annað manninum tilheyranda