Aldamót - 01.01.1897, Síða 9
9
en guðsrayndin býr í þokunni. Öfl þau hin andlegu,
rayrkraöflin, syndaöflin, sem oliu því, að guðsmynd-
in, hin fagra konungsdóttir, komst í þessi álög, eiga
líka að sjálfsögðu heima í þokunni. Og með tilliti
til þess er fullkomin ástœða til að láta sér standa
ótta af þokutilveru þeirri, sem hér er um að rœða.
En á hinn bóginn er vert að minnast þess, að þar
býr líka nokkuð mikið og fagrt, efni í óendanlega
mikinn fögnuð, sem áreiðanlega á að koma fram.
Þegar fjötrarnir detta af guðsmyndinni, þegar kon-
ungsdóttirin kemst úr álögunum, þá fagnar hún sjálf,
og allir, sem áðr hafa fengið guðsmyndina í sjálfum
sér frelsaða á sama hátt, fagna líka með henni. Og
jafnvel himinbúarnir taka þátt í þeim fögnuði.
Þetta er hið guðlega endimark mannkynssög-
unnar. En upphaf sögunnar er það, að ljós er
kvej'kt, og út af þeirri ljóskveyking fer þokunni að
létta upp. Menn fara að meira eða minna leyti að
komast út úr þokunni, og jafnframt verðr það ljóst,
hvað búið hefir þar áðr á huidu. Aðr heflrumenga
eiginlega sögu verið að rœða. I þokuheiminum and-
lega gjörist ekki neitt, sem sögu megi kalla. Og
þegar eg tala nú um ljós, pá á eg ekki einungis við
hið yfirnáttúrlega endrlausnarljós kristindómsins, eða
við það Ijós guðlegrar opinberunar, sem Israelslýðr
hafði yflr sér á hinni iöngu eftirvæntingartíð áðren
frelsarinn kom í heiminn, heldr á eg líka við hið
ýmsa sannleiksljós, sem kveykt heflr verið heimin-
um til menntunar og framfara með algjörlega nátt-
úrlegum kröftum. Eg hlýt að taka þetta síðast
nefnda ljós með, því þó að það sé ekkert frelsisljos
í kristilegum, sáluhjálplegum skilningi, þó að það
ekki hafi í sér neinn mátt til þess að leysa guðs-