Aldamót - 01.01.1897, Síða 13
þjóðsögninni islenzku utn þokuna sem konungsdótt-
ur í álögum fór að minnast á hið sögulausa hálf-
rökkrið víðsvegar uin heim áðr en ljósi kristindóms-
ins heflr þar verið brugðið upp, það var sökum
þess, að mér sýndist og sýnist enn þjóðlíf íslendinga
hafa svo mikið sameiginlegt með þessum hinum
mannflokkum, sem hver í sínu heimshorninu um heil-
ar aldaraðir hafa lifað þessu ömurlega sögulausa
þokulífl.
Eg er búinn að benda á, hvað orðið hafl í
sköpunarsögunni, þegar guð bauð ljósinu að koma
fratn: margfaldr aðskiinaðr. Og eg hefl sömuleiðis
sagt, að hið sama komi æfinlega fram i mannlífinu,
þegar það út af virkilegri guðiegri ijóskveyking fer
að eignast sögu. En þegar eg virði fyrir mér hið
islenzka þjóðlíf, þá sé eg, að slfkr aðskilnaðr er svo
merkilega lítið kominn þar frarn. Og þó er þjóðin
búin að lífa í meira en þúsund ár og hefir átt því
láni að fagna, að hafa ljós kristindómsins hjá sér
lengst af á æfi sinni og í beinu eða óbeinu sambandi
við það ljós að eignast talsverða veraldlega inennt-
an, svo mikia sein þurfti til þess, að hún gæti hik-
laust talizt með hirium menntuðu þjóðum heimsins.
En aðskilnaðr sá, sem búast hefði mátt við að sú
ljóseign og menntan hefði leitt til, er náiega ekki
orðinn enn. Hin andstœðilegu öfl, sem til eru hver-
vetna í mannlífínu, hafa ekki enn verulega brotizt
út ineðal vor íslendinga. Hvert mannsbarn af vorri
þjóð, eða þvi sem næst, vill eða segist vilja frelsi
og framfarir. Og á þessum siðustu áratugum hafa
óneitanlega verið heilmiklar frelsisumleitanir hjá
þjóð vorri heima á íslandi; allt af nú verið að gjöra
þar hinar og aðrar framfara-tilraunir bæði í and-