Aldamót - 01.01.1897, Page 14
11
lega og veraldlega átt. En þrátt fyrir þetta allt er
þó vist óhætt að fullyrða, að enginn veit, hvert
þjóðiu í heild sinni er að stefna á yfirstandandi tíð.
Meginhluti þjóðarinnar sýnist alls ekki vita, hvað
hann vill. Stefnuleysi er áreiðanlega ein aðaleink-
unn þjóðlífsins islenzka nú, og jafnvel sú þjóðlífs-
einkunn, er tekr öllum öðrum fram. Það ber meira
á því en áðr á fyrri tíðum fyrir þá sök, að frelsið
liggr nú í loftinu miklu fremr en áðr og þjóðinni
hefir jafnvel án hennar eigin tilverknaðar borizt
svo mikið frelsi upp í hendrnar, að hún ætti nú eins
og aldrei áðr að geta ráðið sér sjálf og tekið ákveðna
stefnu. Og það ber svo mikið á stefnuleysi þjóðar-
innar í heild sinni fyrir þá sök, að um mismunandi
stefnur, sem verulega nái til almennings, er enn
nálega ekki að rœða. Það er með öðrum orðum
ekki enn orðinn aðskilnaör á þeim breytilegu öflutn,
sem fyrir eru í þjóðlífinu. Og meðan svo stendr
verðr eigi séð, hvert fólkið er að stefna. Nú hefir
það þó einmitt komið fyrir á þessu seinasta ári úti
á Islandi, að þar hafa fleiri blöð eða tímarit fœðzt
heldr en nokkru sinni áðr á jafn stuttum tíma. —
Og fyrir þá aukning eru blöðin íslenzku nú orðin
svo roörg, að aldrei heflr neitt þvílíkt verið áðr.
Og mætti j á virðast býsna ástœðulítið að kvarta yflr
þvi, að ekki sé kominn fram nœgilegr aðskilnaðr
þar í þjóðlíflnu; því hvert einstakt þessara nýju
blaða réttlætir tilveru sína, alveg eins og hvert fyrir
sig af hinum eldri, með því, að það ætli sér að
beina huga lesenda sinna í einhverja ákveðna átt,
berjast fyrir einhverjum sérstökum allsherjar lífs-
spursmálum. Enda er það víst, að fæst af íslenzku
blööunum, þeiira, er þó hafa sameiginleg mál með-