Aldamót - 01.01.1897, Page 15
15
ferðis, haldast í hendr. Yflr höfuð að tala eru þau
hvert á móti öðru, fara hvert sina sérstöku leið.
Svo stefnurnar gæti sannarlega virzt nógu margar,
og ef til vill miklu miklu fleiri væntanlegar þá og
þá. Því tilhneigingin sýnist vera mjög rík í þá átt,
að sem flestir af ritfœrum mönnum, og jafnvel
nokkrir af óritfœru mönnunum líka, fari að halda út
nýju blaði, til þess að hafa málgagn fyrir sínar sér-
stöku frelsis- og framfaraskoðanir. En þessi fjölgun
blaðanna, með þeim andlegu einkennum, sem þau
á sér hafa flest, ber einmitt vott um það, að að-
skilnaðrinn í þjóðlíflnu á Islandi er ekki orðinn nógu
mikill og er í rauninni nálega alls ekki til. Það er
aðskilnaðr á milli blaðanna eða blaðamannanna; en
sá aðskilnaðr nær ekkert, sem heitið getr, til al-
mennings. Það eru engir þjóðmálaflokkar til á Is-
landi; engar afmarkaðar flokkseinkunnir, sem al-
menningr hafi viðrkennt; engin slík fast ákveðin
stefna í neinu af aðalmálum þjóðarinnar, að stœrri
eða minni hópar fólks sé til þess búnir að halda
sömu brautina og berjast undir sameiginlegu merki.
Það stendr nálega enginn almenningsvilji á bak við
blöðin, eða að svo miklu leyti, sem hann er til, er
hann óákveðinn og algjörlega óútreiknanlegr. Og
það, sem meira er: Það stendr enginn eiginlegr al-
menningsvilji, sem nokkrar reiður sé á að henda, á
bak við mennina, er fólkið þó sjálft í hinum ýmsu
kjördœmum kýs sér fyrir fulltrúa til þess að sitja
á löggjafarþingi landsins. Og ei því mjög eðlilegt,
að þessir svo kölluðu þjóðarfulltrúar, þegar á þing
er komið, telji sig ekki að neinu leyti bundna við
vilja kjósenda sinna, og geti, þá er þeim býðr svo
við að horfa. snúið við blaðinu, slegizt i lið með fyr