Aldamót - 01.01.1897, Qupperneq 16
16
verandi andstœðingum sínum, eða verið með öllum
og engum. En svo er þá lika frelsisbaráttan á þing-
inu öll upp á óvissu, því enginn getr nokkurn tima
reiknað upp á neitt áreiðanlegt flokkstvlgi. Skiljan-
iegt, að sorglega lítill árangr verði af annarri eins
baráttu. Skiljanlegt, að hið útlenda, danska stjórn-
arvald taki heldr lítið til greina kröfurnar um meira
frelsi, sem koma frá Islandi, svo lengi sem það er
henni og öllum þeim, er fyrir utan standa, sýnilegt,
að enginn þjóðarvilji, enginn reglulegr stjórnmála-
flokkr meðal þjóðarinnar stendr á bak við þær
kröfur.
Ekkert sýnir, ef til vill, betr þann hugsana-
rugling, sem einkennir þjóðlífið islenzka, en frjáls-
lyndiskrafa sú hin sérstaka, sem almenningr yfir
höfuð gjórir til embættismannanna. En krafan er
þessi, að þeir, ef ekki beinlínis í verkinu, þá samt
að minnsta knsti undir niðri, sé andstœðir stjórninni,
sömu stjórninni og kvatt hefír þá i embættin. Það
er nú einu sinni komið inn í meðvitund eða þó öllu
heldr tilflnning alþýðu á Islandi, að yfirstjórn lands-
ins sé ill og óheppileg. Og sú meðviturid eða til-
flnning er vissulega ekki fjarri sanni. Landinu hefir
verið illa og óvitrlega stjórnað og svo er enn. Því
hljóta víst allir Islendingar í Ameríku að játa eftir
að þeir af persónulegri revnslu eru búnir að fá að
vita, hvað það er að lifa undir frjálsri stjórn, --
stjórn, sem byggð er á reglulegri flokkaskifting,
eðlilegum aðskilnaði hinna andstœðu afla í þjóðlífinu.
En að ætlast til þess, að þeir menn, sem gefið hafa
sig í þjónustu stjórnarinnar, gjörzt hennar erinds-
rekar og verkamenn og að sjálfsögðu heitbundið sig
til að reynast henni hollir og trúir, skuli þó í anda