Aldamót - 01.01.1897, Qupperneq 17
17
0(í, að svo miklu leyti, sem þeim getr haldizt það
uppi, í verkinu líka vera á móti þessum húsbónda
tínum, það er ekki að eins ósanngjarnt í mesta máta,
heldr og blátt áfram heimska. Ef stjórnin er eins
ill eins og alþýða hefir á tilfinningunni, ef hún, eins
og margir trúa að hún gjöri, heldr fram ófrelsi, þá
ætti það að vera sjálfsögð krafa til allra þeirra, er
þessa trú hafa og vilja styðja að frelsi þjóðarinnar,
að þeir léti vera að ganga í þjónustu slíkrar stjórn-
ar og legði svo, embættislausir, alla sina krafta
fram til þess með öllum líkt hugsandi mönnum að
berjast á móti stjórninni og hinu ýmiskonar ótrelsi,
sem hún heldr að þjóðinni. Það væri frjálslyndi,
sem verðskuldaði að vera haft í heiðri. Og það
væri frjálslyndi, sem leiða myndi til gleðilegra sigr-
vinninga í þjóðfrelsisáttina. Þar sem aftr á móti
hitt háttalagið sýnir að eins skrípamynd af frjáls-
lyndi, skrípamynd, sem ruglar hugmynd almennings
um sannarlegt frelsi og hamlar þvi, að það geti
orðið arðberandi eign þjóðarinnar.
Eg hefði, ef til vill, ekki minnzt á þetta atriði
nú í sambandi við þokutilveruna í þjóðlífinu íslenzka,
ef ekki fyrir skömmu hefði komið fram ein opin-
beran í stjórnmálum Islands, sem sýnir betr en
nokkuð annað, er áðr hefir gjörzt þar heima frammi
fyrir augum alls lýðs, hvernig frelsishugmyndinni
líðr hjá þjóðinni. Það, sem eg á við, er hið svo
kallaða »Skúla-mál«. Eg ætla ekki að fara að
rekja sögu þess máls. Hún er yðr öllum í fersku
minni. Hún hefir verið sögð svo oft og ítarlega af
blöðunum íslenzku. Þess er að eins að geta, að
þar er maðr, sem vafalaust frá upphafi hefir ætlað
sér að láta til sín taka í stjórnmálabaráttu Islend-
2