Aldamót - 01.01.1897, Qupperneq 18
18
inga sem talstnaðr frelsisins; frjálslyndr maðr, frá
sínu sjónarmiði að minnsta kosti, í mesta máta og
ákveðinn í því að vera á móti stjórninni. En svo
sezt hann í embætti á íslandi, gjörist sýslumaðr.
Og brátt tekr hann að halda út blaði, sem allt af
verðr meira og [meira eindregið og ákaft á móti
stjórninni. I staðinn fyrir að segja þessum starfs-
manni sínum upp þjónustu, þá er það var sýnt,
hvar hann stóð og ætlaði að standa, sem auðvitað
hefði átt að vera alveg sjálfsagt, lætr stjórnin hann
halda áfram í hinni opinberu stöðu, — þangað til
hún fær ímyndan um, að hún muni geta náð sér
niðri á honum fyrir formleg afglöp i embættis-
fœrslu. Málsókn lætr hún svo hefja gegn honum,
en seinasta niðrstaðan verðr það, að hann sleppr
með sýknunardómi frá hæsta rétti. Frelsisumleitanirn-
ar eða œsingarnar i málgagni hins sýknaða sýslu-
manns fara þá skiljanlega heldr vaxandi. Og stjórn-
in vill koma honum burt í aðra sýslu, þar sem hún
imyndar sér, að hann verði minna hættulegr, og
býðr honum þar embætti i stað þess, er hann áðr
hafði haft; — annars yrði hann að vera embættis-
laus. Skúli Thóroddsen þiggr ekki boðið og er svo
frá embætti. Það var auðvitað í alla staði rétt eins
og þá var komið. En fyrsta yfirsjónin hans og ó-
vitið var það, að þiggja nokkurn tíma embætti af
þeirri stjórn, sem hann var frá upphafi ákveðinu i
því að vera á móti, hata og fyrirlíta, eins og blað
hans, »Þjóðviljinn«, frá byrjan sýnir að hann gjörði.
En það, sem lang-lakast er af öllu. og það, sem
tekr út yfir allan þjófabálk, er síðasta atriði þess-
arar opinberunar. Þvi þar kemr það fram, að
ruglingrinn á hugmyndinni um frjálslyndi og frelsi