Aldamót - 01.01.1897, Blaðsíða 19
er jafn-mikill hjá meira hlutanum af landslýðnum
öllum, eða hinum kjörnu þjóðaríulltrúum á alþingi,
eins og hjá þessum eina manni. Þá er hann neyð-
ist til að sleppa embætti sínu, heimtar hann stór-
kostlegar skaðabœtr af landinu. Honum eru veitt
eftirlaun eftir gildandi landslögum, sem hann auð-
vitað ekki hefði átt að þiggja frá sjónarmiði þess
rjettlætis eða þess trelsis, sem hann ætið hefir talið
sig hafa köllun til að prédika þjóðinni. En hann
þiggr þau svo sem nokkuð sjálfsagt. En honum
nœgir það ekki. Hann sérsigknúðan til að heimta
skaðabœtr í ofanálag fyrir það að vera sviftr at-
vinnu hjá stjórninni. Og helmingr þjóðarfulltrú-
anna er með þessu á alþingi, og þó betr til, því
hann sjáltr ríðr þar baggamuninn, svo hin ömur-
lega krafa nær fullnaðarsamþykkt. — Enginn er
meiri þjóðfrelsispostuli til á Islandi en Skúli Thór-
oddsen; enginn, sem im^ndar sér eins mikið djúp
staðfest á milli sín og stjórnarinnar, sinnar trúar
og hennar trúar í stjórnmálum; og enginn, sem
kemst nær því, að vera reglulegr fiokksforingi. En
hins vegar hefir hann með þessari framkomu í sínu
eigin máli sýnt, að það er ekki orðinn aðskiinaðr
hjá honum; stjórnmálahugmyndir hans allar ruglað-
ar; frelsi og ófrelsi samtvinnað i huga hans. Því
ekki er hœfilegt að ganga út frá öðru en þvi, að
hann hafi borið skaðabótarkröfu sína fram án nokk-
urs tillits til persónulegra hagsmuna, af fullkominni
sannfœring um, að hún væri réttlát og í algjöru
samrœmi við sinar eigin frelsiskenningar. Og þá er
ekki unnt að draga aðra ályktan af þessari opin-
beran en þegar er gjört. »Þjóðvilja«-maðrinn er
ekki kominn enn út úr þokunni. Og þjóðviljinn
2*