Aldamót - 01.01.1897, Blaðsíða 20
allr, sem hann er fulltrúi fyrir, á lika heimaíþoku,
sömu andlegu þokunni.
Ef þjóö vor í heild sinni væri vöknuð til með-
vitundar um sannarlegt stjórnfrelsi, um eðlilegt
samband stjórnar og stjórnarþjóna, og um reglulega
flokkaskifting út aí almenningsmálum, þá hefði
þetta söguatvik, sem nú heflr verið minnt á, ekki
getað komið fyrir. En það má segja meira en það:
Ef þessi meðvitund væri vöknuð, þá væri aliir hætt-
ir að gefa sig í embættisstöðu á Islandi aðrir en
þeir, sem í raun og veru hafa trú á stjórn lands-
ins, trú á það, að þeir menn, sem hafa stjórnar-
taumana í höndum sér, hafi bæði vit og vilja til að
stjórna vel. Og þar með fylgdi þá líka eins og
nokkuð alveg sjálfsagt, að farið væri að berjast
fyrir því með oddi og egg af öllum andstœðingum
stjórnarinnar, að engir fengi setið á þingi, sem hefði
nokkurt opinbert embætti á hendi og þannig eðli-
lega hlyti að vera stjórninni háðir og hlynntir. En
um þetta hefir mér vitanlega ekki ein einasta rödd
enn þá heyrzt heima á Islandi né heldr úr hópi
menntamannanna íslenzku í Kaupmannahöfn. Því
hefir nýlega verið hreift hér vestra, í »Lögbergi«,
af ritstjóra þessa blaðs. En meðal landa vorra fyr-
ir austan haf algjör þögn. Og má af þessu meir
en lítið marka, hvað mikill er hugsanaruglingrinn
hjá þjóð vorri yfir höfuð. Því enginn vafi er á
því, að stjórnmálin hafa skipað öndvegi í huga Is-
lendinga nú í Janga tíð, á öllum þessum seinasta
mannsaldri og jafnvel lengr. Ur því að þar er ekki
enn orðinn aðskilnaðr, engin afmörkuð flokkaskift-
ing enn útfœrð, þá er ekki við því að búast, að